Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:07 • Sest 03:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:25 í Reykjavík

Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?

Steinunn J. Kristjánsdóttir

Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól:

Upp á stól
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.
(og ekki: Uppá hól
stend ég og kanna!)

Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskonar borð eða skenkur, sem stóð úti á gólfi. Síðari tíma könnustólar standa yfirleitt uppi við vegg en gegna sama hlutverki: Þar í og á standa könnur og önnur borðáhöld. Fornsalar á Norðurlöndum selja núna gamla könnustóla fyrir metfé.

Könnustóls er meðal annars getið í úttekt á klaustrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal frá 1570, skömmu eftir að því var lokað. Eru þar talin upp í Stórustofu margir innanstokksmunir; fjögur borð og tvö forsæti – og könnustóll.

Könnustóll í einu af bryggjuhúsunum í Björgvin í Noregi. Þetta er í betristofu kaupmanna og þar inni fjögur borð og þrjú forsæti ekki ólíkt því sem sagt er í úttektinni frá Möðruvöllum.

Á könnustól voru að sjálfsögðu ölkönnur þegar gleðskapur var og drykkja. Bræðurnir á Möðruvöllum brenndu í ölæði ofan af sér klaustrið með öllu árið árið 1316. Fór þar fyrsti könnustóllinn þeirra? Eftir brunann hafa þeir þó getað staðið „uppá hól og kannað“ brunarústina.

Mynd:


Þetta svar er fengið af Facebook síðunni Klaustur á Íslandi - Monasticism in Iceland og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur lítillega verið lagaður að Vísindavefnum.

Höfundur

Steinunn J. Kristjánsdóttir

prófessor í fornleifafræði

Útgáfudagur

16.12.2014

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Steinunn J. Kristjánsdóttir. „Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?“ Vísindavefurinn, 16. desember 2014. Sótt 3. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=68775.

Steinunn J. Kristjánsdóttir. (2014, 16. desember). Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68775

Steinunn J. Kristjánsdóttir. „Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?“ Vísindavefurinn. 16. des. 2014. Vefsíða. 3. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68775>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?
Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól:

Upp á stól
stendur mín kanna;
níu nóttum fyrir jól,
þá kem ég til manna.
(og ekki: Uppá hól
stend ég og kanna!)

Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskonar borð eða skenkur, sem stóð úti á gólfi. Síðari tíma könnustólar standa yfirleitt uppi við vegg en gegna sama hlutverki: Þar í og á standa könnur og önnur borðáhöld. Fornsalar á Norðurlöndum selja núna gamla könnustóla fyrir metfé.

Könnustóls er meðal annars getið í úttekt á klaustrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal frá 1570, skömmu eftir að því var lokað. Eru þar talin upp í Stórustofu margir innanstokksmunir; fjögur borð og tvö forsæti – og könnustóll.

Könnustóll í einu af bryggjuhúsunum í Björgvin í Noregi. Þetta er í betristofu kaupmanna og þar inni fjögur borð og þrjú forsæti ekki ólíkt því sem sagt er í úttektinni frá Möðruvöllum.

Á könnustól voru að sjálfsögðu ölkönnur þegar gleðskapur var og drykkja. Bræðurnir á Möðruvöllum brenndu í ölæði ofan af sér klaustrið með öllu árið árið 1316. Fór þar fyrsti könnustóllinn þeirra? Eftir brunann hafa þeir þó getað staðið „uppá hól og kannað“ brunarústina.

Mynd:


Þetta svar er fengið af Facebook síðunni Klaustur á Íslandi - Monasticism in Iceland og birt með góðfúslegu leyfi. Textinn hefur lítillega verið lagaður að Vísindavefnum.

...