Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver er tilurð frasans „sama og þegið“ og hvers vegna er hann notaður þegar eitthvað er afþakkað?

Orðasambandið sama og þegið er notað í kurteisisskyni þegar einhverju er hafnað. Dæmi finnast á timarit.is frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmið þar er frá 1937 úr blaðinu Fálkanum sem var skemmtirit. Það er úr þýðingu á leynilögreglusögu. Sögumanni var boðið viskí en afþakkaði:

En jeg hefi aldrei verið hrifinn af wiskyinu sem lögreglumenn drekka, svo að jeg sagði: „Nei, þökk – það er sama og þegið.“

Elsta dæmið á timarit.is um orðasambandið 'sama og þegið' er úr þýðingu á leynilögreglusögu frá 1937. Þar er sögumanni boðið viskí en hann afþakkar með því að segja 'sama og þegið'.

Ef til vill er um að ræða aðlögun að danska orðatiltækinu „ellers tak“ sem notað er á sama hátt. Þjóðverjar nota við sömu aðstæður og segja kurteislega „Danke“ sem þýðir „nei takk“.

Mynd:

Útgáfudagur

20.2.2015

Spyrjandi

Þorsteinn Davíð Stefánsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2015. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=68836.

Guðrún Kvaran. (2015, 20. febrúar). Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68836

Guðrún Kvaran. „Af hverju segjum við „sama og þegið“ þegar við afþökkum eitthvað?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2015. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68836>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.