Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hverju lifa marflær?

Jón Már Halldórsson

Marflær (Amphipoda) eru ættbálkur krabbadýra sem finnast aðallega í sjó en einnig í ferskvatni. Alls hefur rúmlega 9.500 tegundum verið lýst.

Marflær eru forn ættbálkur. Elstu steingervingar þeirra sem fundist hafa eru frá því snemma á kolatímabilinu fyrir um 330 milljón árum. Það skýrir að einhverju leyti mikinn breytileika innan ættbálksins.

Marflær finnast á afar fjölbreytilegum búsvæðum auk þess sem útlit þeirra er nokkuð fjölbreytt. Þær lifa meðal annars bæði á miklu dýpi úthafanna og í efstu lögum sjávarins, í ferskvatni og jafnvel á þurrlendi en þó þar sem jörðin er rök svo sem í deiglendi og í skógarbotni ofan í laufþekju.

Marfló af tegundinni Hyperia macrocephala.

Fæðuvistfræði marflóa er að sama skapi afar fjölbreytt. Sennilega stunda flestar marflær einhvers konar hræát eða leggjast á lífrænar leifar svo sem dauðar skepnur á hafsbotni. Þær eru því sundrendur líkt og ánamaðkar í jarðvegi þurrlendisins. Aðrar tegundir eru einhvers konar „grasbítar“ á þörunga og þriðji hópurinn eru afræningjar á smávaxin skordýr og krabbadýr. Svo eru aðrar sem mætti kalla alætur. Þá má nefna einn hóp marflóa, sem á íslensku kallast hvallýs (Cyamidae), en þær eru ásætur á reyðarhvölum og lifa á þörungum sem á þeim vaxa.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.12.2014

Spyrjandi

Sigurður Sigurðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Á hverju lifa marflær?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2014, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68549.

Jón Már Halldórsson. (2014, 9. desember). Á hverju lifa marflær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68549

Jón Már Halldórsson. „Á hverju lifa marflær?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2014. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68549>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hverju lifa marflær?
Marflær (Amphipoda) eru ættbálkur krabbadýra sem finnast aðallega í sjó en einnig í ferskvatni. Alls hefur rúmlega 9.500 tegundum verið lýst.

Marflær eru forn ættbálkur. Elstu steingervingar þeirra sem fundist hafa eru frá því snemma á kolatímabilinu fyrir um 330 milljón árum. Það skýrir að einhverju leyti mikinn breytileika innan ættbálksins.

Marflær finnast á afar fjölbreytilegum búsvæðum auk þess sem útlit þeirra er nokkuð fjölbreytt. Þær lifa meðal annars bæði á miklu dýpi úthafanna og í efstu lögum sjávarins, í ferskvatni og jafnvel á þurrlendi en þó þar sem jörðin er rök svo sem í deiglendi og í skógarbotni ofan í laufþekju.

Marfló af tegundinni Hyperia macrocephala.

Fæðuvistfræði marflóa er að sama skapi afar fjölbreytt. Sennilega stunda flestar marflær einhvers konar hræát eða leggjast á lífrænar leifar svo sem dauðar skepnur á hafsbotni. Þær eru því sundrendur líkt og ánamaðkar í jarðvegi þurrlendisins. Aðrar tegundir eru einhvers konar „grasbítar“ á þörunga og þriðji hópurinn eru afræningjar á smávaxin skordýr og krabbadýr. Svo eru aðrar sem mætti kalla alætur. Þá má nefna einn hóp marflóa, sem á íslensku kallast hvallýs (Cyamidae), en þær eru ásætur á reyðarhvölum og lifa á þörungum sem á þeim vaxa.

Mynd:

...