Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?

JGÞ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam Reynisdóttir

Já, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök.

Löghyggja er einnig nefnd vélhyggja eða nauðhyggja. Samkvæmt henni gerist allt af nauðsyn og heimurinn gengur fyrir vélrænum lögmálum.

Löghyggja kom fyrst fram á Vesturlöndum í eindakenningu Demókrítosar og Levkipposar, en um hinn fyrrnefnda og löghyggju er hægt að lesa meira í fróðlegu svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?

Samkvæmt löghyggju gengur heimurinn fyrir vélrænum lögmálum. Eitt leiðir óhjákvæmilega af öðru, rétt eins og snúningur eins tannhjóls knýr annað af stað.

Frelsi viljans er hins vegar hið gagnstæða. Með því er átt við að menn hafi raunverulegt frelsi til að gera annað en þeir gera. Það er, að athafnir manna og gjörðir séu ekki fyrirfram ákveðnar af nauðsyn heldur hefðu þeir getað breytt öðruvísi.

Til að einfalda svarið enn frekar og setja það í eitthvað samhengi þá mætti líka svara spurningunni svona: Samkvæmt löghyggju er það óhjákvæmilegt að þú hafir ákveðið að spyrja Vísindavefinn þessarar spurningar og það er líka óhjákvæmilegt að einmitt þetta svar hafi borist við spurningunni.

En ef við álítum að menn hafi frjálsan vilja þá hefði bæði spyrjandi og höfundur svarsins getað gert annað en þau gerðu.

Um þessi efni er fjallað í mörgum svörum á Vísindavefnum og bendum við spyrjanda á að kynna sér sérstaklega svör við spurningunum Er hægt að tala um frjálsan vilja?, Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út? og Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.1.2015

Spyrjandi

Tinna Mirjam Reynisdóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2015, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68933.

JGÞ. (2015, 13. janúar). Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68933

JGÞ. „Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2015. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68933>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam Reynisdóttir

Já, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök.

Löghyggja er einnig nefnd vélhyggja eða nauðhyggja. Samkvæmt henni gerist allt af nauðsyn og heimurinn gengur fyrir vélrænum lögmálum.

Löghyggja kom fyrst fram á Vesturlöndum í eindakenningu Demókrítosar og Levkipposar, en um hinn fyrrnefnda og löghyggju er hægt að lesa meira í fróðlegu svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hver var hugsuðurinn Demókrítos og hvað gerði hann?

Samkvæmt löghyggju gengur heimurinn fyrir vélrænum lögmálum. Eitt leiðir óhjákvæmilega af öðru, rétt eins og snúningur eins tannhjóls knýr annað af stað.

Frelsi viljans er hins vegar hið gagnstæða. Með því er átt við að menn hafi raunverulegt frelsi til að gera annað en þeir gera. Það er, að athafnir manna og gjörðir séu ekki fyrirfram ákveðnar af nauðsyn heldur hefðu þeir getað breytt öðruvísi.

Til að einfalda svarið enn frekar og setja það í eitthvað samhengi þá mætti líka svara spurningunni svona: Samkvæmt löghyggju er það óhjákvæmilegt að þú hafir ákveðið að spyrja Vísindavefinn þessarar spurningar og það er líka óhjákvæmilegt að einmitt þetta svar hafi borist við spurningunni.

En ef við álítum að menn hafi frjálsan vilja þá hefði bæði spyrjandi og höfundur svarsins getað gert annað en þau gerðu.

Um þessi efni er fjallað í mörgum svörum á Vísindavefnum og bendum við spyrjanda á að kynna sér sérstaklega svör við spurningunum Er hægt að tala um frjálsan vilja?, Gerist það sama aftur ef allar aðstæður verða aftur þær sömu? Er þá ekki allt ákveðið fyrir fram og hægt að reikna það út? og Berum við ábyrgð á eigin gerðum ef hægt er að spá fyrir um þær?

Mynd:

...