Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru lofkvæði?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði.

Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merkir hirð. Egill Skallagrímsson er fyrsti Íslendingurinn sem orti lofkvæði um höfðingja, það er Höfuðlausn. Eins og fram kemur í Egils sögu var það þekkt að skáld ortu lofkvæði um konunga. Arinbjörn gefur Agil þetta ráð til bjargar lífi hans:

Nú vil eg það ráð gefa, að þú vakir í nótt og yrkir lofkvæði um Eirík konung; þætti mér þá vel, ef það yrði drápa tvítug og mættir þú kveða á morgun, er við komum fyrir konung. Svo gerði Bragi, frændi minn, þá er hann varð fyrir reiði Bjarnar Svíakonungs, að hann orti drápu tvítuga um hann eina nótt og þá þar fyrir höfuð sitt; nú mætti vera, að vér bærum gæfu til við konung, svo að þér kæmi það í frið við konung.

Egill Skallagrímsson orti Höfuðlausn um Eirík blóðöx (d. 954). Á myndinni sést peningur Eiríks blóðaxar, á honum stendur Eric Rex eða Eiríkur konungur.

Lofkvæði um konunga eiga sér fornar rætur, bæði með germönskum þjóðum og öðrum.

Erlend hugtök yfir lofkvæði eru 'panegyric' og 'eulogy'. Þau geta bæði merkt lofkvæði og lofræða. Hugtakið eulogy er nú aðallega notað um útfararræður eða eftirmæli.

Af þessu má sjá hvaða áhrif stjórnarfar getur haft á einstakar bókmenntagreinar. Fyrr á tíð þegar einveldi var víða við lýði tíðkaðist að flytja lofkvæði eða lofræður um tignarfólk sem gegndi valdamiklum embættum, sér í lagi um einvaldana sjálfa. Nú eru lofræður helst fluttar um þá sem annað hvort falla frá eða láta af sínum embættum.

Heimildir:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Egils saga. (Skoðað 5.12.2014).

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.12.2014

Spyrjandi

Sigvaldi Ágúst Guðmundsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru lofkvæði?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2014, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68721.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2014, 5. desember). Hvað eru lofkvæði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68721

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað eru lofkvæði?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2014. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68721>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru lofkvæði?
Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði.

Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merkir hirð. Egill Skallagrímsson er fyrsti Íslendingurinn sem orti lofkvæði um höfðingja, það er Höfuðlausn. Eins og fram kemur í Egils sögu var það þekkt að skáld ortu lofkvæði um konunga. Arinbjörn gefur Agil þetta ráð til bjargar lífi hans:

Nú vil eg það ráð gefa, að þú vakir í nótt og yrkir lofkvæði um Eirík konung; þætti mér þá vel, ef það yrði drápa tvítug og mættir þú kveða á morgun, er við komum fyrir konung. Svo gerði Bragi, frændi minn, þá er hann varð fyrir reiði Bjarnar Svíakonungs, að hann orti drápu tvítuga um hann eina nótt og þá þar fyrir höfuð sitt; nú mætti vera, að vér bærum gæfu til við konung, svo að þér kæmi það í frið við konung.

Egill Skallagrímsson orti Höfuðlausn um Eirík blóðöx (d. 954). Á myndinni sést peningur Eiríks blóðaxar, á honum stendur Eric Rex eða Eiríkur konungur.

Lofkvæði um konunga eiga sér fornar rætur, bæði með germönskum þjóðum og öðrum.

Erlend hugtök yfir lofkvæði eru 'panegyric' og 'eulogy'. Þau geta bæði merkt lofkvæði og lofræða. Hugtakið eulogy er nú aðallega notað um útfararræður eða eftirmæli.

Af þessu má sjá hvaða áhrif stjórnarfar getur haft á einstakar bókmenntagreinar. Fyrr á tíð þegar einveldi var víða við lýði tíðkaðist að flytja lofkvæði eða lofræður um tignarfólk sem gegndi valdamiklum embættum, sér í lagi um einvaldana sjálfa. Nú eru lofræður helst fluttar um þá sem annað hvort falla frá eða láta af sínum embættum.

Heimildir:
  • Jakob Benediktsson (ritstj.), Hugtök og heiti í bókmenntafræði, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 1983.
  • Egils saga. (Skoðað 5.12.2014).

Mynd:

...