Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?

Jón Már Halldórsson

Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 þúsund árum.

Nokkrar stórvaxnar kattartegundir hurfu við lok síðustu ísaldar og má þar fyrst nefna hellisljónið (Panthera leo spelaea). Sem stendur er það flokkað sem deilitegund ljónsins (Panthera leo) en sumir fræðimenn vilja þó meina að það sé sér tegund, Panthera spelaea.



Hér sést hvernig listamaðurinn Heinrich Harder sér fyrir sér að hellisljónið hafi litið út.

Hellisljónið er talið vera stærsta kattardýr sem lifað hefur á jörðinni. Það vó milli 350 og 420 kg og hélt einkum til á túndrusvæðum við rætur ísaldarjökulsins um miðja Evrópu og Asíu. Þar mátti einnig finna stórvaxnar jurtaætur sem voru helsta fæða hellisljónsins. Hellamálverk af þessum stórvöxnu ljónum hafa fundist víða í Evrópu og hafa þau gefið náttúrufræðingum dýrmætar heimildir um útlit dýranna. Við þær miklu breytingar sem urðu á veðurfari við lok síðasta jökulskeiðs hurfu stórvaxnar bráðir hellisljónsins, skógar breiddust út og kjörsvæðum hellisljónsins fækkaði. Vísindamenn telja að einangraðir stofnar hafi þó lifað á Balkanskaga og ekki dáið út fyrr en fyrir um 2000 árum.

Á svipuðum tíma voru ljón í Norður-Ameríku, svo kölluð amerísk ljón (Panthera atrox), sem talin eru hafa lifað við svipaðar aðstæður og hellisljónið í Evrasíu. Þetta voru túndru- og gresjudýr sem líklega veiddu í hópum líkt og ljón nú á dögum gera. Helsta bráð þeirra voru stórir grasbítar sem lifðu á þessum svæðum í Norður-Ameríku, svo sem villihestar og ungir mammútar. Talið er að amerísku ljónin hafi upphaflega borist frá Asíu þegar landbrú lá frá Síberíu yfir Beringssundið og yfir á svæði í Norður-Ameríku sem nefndist Beringía. Flestar leifar ameríska ljónsins er að finna í Júkon í Alaska, en þar er talið að hafi verið túndrusvæði í skjóli jökulsins með gnægð af veiðidýrum.



Þessa beinagrind af sverðketti er að finna á náttúrugripasafni í Washington í Bandaríkjunum.

Þekktastir útdauðra ísaldarkatta eru sennilega kettir af Smilodon-ættkvíslinni eða sverðkettir. Þessi kattardýr fundust í Ameríku, en líkt og ofantaldir ættingjar þeirra lifðu þau ekki af þær breytingar sem urðu á vistkerfinu við lok ísaldar. Þrjár tegundir tilheyrðu þessari ættkvísl og dóu þær út á svipuðum tíma. Nánar má lesa um sverðketti í svari sama höfundar við spurningunni: Hvers vegna dó sverðkötturinn út?

Nýlega fundust leifar af áður óþekktri tegund jagúars í miðríkjum Bandaríkjanna. Þessar menjar benda til þess að hann hafi verið á stærð við afrískt ljón og því talsvert stærri en núlifandi jagúar (Panthera onca). Lítið er ennþá vitað um þessa tegund.

Kattardýrin sem dóu út við lok síðustu ísaldar voru öll stórvaxin, enda voru þau aðlöguð að kaldri veðráttu og veiddu stóra grasbíta sem lifðu á túndru- og gresjusvæðum sem þá voru útbreidd. Við veðurfarsbreytingarnar sem urðu við lok ísaldarinnar fækkaði þessum svæðum mikið og þar með einnig hinum stórvöxnu grasbítum sem á þeim lifðu. Í kjölfarið fór að halla undan fæti hjá ísaldarköttunum.

Smærri kattardýr áttu auðveldara með að laga sig að breyttum aðstæðum og vegnaði því betur. Útbreiðsla þeirra jókst því til muna og þá sérstaklega hjá þeim tegundum sem lifðu í skóglendi eins og tígrisdýr (Panthera tigris), hlébarðar (Panthera pardus) og gaupur (Lynx spp.), en skógar breiddust út í kjölfar hlýnandi veðurfars.

Mikið hefur verið skrifað um kattardýr á Vísindavefnum og má finna fleiri svör með því að nota leitarvélina,

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.10.2007

Spyrjandi

Egill Gunnarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?“ Vísindavefurinn, 29. október 2007, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6873.

Jón Már Halldórsson. (2007, 29. október). Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6873

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2007. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6873>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?
Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 10 þúsund árum.

Nokkrar stórvaxnar kattartegundir hurfu við lok síðustu ísaldar og má þar fyrst nefna hellisljónið (Panthera leo spelaea). Sem stendur er það flokkað sem deilitegund ljónsins (Panthera leo) en sumir fræðimenn vilja þó meina að það sé sér tegund, Panthera spelaea.



Hér sést hvernig listamaðurinn Heinrich Harder sér fyrir sér að hellisljónið hafi litið út.

Hellisljónið er talið vera stærsta kattardýr sem lifað hefur á jörðinni. Það vó milli 350 og 420 kg og hélt einkum til á túndrusvæðum við rætur ísaldarjökulsins um miðja Evrópu og Asíu. Þar mátti einnig finna stórvaxnar jurtaætur sem voru helsta fæða hellisljónsins. Hellamálverk af þessum stórvöxnu ljónum hafa fundist víða í Evrópu og hafa þau gefið náttúrufræðingum dýrmætar heimildir um útlit dýranna. Við þær miklu breytingar sem urðu á veðurfari við lok síðasta jökulskeiðs hurfu stórvaxnar bráðir hellisljónsins, skógar breiddust út og kjörsvæðum hellisljónsins fækkaði. Vísindamenn telja að einangraðir stofnar hafi þó lifað á Balkanskaga og ekki dáið út fyrr en fyrir um 2000 árum.

Á svipuðum tíma voru ljón í Norður-Ameríku, svo kölluð amerísk ljón (Panthera atrox), sem talin eru hafa lifað við svipaðar aðstæður og hellisljónið í Evrasíu. Þetta voru túndru- og gresjudýr sem líklega veiddu í hópum líkt og ljón nú á dögum gera. Helsta bráð þeirra voru stórir grasbítar sem lifðu á þessum svæðum í Norður-Ameríku, svo sem villihestar og ungir mammútar. Talið er að amerísku ljónin hafi upphaflega borist frá Asíu þegar landbrú lá frá Síberíu yfir Beringssundið og yfir á svæði í Norður-Ameríku sem nefndist Beringía. Flestar leifar ameríska ljónsins er að finna í Júkon í Alaska, en þar er talið að hafi verið túndrusvæði í skjóli jökulsins með gnægð af veiðidýrum.



Þessa beinagrind af sverðketti er að finna á náttúrugripasafni í Washington í Bandaríkjunum.

Þekktastir útdauðra ísaldarkatta eru sennilega kettir af Smilodon-ættkvíslinni eða sverðkettir. Þessi kattardýr fundust í Ameríku, en líkt og ofantaldir ættingjar þeirra lifðu þau ekki af þær breytingar sem urðu á vistkerfinu við lok ísaldar. Þrjár tegundir tilheyrðu þessari ættkvísl og dóu þær út á svipuðum tíma. Nánar má lesa um sverðketti í svari sama höfundar við spurningunni: Hvers vegna dó sverðkötturinn út?

Nýlega fundust leifar af áður óþekktri tegund jagúars í miðríkjum Bandaríkjanna. Þessar menjar benda til þess að hann hafi verið á stærð við afrískt ljón og því talsvert stærri en núlifandi jagúar (Panthera onca). Lítið er ennþá vitað um þessa tegund.

Kattardýrin sem dóu út við lok síðustu ísaldar voru öll stórvaxin, enda voru þau aðlöguð að kaldri veðráttu og veiddu stóra grasbíta sem lifðu á túndru- og gresjusvæðum sem þá voru útbreidd. Við veðurfarsbreytingarnar sem urðu við lok ísaldarinnar fækkaði þessum svæðum mikið og þar með einnig hinum stórvöxnu grasbítum sem á þeim lifðu. Í kjölfarið fór að halla undan fæti hjá ísaldarköttunum.

Smærri kattardýr áttu auðveldara með að laga sig að breyttum aðstæðum og vegnaði því betur. Útbreiðsla þeirra jókst því til muna og þá sérstaklega hjá þeim tegundum sem lifðu í skóglendi eins og tígrisdýr (Panthera tigris), hlébarðar (Panthera pardus) og gaupur (Lynx spp.), en skógar breiddust út í kjölfar hlýnandi veðurfars.

Mikið hefur verið skrifað um kattardýr á Vísindavefnum og má finna fleiri svör með því að nota leitarvélina,

Heimildir og myndir:...