Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam ReynisdóttirJá, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök. Löghyggja er einnig nefnd vélhyggja eða nauðhyggja. Samkvæmt henni gerist allt af nauðsyn og heimurinn gengur fyrir vélrænum lögmálum. Löghyggja kom fyrst fram á Vesturlöndum í eindakenningu Demókrítosar og Levkipposar, en um hinn fyrrnefnda og löghyggju er hægt að lesa meira í fróðlegu svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?

Samkvæmt löghyggju gengur heimurinn fyrir vélrænum lögmálum. Eitt leiðir óhjákvæmilega af öðru, rétt eins og snúningur eins tannhjóls knýr annað af stað.
- File:Storckensohn cog wheels closeup.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 12.01.2015).