Sólin Sólin Rís 03:29 • sest 23:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:35 • Sest 09:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:07 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:33 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?

Jón Már Halldórsson

Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur.

Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psocus sem merkir að mylja eða mala og pteron sem þýðir vængur. Fornt heiti þeirra er bóklús, en það vísar til þess að þær finnast iðulega í gömlum bókum og lifa þar á lími sem notað er við bókböndin. Hér á landi hafa þær ýmist gengið undir nöfnum á borð við ryklýs, bóklýs og skræðulýs.Ryklýs geta verið bæði vængjaðar og vænglausar.

Psocoptera er forn hópur skordýra sem talinn er að hafi komið fram fyrir rúmum 275 milljónum ára síðan. Nú þekkjast rúmlega 5.500 tegundir í 41 ætt og þremur undirættbálkum.

Hér á landi eru nokkrar tegundir ryklúsa afar algengar í húsum. Sökum þess hve smáar þær eru verður fólk ekki vart við þær nema fjöldinn verði þeim mun meiri.

Ryklýs halda sig oftast þar sem dimmt er og rakt, einkum í kjöllurum og við útveggi. Þær lifa þar einkum á myglusveppum en sækja einnig í sterkjurík matvæli. Oftast eru þær í gömlum húsum þar sem raki er viðvarandi, en finnast einnig í nýbyggingum þegar raki er enn viðloðandi steypu. Þegar steypan þornar dregur venjulega úr fjöldanum. Tjón af völdum ryklúsa er afar lítið en þar sem mörgum er ekki vel við skordýr þá kann tjónið að vera sálrænt frekar en veraldlegt eða heilsufarslegt.

Þar sem kjölskilyrði eru til staðar fyrir ryklúsina getur fjöldi þeirra margfaldast mjög hratt, enda geta þær orpið eggjum aðeins mánuði eftir að þær klekjast út.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Christopher O'Toole. 2002. Firefly Encyclopedia of Insects and Spiders..
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson. 1989. Pöddur. Rit landverndar, nr. 9. Oddi.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.11.2007

Spyrjandi

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2007. Sótt 29. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6911.

Jón Már Halldórsson. (2007, 16. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um ryklýs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6911

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2007. Vefsíða. 29. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6911>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um ryklýs?
Ryklýs (Psocoptera) eru smávaxin skordýr um það bil 1-10 mm á lengd, ljósleit með mjúkan líkama. Bæði þekkjast vængjaðar og vænglausar tegundir. Fálmarar þeirra eru langir og margliða og hjá sumum tegundum hefur myndast sérstakur bitmunnur.

Latneska heitið Psocoptera er komið úr grísku og dregið af orðunum psocus sem merkir að mylja eða mala og pteron sem þýðir vængur. Fornt heiti þeirra er bóklús, en það vísar til þess að þær finnast iðulega í gömlum bókum og lifa þar á lími sem notað er við bókböndin. Hér á landi hafa þær ýmist gengið undir nöfnum á borð við ryklýs, bóklýs og skræðulýs.Ryklýs geta verið bæði vængjaðar og vænglausar.

Psocoptera er forn hópur skordýra sem talinn er að hafi komið fram fyrir rúmum 275 milljónum ára síðan. Nú þekkjast rúmlega 5.500 tegundir í 41 ætt og þremur undirættbálkum.

Hér á landi eru nokkrar tegundir ryklúsa afar algengar í húsum. Sökum þess hve smáar þær eru verður fólk ekki vart við þær nema fjöldinn verði þeim mun meiri.

Ryklýs halda sig oftast þar sem dimmt er og rakt, einkum í kjöllurum og við útveggi. Þær lifa þar einkum á myglusveppum en sækja einnig í sterkjurík matvæli. Oftast eru þær í gömlum húsum þar sem raki er viðvarandi, en finnast einnig í nýbyggingum þegar raki er enn viðloðandi steypu. Þegar steypan þornar dregur venjulega úr fjöldanum. Tjón af völdum ryklúsa er afar lítið en þar sem mörgum er ekki vel við skordýr þá kann tjónið að vera sálrænt frekar en veraldlegt eða heilsufarslegt.

Þar sem kjölskilyrði eru til staðar fyrir ryklúsina getur fjöldi þeirra margfaldast mjög hratt, enda geta þær orpið eggjum aðeins mánuði eftir að þær klekjast út.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Christopher O'Toole. 2002. Firefly Encyclopedia of Insects and Spiders..
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson. 1989. Pöddur. Rit landverndar, nr. 9. Oddi.
...