Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?

Landlæknisembættið

Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki vegna sóðaskaps.

Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu, með þeim aðferðum sem ráðlagðar eru hér á eftir, til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra.



Svona lítur höfuðlúsin út í víðsjá.

Einnig er vert að minna á að frá árinu 1999 hefur höfuðlús verið skráningarskyldur sjúkdómur. Heilsugæslustöðvar, hver á sínu svæði, og skólahjúkrunarfræðingar safna upplýsingum um lúsasmit og senda til sóttvarnalæknis Landlæknisembættisins einu sinni í mánuði. Almenningur er því beðinn um að tilkynna lúsasmit til sinnar Heilsugæslustöðvar eða skólahjúkrunarfræðings.

Lífsferill

Fullorðin höfuðlús er 2-3 millimetrar að stærð (svipað og sesamfræ), gráhvít eða ljósbrún á lit. Lífsferill hennar hefst í eggi sem kallað er nit. Á sex til tíu dögum klekst út úr nitinni pínulítil unglús (nymph), sem á 9-12 dögum þroskast og verður að fullorðinni karl- eða kvenlús. Fullorðnar lýs maka sig aðeins einu sinni og innan 24 klukkustunda frá mökun byrjar kvenlúsin að verpa og festa nitina á hár.

Lúsin hefur sex fætur og sérhannaðar klær sem auðvelda henni að komast um í hárinu. Lúsiðn getur skriðið 6-30 cm á mínútu en getur ekki flogið, stokkið né synt. Lífslengd lúsa er allt að 30 dagar, en ef þær detta úr hárinu og lenda fjarri hlýjum, rökum og blóðríkum hársverðinum, veslast þær upp og deyja á 15-20 klukkustundum.

Nit – lúsaregg

Egg lúsa kallast nit og getur kvendýrið verpt allt að tíu eggjum á dag. Hún "límir" þau við höfuðhár um það bil 1 cm frá hársverði með sérstöku efni sem hún framleiðir. Til þess að þau klekist út þarf hitinn að vera um 22 °C.

Höfuðlúsin hefur plagað mannkynið öldum saman. Hér sýnir verk Andries Both frá árinu 1630 hvernig lúsaleit var gerð við kertaljós.

Nit er um það bil 0,8 mm löng og sést með berum augum. Hún getur litið út eins og flasa en ólíkt flösu er nitin föst í hárinu. Þegar lúsin hefur klakist út sitja tóm egghylki áfram í hárinu og erfitt getur verið að sjá hvort þau eru full eða tóm. Ef þau eru hins vegar langt frá hársverðinum er líklegt að þau séu tóm eða lúsin í þeim dauð. Algengast er að finna nit í hárinu ofan við eyrun og við hárlínuna aftan á hnakkanum. Ekki er hægt að smitast af lús með nitinni.

Smitleiðir

Lúsin getur farið á milli hausa ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að hún geti skriðið á milli, en lúsin getur hvorki stokkið, flogið né synt.

Höfuðlús sem fallið hefur úr höfði og út í umhverfi verður strax löskuð og veikburða og getur þar af leiðandi ekki skriðið á annað höfuð og sest þar að. Þess vegna er talið að smit með fatnaði og innanstokksmunum sé afar ólíklegt. Það er þó ekki hægt að útiloka að greiður, burstar, húfur og þess háttar, sem notað er af fleiri en einum innan stutts tíma, geti hugsanlega borið smit á milli.

Einkenni smits

Tveir af hverjum þremur sem smitaðir eru af höfuðlús hafa engin einkenni. Einn af hverjum þremur fær kláða. Kláðinn stafar af ofnæmi sem myndast með tímanum (frá nokkrum vikum að þremur mánuðum) gegn munnvatni lúsarinnar. Lúsin spýtir munnvatninu í hársvörðinn þegar hún sýgur blóð. Kláðinn getur orðið mikill og húðin roðnað og bólgnað þegar viðkomandi klórar sér. Í einhverjum tilfellum geta myndast sár sem sýking getur komist í.

Greining

Leita þarf að lús í hárinu með nákvæmri skoðun, en það er best gert með kembingu með lúsakambi yfir hvítum fleti eða spegli. Nauðsynlegt er að hafa góða birtu. Mörgum finnst þægilegra að kemba blautt hár sem í er hárnæring (sjá nánari lýsingu um kembingu) en öðrum finnst þægilegra að kemba hárið þurrt. Finnist lús, jafnvel bara ein, er það merki um að viðkomandi er með höfuðlús og þarf meðferð með lúsadrepandi efni.



Nauðsynlegt er að eiga lúsakamb til að kemba hár í lúsaleit.

Meðferð við höfuðlús

Ef lús finnst í hárinu er mælt með að setja efni í hárið sem drepur lúsina og endurtaka þá meðferð þegar 7 dagar eru liðnir frá fyrstu meðferð. Nokkur lúsadrepandi efni eru seld í íslenskum lyfjaverslunum án lyfseðils, til dæmis:
  • Malathion-húðlausn 5 mg/ml í ísóprópýl alkóhóli (Prioderm®)
  • Malathion-hársápa 10 mg/ml (Prioderm®)
  • Permethrinum-hársápa 10 mg/ml (Nix®)
  • Húðfleyti með dísúlfram 2 g og bensýlbensoat 22,5 g í 100 g (Tenutex®)

Mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um notkun efnanna. Fyrir einstaklinga með astma, exem, rofna húð og börn yngri en 2 ára skal nota vatnslausnir efnanna. Fyrir heilbrigða einstaklinga frá 2 ára aldri er hins vegar áhrifaríkast að nota alkahóllausnir efnanna.

Einnig er vert að hafa í huga að efni sem sett eru í blautt hárið og höfð í stuttan tíma, svo sem hársápur, hafa ekki reynst eins vel og geta stuðlað að myndun ónæmis lúsarinnar gegn viðkomandi efni. Ekki er heldur vert að nota fyrirbyggjandi meðferð við höfuðlús því það getur aukið líkurnar á myndun ónæmis gegn lyfjunum.

Samhliða efnameðferð skal kemba hárið með lúsakambi daginn eftir að lúsameðalið var sett í hárið og kemba síðan hárið að minnsta kosti fjórum sinnum næstu tvær vikur. Ef meðferð á að skila árangri, og til að komið sé í veg fyrir endursmit, þarf að skoða aðra heimilismenn og nána vini til að kanna hvort þeir séu með lús.

Nauðsynlegt er að lúsakemba hárið reglulega eftir efnameðferð.

Fylgjast þarf með hársverðinum eftir meðferð. Ef kláði var til staðar fyrir meðferð getur tekið nokkurn tíma fyrir hann að hverfa. Áframhald kláða í einhvern tíma eftir meðferð þýðir ekki endilega að lúsin sé komin á ný. Ef kláðinn verður viðvarandi er hins vegar mælt með að viðkomandi leiti læknis.

Meðferð með „náttúrulegum” efnum

Rannsóknir hafa sýnt að jurtaseyði og ýmis gömul húsráð, svo sem að setja júgursmyrsli eða vaselín í hárið, majónes, ólívuolíu eða jurtaolíu, drepa ekki höfuðlýs. Ekki er hægt að mæla með notkun ilmolía í baráttunni við höfuðlús og líklegt að slíkt geri ekkert gagn, en engar rannsóknir eru til að styðja áhrif af notkun slíkra efna. Aldrei skal setja eldfim efni eða eitruð í hárið, svo sem bensín eða kerósón, né efni sem ætluð eru til nota á dýrum.

Hvað skal gera ef meðferð bregst

Ef meðferð ber ekki árangur er líklegast að ekki hafi verið rétt staðið að henni, svo sem að ekki hafi verið notað rétt efni, ekki hafi verið sett nægilegt magn eða efnið ekki haft nógu lengi í hárinu. Einnig getur verið að endursmit hafi orðið frá sýktum einstaklingum í umhverfinu.

Á Vesturlöndum hefur gætt ónæmis hjá höfuðlús fyrir öllum lúsalyfjum. Til að draga úr líkum á því að lúsin myndi ónæmi gegn lúsalyfjum er afar mikilvægt að meðhöndla aðeins þá sem greinast með lús og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um notkun efnanna. Ef lifandi lús er enn í hárinu eftir rétt framkvæmda meðferð getur hugsast að um ónæmi höfuðlúsarinnar gegn viðkomandi lúsalyfi sé að ræða. Í slíkum tilfellum skal hefja aðra meðferð með annarri tegund höfuðlúsadrepandi efnis og fara nákvæmlega eftir notkunarleiðbeiningum.

Þrif í umhverfi

Ekki er þörf á sérstökum umhverfisþrifum til að ráða niðurlögum lúsasmits. Höfuðlýs eru til lítils megnugar þegar þær njóta ekki lengur hlýju höfuðhárs og hafa ekki aðgang að mannsblóði. Án þessa deyja þær á 15-20 tímum eða á innan við sólarhring.

Ef talin er þörf á, til dæmis þar sem um ræðir sameiginlega greiðu eða bursta, er rétt að þvo slík áhöld með heitu sápuvatni eða hella yfir það heitu vatni og láta standa í nokkrar mínútur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons og Public Domain Pictures.

Þessi grein birtist upphaflega á vefsíðu Landlæknisembættisins og er birt hér í örlítið breyttri mynd með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

13.11.2007

Síðast uppfært

15.6.2018

Spyrjandi

Júlía Skúladóttir, f. 1992
Lísa Attensperger, f. 1995

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2007, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6902.

Landlæknisembættið. (2007, 13. nóvember). Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6902

Landlæknisembættið. „Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2007. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6902>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur maður gert ef það kemur lús í skólann? Á maður bara að labba um með plastpoka á hausnum?
Höfuðlúsin (Pediculus humanus capitis) er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og er því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast af höfuðlús en staðfest smit er algengast hjá 3-12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki vegna sóðaskaps.

Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu, með þeim aðferðum sem ráðlagðar eru hér á eftir, til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra.



Svona lítur höfuðlúsin út í víðsjá.

Einnig er vert að minna á að frá árinu 1999 hefur höfuðlús verið skráningarskyldur sjúkdómur. Heilsugæslustöðvar, hver á sínu svæði, og skólahjúkrunarfræðingar safna upplýsingum um lúsasmit og senda til sóttvarnalæknis Landlæknisembættisins einu sinni í mánuði. Almenningur er því beðinn um að tilkynna lúsasmit til sinnar Heilsugæslustöðvar eða skólahjúkrunarfræðings.

Lífsferill

Fullorðin höfuðlús er 2-3 millimetrar að stærð (svipað og sesamfræ), gráhvít eða ljósbrún á lit. Lífsferill hennar hefst í eggi sem kallað er nit. Á sex til tíu dögum klekst út úr nitinni pínulítil unglús (nymph), sem á 9-12 dögum þroskast og verður að fullorðinni karl- eða kvenlús. Fullorðnar lýs maka sig aðeins einu sinni og innan 24 klukkustunda frá mökun byrjar kvenlúsin að verpa og festa nitina á hár.

Lúsin hefur sex fætur og sérhannaðar klær sem auðvelda henni að komast um í hárinu. Lúsiðn getur skriðið 6-30 cm á mínútu en getur ekki flogið, stokkið né synt. Lífslengd lúsa er allt að 30 dagar, en ef þær detta úr hárinu og lenda fjarri hlýjum, rökum og blóðríkum hársverðinum, veslast þær upp og deyja á 15-20 klukkustundum.

Nit – lúsaregg

Egg lúsa kallast nit og getur kvendýrið verpt allt að tíu eggjum á dag. Hún "límir" þau við höfuðhár um það bil 1 cm frá hársverði með sérstöku efni sem hún framleiðir. Til þess að þau klekist út þarf hitinn að vera um 22 °C.

Höfuðlúsin hefur plagað mannkynið öldum saman. Hér sýnir verk Andries Both frá árinu 1630 hvernig lúsaleit var gerð við kertaljós.

Nit er um það bil 0,8 mm löng og sést með berum augum. Hún getur litið út eins og flasa en ólíkt flösu er nitin föst í hárinu. Þegar lúsin hefur klakist út sitja tóm egghylki áfram í hárinu og erfitt getur verið að sjá hvort þau eru full eða tóm. Ef þau eru hins vegar langt frá hársverðinum er líklegt að þau séu tóm eða lúsin í þeim dauð. Algengast er að finna nit í hárinu ofan við eyrun og við hárlínuna aftan á hnakkanum. Ekki er hægt að smitast af lús með nitinni.

Smitleiðir

Lúsin getur farið á milli hausa ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að hún geti skriðið á milli, en lúsin getur hvorki stokkið, flogið né synt.

Höfuðlús sem fallið hefur úr höfði og út í umhverfi verður strax löskuð og veikburða og getur þar af leiðandi ekki skriðið á annað höfuð og sest þar að. Þess vegna er talið að smit með fatnaði og innanstokksmunum sé afar ólíklegt. Það er þó ekki hægt að útiloka að greiður, burstar, húfur og þess háttar, sem notað er af fleiri en einum innan stutts tíma, geti hugsanlega borið smit á milli.

Einkenni smits

Tveir af hverjum þremur sem smitaðir eru af höfuðlús hafa engin einkenni. Einn af hverjum þremur fær kláða. Kláðinn stafar af ofnæmi sem myndast með tímanum (frá nokkrum vikum að þremur mánuðum) gegn munnvatni lúsarinnar. Lúsin spýtir munnvatninu í hársvörðinn þegar hún sýgur blóð. Kláðinn getur orðið mikill og húðin roðnað og bólgnað þegar viðkomandi klórar sér. Í einhverjum tilfellum geta myndast sár sem sýking getur komist í.

Greining

Leita þarf að lús í hárinu með nákvæmri skoðun, en það er best gert með kembingu með lúsakambi yfir hvítum fleti eða spegli. Nauðsynlegt er að hafa góða birtu. Mörgum finnst þægilegra að kemba blautt hár sem í er hárnæring (sjá nánari lýsingu um kembingu) en öðrum finnst þægilegra að kemba hárið þurrt. Finnist lús, jafnvel bara ein, er það merki um að viðkomandi er með höfuðlús og þarf meðferð með lúsadrepandi efni.



Nauðsynlegt er að eiga lúsakamb til að kemba hár í lúsaleit.

Meðferð við höfuðlús

Ef lús finnst í hárinu er mælt með að setja efni í hárið sem drepur lúsina og endurtaka þá meðferð þegar 7 dagar eru liðnir frá fyrstu meðferð. Nokkur lúsadrepandi efni eru seld í íslenskum lyfjaverslunum án lyfseðils, til dæmis:
  • Malathion-húðlausn 5 mg/ml í ísóprópýl alkóhóli (Prioderm®)
  • Malathion-hársápa 10 mg/ml (Prioderm®)
  • Permethrinum-hársápa 10 mg/ml (Nix®)
  • Húðfleyti með dísúlfram 2 g og bensýlbensoat 22,5 g í 100 g (Tenutex®)

Mikilvægt er að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um notkun efnanna. Fyrir einstaklinga með astma, exem, rofna húð og börn yngri en 2 ára skal nota vatnslausnir efnanna. Fyrir heilbrigða einstaklinga frá 2 ára aldri er hins vegar áhrifaríkast að nota alkahóllausnir efnanna.

Einnig er vert að hafa í huga að efni sem sett eru í blautt hárið og höfð í stuttan tíma, svo sem hársápur, hafa ekki reynst eins vel og geta stuðlað að myndun ónæmis lúsarinnar gegn viðkomandi efni. Ekki er heldur vert að nota fyrirbyggjandi meðferð við höfuðlús því það getur aukið líkurnar á myndun ónæmis gegn lyfjunum.

Samhliða efnameðferð skal kemba hárið með lúsakambi daginn eftir að lúsameðalið var sett í hárið og kemba síðan hárið að minnsta kosti fjórum sinnum næstu tvær vikur. Ef meðferð á að skila árangri, og til að komið sé í veg fyrir endursmit, þarf að skoða aðra heimilismenn og nána vini til að kanna hvort þeir séu með lús.

Nauðsynlegt er að lúsakemba hárið reglulega eftir efnameðferð.

Fylgjast þarf með hársverðinum eftir meðferð. Ef kláði var til staðar fyrir meðferð getur tekið nokkurn tíma fyrir hann að hverfa. Áframhald kláða í einhvern tíma eftir meðferð þýðir ekki endilega að lúsin sé komin á ný. Ef kláðinn verður viðvarandi er hins vegar mælt með að viðkomandi leiti læknis.

Meðferð með „náttúrulegum” efnum

Rannsóknir hafa sýnt að jurtaseyði og ýmis gömul húsráð, svo sem að setja júgursmyrsli eða vaselín í hárið, majónes, ólívuolíu eða jurtaolíu, drepa ekki höfuðlýs. Ekki er hægt að mæla með notkun ilmolía í baráttunni við höfuðlús og líklegt að slíkt geri ekkert gagn, en engar rannsóknir eru til að styðja áhrif af notkun slíkra efna. Aldrei skal setja eldfim efni eða eitruð í hárið, svo sem bensín eða kerósón, né efni sem ætluð eru til nota á dýrum.

Hvað skal gera ef meðferð bregst

Ef meðferð ber ekki árangur er líklegast að ekki hafi verið rétt staðið að henni, svo sem að ekki hafi verið notað rétt efni, ekki hafi verið sett nægilegt magn eða efnið ekki haft nógu lengi í hárinu. Einnig getur verið að endursmit hafi orðið frá sýktum einstaklingum í umhverfinu.

Á Vesturlöndum hefur gætt ónæmis hjá höfuðlús fyrir öllum lúsalyfjum. Til að draga úr líkum á því að lúsin myndi ónæmi gegn lúsalyfjum er afar mikilvægt að meðhöndla aðeins þá sem greinast með lús og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum um notkun efnanna. Ef lifandi lús er enn í hárinu eftir rétt framkvæmda meðferð getur hugsast að um ónæmi höfuðlúsarinnar gegn viðkomandi lúsalyfi sé að ræða. Í slíkum tilfellum skal hefja aðra meðferð með annarri tegund höfuðlúsadrepandi efnis og fara nákvæmlega eftir notkunarleiðbeiningum.

Þrif í umhverfi

Ekki er þörf á sérstökum umhverfisþrifum til að ráða niðurlögum lúsasmits. Höfuðlýs eru til lítils megnugar þegar þær njóta ekki lengur hlýju höfuðhárs og hafa ekki aðgang að mannsblóði. Án þessa deyja þær á 15-20 tímum eða á innan við sólarhring.

Ef talin er þörf á, til dæmis þar sem um ræðir sameiginlega greiðu eða bursta, er rétt að þvo slík áhöld með heitu sápuvatni eða hella yfir það heitu vatni og láta standa í nokkrar mínútur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir: Wikimedia Commons og Public Domain Pictures.

Þessi grein birtist upphaflega á vefsíðu Landlæknisembættisins og er birt hér í örlítið breyttri mynd með góðfúslegu leyfi.

...