Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þormóðssker er á Faxaflóa út af Mýrum. Nafn þess er nefnt í Landnámabók og þar er skerið kennt við Þormóð þræl Ketils gufu og samkvæmt því frá landnámstíð (Íslenzk fornrit I, bls. 168-169).
Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í skerjaklasa. Það er um 200 m á lengd, tæpir 100 m á breidd og 11 m á hæð yfir sjávarmáli.
Í kjölfar þess að franska rannsóknarskipið Pourquoi Pas? fórst í skerjaklasa þessum í Faxaflóa árið 1936 var ákveðið að reisa þar vita til þess að vara sjófarendur við skerjunum. Vitanum var valinn staður á Þormóðsskeri og var hann tekinn í notkun árið 1947.
Heimild: Guðmundur Bernódusson. Vitar á Íslandi: leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002. Siglingastofnun Íslands, 2002
Mynd:Siglingastofnun Íslands
Svavar Sigmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það?“ Vísindavefurinn, 22. október 2007, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6860.
Svavar Sigmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 22. október). Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6860
Svavar Sigmundsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2007. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6860>.