Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:21 • Sest 14:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:54 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:00 • Síðdegis: 19:45 í Reykjavík

Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?

Sævar Helgi Bragason

Bæði plasma- og LCD-skjáir fara sparlega með orkuna. Oft er sagt að LCD-skjáir krefjist minni orku og séu þar af leiðandi sparneytnari, en málið er lítið eitt flóknara en svo.

Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers einasta díls (e. pixel) stjórnað fyrir sig en styrkurinn er háður birtu myndarinnar. Þannig krefst ljós og björt mynd (hvít) í plasmasjónvarpi meiri orku en dökk mynd. Orkunotkunin er því háð myndefninu og er breytileg. Á hinn bóginn logar stöðugt á baklýsingunni í LCD-skjám, jafnvel þegar skjárinn er svartur. Öfugt við plasmatækin er orkunotkun LCD-sjónvarpa því stöðug. Þar af leiðandi notar LCD-skjár stundum meiri orku en plasmaskjár og öfugt. Hvít og björt mynd í plasmasjónvarpi krefst meiri orku en hvít mynd í LCD-sjónvarpi, á meðan dökk mynd í plasmasjónvarpi krefst minni orku en dökk mynd í LCD.


Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers díls stjórnað og orkunotkunin því háð birtu myndarinnar.Í LCD-sjónvörpum er stöðug baklýsing og orkunotkunin óháð birtu myndarinnar.

Gott 42 tommu plasmasjónvarp notar um 300W af orku þegar mest er, á meðan jafnstórt LCD-sjónvarp notar um 250W af orku að jafnaði.

Rétt er að taka fram að bæði plasma- og LCD-sjónvörp nota að meðaltali minni orku en hefðbundin myndlampatæki ef miðað er við orkunotkun á hverja tommu sjónvarpsins. Bæði plasma- og LCD-sjónvörp hafa hlotið viðurkenningar frá umhverfissamtökum fyrir orkusparneytni.

Nánar er fjallað um þessar tvær mismunandi sjónvarpsgerðir í svari við spurningunni Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp? eftir Sævar Helga Bragason og Kristján Leósson.

Heimild og mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

19.11.2007

Spyrjandi

Árni Árnason

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2007. Sótt 6. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6913.

Sævar Helgi Bragason. (2007, 19. nóvember). Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6913

Sævar Helgi Bragason. „Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2007. Vefsíða. 6. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6913>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?
Bæði plasma- og LCD-skjáir fara sparlega með orkuna. Oft er sagt að LCD-skjáir krefjist minni orku og séu þar af leiðandi sparneytnari, en málið er lítið eitt flóknara en svo.

Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers einasta díls (e. pixel) stjórnað fyrir sig en styrkurinn er háður birtu myndarinnar. Þannig krefst ljós og björt mynd (hvít) í plasmasjónvarpi meiri orku en dökk mynd. Orkunotkunin er því háð myndefninu og er breytileg. Á hinn bóginn logar stöðugt á baklýsingunni í LCD-skjám, jafnvel þegar skjárinn er svartur. Öfugt við plasmatækin er orkunotkun LCD-sjónvarpa því stöðug. Þar af leiðandi notar LCD-skjár stundum meiri orku en plasmaskjár og öfugt. Hvít og björt mynd í plasmasjónvarpi krefst meiri orku en hvít mynd í LCD-sjónvarpi, á meðan dökk mynd í plasmasjónvarpi krefst minni orku en dökk mynd í LCD.


Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers díls stjórnað og orkunotkunin því háð birtu myndarinnar.Í LCD-sjónvörpum er stöðug baklýsing og orkunotkunin óháð birtu myndarinnar.

Gott 42 tommu plasmasjónvarp notar um 300W af orku þegar mest er, á meðan jafnstórt LCD-sjónvarp notar um 250W af orku að jafnaði.

Rétt er að taka fram að bæði plasma- og LCD-sjónvörp nota að meðaltali minni orku en hefðbundin myndlampatæki ef miðað er við orkunotkun á hverja tommu sjónvarpsins. Bæði plasma- og LCD-sjónvörp hafa hlotið viðurkenningar frá umhverfissamtökum fyrir orkusparneytni.

Nánar er fjallað um þessar tvær mismunandi sjónvarpsgerðir í svari við spurningunni Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp? eftir Sævar Helga Bragason og Kristján Leósson.

Heimild og mynd:...