Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hversu gamalt er orðið verkfall?

Jón Hilmar Jónsson

Verkföll í nútímaskilningi eru samofin baráttu verkafólks og annarra launþega fyrir bættum kjörum, sem mótaðist með stofnun og starfi verkalýðsfélaga í iðnríkjum Vesturlanda á 19. öld. Orðið verkfall sem heiti á þessari baráttuaðferð kemur fram í rituðum heimildum seint á 19. öld ef marka má ritmálssafn Orðabókar Háskólans
 • Vinnukonur á Englandi hafa oft gert samtök til að hætta vinnu um stundarsakir (verkföll).
 • Alstaðar reynir almenningur, eptir því sem hann mennist meira, að ná vildari vinnukjörum. Af þessu koma hin sífelldu verkföll erlendis.
 • Gjöra þá verkamenn verkfall og neita að vinna, nema kaup sé hækkað.

Þetta orð er þó ekki einrátt fyrst í stað því um þessa athöfn var einnig haft orðið skrúfa, sem er beint tökuorð úr dönsku (skrue):
 • Skrúfur kalla menn það erlendis, þegar verkalýður tekur sig [ [...]] saman um að neita að halda áfram einhverju starfi, til að fá meiri laun.
 • 20 verksmiðjueigendr í Calais hafa gert ,,skrúfu`` móti verkmönnum sínum.

Þriðja orðið um hugtakið, sem fram kemur í lok 19. aldar, er svo stræka, sem vísast er einnig fengið úr dönsku en á uppruna sinn í ensku (strike):

 • strækur eða skrúfur hafa híngað til verið vestar og voðalegastar hjá ósameinuðum eða hálfsameinuðum verkalýð.

Þekktara og lífseigara afbrigði síðastnefnda orðsins er karlkynsorðið strækur:

 • Þar útgerðin ber sig býsna vel, --- / bankarnir hjálpa í líf og hel. / --- Strækur þekkist ei þar.

Loks er að nefna orðið vinnustöðvun, sem dæmi eru um frá fyrsta þriðjungi 20. aldar:

 • Eftir það varð engin vinnustöðvun sunnanlands á árinu.

Orðið stræka eða strækur í merkingunni verkfall kemur úr dönsku sem aftur hefur fengið það úr ensku - strike.

Það má líta svo á að orðið verkfall hafi býsna gagnsæja merkingu og eðlilegt er að álykta að orðið hafi í upphafi verið myndað til að tákna það hugtak sem hér er til umræðu. En svo er ekki því að orðið á sér eldri sögu og aðra merkingu, sem varla verður lengur vart í nútímamáli. Í Íslenskri orðabók er skýringin á þessari merkingu "það að vinna fellur niður eða hlé verður á verki". Eftirfarandi dæmi úr Ritmálssafni Orðabókarinnar eru frá 19. öld (þar eru önnur eldri dæmi um sömu merkingu, hin elstu frá 17. öld):

 • að þeir baki sér hvorki verkfall, tímaspilli né kostnað með því að sækja fundi.
 • ætti jafnframt að hafa hliðsjón af hinu svokallaða óbeina tjóni, verkfalli, o.s.frv. er af jarðskjálftunum leiddi.

Þessari merkingu bregður enn fyrir í ritheimildum frá miðri 20. öld:

 • en bóndi stakk því [::plagginu] í vasa sinn, ekki dugði að láta fjallskilaboðið valda verkfalli.
 • Þeim varð verkfall af að sjá gangandi mann.

Sú merking sem hér um ræðir er ekki síður gagnsæ en sú sem nú er ráðandi. Athyglisvert er hvernig merking orðsins verkfall hefur þróast og mótast. Upphaflega er vísað til þess að verk tefjist eða falli niður af einhverjum ástæðum, án ásetnings af hálfu þess sem verkið vinnur. Í yngri merkingu orðsins er sá ásetningur hins vegar fyrir hendi. Hér hefur því í upphafi verið valið mildilegt orð um baráttuaðgerðir verkalýðsins, hvort sem í því efni hefur ráðið ásetningur þeirra sem þar réðu för eða ekki.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Jón Hilmar Jónsson

rannsóknarprófessor á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

19.1.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Hilmar Jónsson. „Hversu gamalt er orðið verkfall?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2015. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68955.

Jón Hilmar Jónsson. (2015, 19. janúar). Hversu gamalt er orðið verkfall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68955

Jón Hilmar Jónsson. „Hversu gamalt er orðið verkfall?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2015. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68955>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu gamalt er orðið verkfall?
Verkföll í nútímaskilningi eru samofin baráttu verkafólks og annarra launþega fyrir bættum kjörum, sem mótaðist með stofnun og starfi verkalýðsfélaga í iðnríkjum Vesturlanda á 19. öld. Orðið verkfall sem heiti á þessari baráttuaðferð kemur fram í rituðum heimildum seint á 19. öld ef marka má ritmálssafn Orðabókar Háskólans

 • Vinnukonur á Englandi hafa oft gert samtök til að hætta vinnu um stundarsakir (verkföll).
 • Alstaðar reynir almenningur, eptir því sem hann mennist meira, að ná vildari vinnukjörum. Af þessu koma hin sífelldu verkföll erlendis.
 • Gjöra þá verkamenn verkfall og neita að vinna, nema kaup sé hækkað.

Þetta orð er þó ekki einrátt fyrst í stað því um þessa athöfn var einnig haft orðið skrúfa, sem er beint tökuorð úr dönsku (skrue):
 • Skrúfur kalla menn það erlendis, þegar verkalýður tekur sig [ [...]] saman um að neita að halda áfram einhverju starfi, til að fá meiri laun.
 • 20 verksmiðjueigendr í Calais hafa gert ,,skrúfu`` móti verkmönnum sínum.

Þriðja orðið um hugtakið, sem fram kemur í lok 19. aldar, er svo stræka, sem vísast er einnig fengið úr dönsku en á uppruna sinn í ensku (strike):

 • strækur eða skrúfur hafa híngað til verið vestar og voðalegastar hjá ósameinuðum eða hálfsameinuðum verkalýð.

Þekktara og lífseigara afbrigði síðastnefnda orðsins er karlkynsorðið strækur:

 • Þar útgerðin ber sig býsna vel, --- / bankarnir hjálpa í líf og hel. / --- Strækur þekkist ei þar.

Loks er að nefna orðið vinnustöðvun, sem dæmi eru um frá fyrsta þriðjungi 20. aldar:

 • Eftir það varð engin vinnustöðvun sunnanlands á árinu.

Orðið stræka eða strækur í merkingunni verkfall kemur úr dönsku sem aftur hefur fengið það úr ensku - strike.

Það má líta svo á að orðið verkfall hafi býsna gagnsæja merkingu og eðlilegt er að álykta að orðið hafi í upphafi verið myndað til að tákna það hugtak sem hér er til umræðu. En svo er ekki því að orðið á sér eldri sögu og aðra merkingu, sem varla verður lengur vart í nútímamáli. Í Íslenskri orðabók er skýringin á þessari merkingu "það að vinna fellur niður eða hlé verður á verki". Eftirfarandi dæmi úr Ritmálssafni Orðabókarinnar eru frá 19. öld (þar eru önnur eldri dæmi um sömu merkingu, hin elstu frá 17. öld):

 • að þeir baki sér hvorki verkfall, tímaspilli né kostnað með því að sækja fundi.
 • ætti jafnframt að hafa hliðsjón af hinu svokallaða óbeina tjóni, verkfalli, o.s.frv. er af jarðskjálftunum leiddi.

Þessari merkingu bregður enn fyrir í ritheimildum frá miðri 20. öld:

 • en bóndi stakk því [::plagginu] í vasa sinn, ekki dugði að láta fjallskilaboðið valda verkfalli.
 • Þeim varð verkfall af að sjá gangandi mann.

Sú merking sem hér um ræðir er ekki síður gagnsæ en sú sem nú er ráðandi. Athyglisvert er hvernig merking orðsins verkfall hefur þróast og mótast. Upphaflega er vísað til þess að verk tefjist eða falli niður af einhverjum ástæðum, án ásetnings af hálfu þess sem verkið vinnur. Í yngri merkingu orðsins er sá ásetningur hins vegar fyrir hendi. Hér hefur því í upphafi verið valið mildilegt orð um baráttuaðgerðir verkalýðsins, hvort sem í því efni hefur ráðið ásetningur þeirra sem þar réðu för eða ekki.

Heimildir og mynd:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

...