Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp?

Sævar Helgi Bragason og Kristján Leósson

Þau sjónvörp sem algengust eru á markaðnum í dag eru svokölluð LCD- og plasmasjónvörp og hafa þau að miklu leyst af hólmi gömlu myndlampatækin.

Munurinn á LCD- og plasmaskjám er fólginn í tækninni sem notuð er til að framkalla mynd á skjáinn. Báðir skjáirnir eru svokallaðir flatskjáir sem eru oft innan við 10 cm á þykkt og þá má hengja upp á vegg enda eru þeir oft nefndir veggsjónvörp. Gömlu myndlampatækin eru miklu þyngri, orkufrekari og plássmeiri heldur en flatskjáir. Annað sem greinir myndlampatækin frá plasma- og LCD-sjónvörpum er að með þeim fyrstnefndu er aðeins hægt að ná takmarkaðri stærð á myndfleti.

LCD-skjár er stytting á ensku orðunum 'liquid crystal display' en það er vökvakristalsskjár. Í hverjum myndpunkti LCD-skjás er lausn vökvakennds kristals milli tveggja skautunarsía sem hleypa aðeins gegnum sig ljósi með ákveðna skautunarstefnu. Skautun ljóss sem fer í gegnum vökvakristalinn snýst þannig að það sleppi í gegnum báðar skautunarsíurnar. Ef spenna er hins vegar sett yfir kristalinn minnkar snúningur skautunarinnar og minna ljós kemst í gegnum síurnar. Hefðbundnar litsíur eru notaðar til að gefa myndpunkta með rauðum, grænum eða bláum lit. Í sumum LCD-skjám eru notaðir þunnir smárar til að koma í veg fyrir að ljós sleppi í gegnum punkta sem eiga að vera svartir. Skjáir af þessu tagi kallast svartir TFT LCD-skjáir.

LCD-skjáir komu fram snemma á 8. áratug síðustu aldar og voru notaðir í vasareikna, úr og fleira. Fyrstu LCD-sjónvörpin voru sett á markað í lok 9. áratugarins af japanska raftækjarisanum Sharp en það var örþunnur 14 tommu skjár. Í dag eru næstum öll sjónvörp sem eru minni en 40 tommur af LCD-gerð. Algengasta sjónvarpsstærðin sem er 32 tommur, er eingöngu fáanleg sem LCD-skjár.



Þótt flatskjáir séu þunnir í samanburði við myndlampatæki verða sjónvarpstæki framtíðarinnar líklega enn þynnri, jafnvel á þykkt við pappaspjald.

Plasmaskjáir samanstanda af aragrúa örsmárra hólfa sem fyllt eru með blöndu af eðallofttegundunum neon og xenon. Rafspennan milli tveggja rafskauta í einstöku hólfi myndar rafgas (e. plasma) sem sendir frá sér útfjólublátt ljós sem aftur fær fosfórhúð á innanverðum skjánum til að framkalla sýnilegt ljós. Þessi aðferð gefur einstaklega bjarta og skarpa mynd, miklu betri en í gömlu myndlampatækjunum.

Plasmatæknin var fundin upp af vísindamönnum við Illinoisháskóla í Bandaríkjunum árið 1964 en fyrstu plasmaskjáirnir litu dagsins ljós á áttunda áratugnum. Fyrstu plasmasjónvörpin komu ekki á almennan markað fyrr en árið 1997 þegar japanska raftækjafyrirtækið Pioneer hóf fyrst fyrirtækja framleiðslu á plasmasjónvörpum til heimilisnota.

Plasmasjónvörp eru venjulega ekki framleidd undir 42 tommum og aldrei undir 37 tommum. Vönduð plasmasjónvörp á stærðarbilinu 42-50 tommur sýna nánast hnökralausa mynd. Hvort fólk ætti að fá sér LCD- eða plasmasjónvarp er mikið til háð stærðinni sem verið er að leita eftir. Sé ætlunin að fá sér 32 tommu sjónvarpstæki er ekki um neitt annað að ræða en LCD-tæki. Sé ætlunin að fá sér stórt sjónvarpstæki, yfir 40 tommur, eru vönduð plasmasjónvörp í flestum tilvikum betri kostur. Í þessum stærðarflokki eru myndgæðin oftar en ekki betri í góðum plasmasjónvörpum en í sambærilegum stórum LCD-tækjum, burtséð frá upplausn. Sérfræðingar tímarita sem fjalla um sjónvörp eru flestir sammála um þetta. Hámarks orkuþörf plasmaskjáa er reyndar meiri en LCD-skjáa en meðalorkuþörfin er væntanlega svipuð þar sem eingöngu upplýstir punktar í plasmasjónvarpi draga straum en í LCD-skjá er hvítur lampi bakvið skjáinn sem lýsir þó myndin á skjánum sé að mestu svört.

Í framtíðinni getum við líklega rúllað upp sjónvarpsskjánum og stungið honum í vasann.

LCD-tæknin mun ekki leysa plasmasjónvörp af hólmi í bráð. Plasmasjónvörp eru ekki á undanhaldi og verða bara betri með árunum, alveg eins og LCD-sjónvörp verða betri með tímanum. Bæði LCD- og plasmasjónvörp eiga eftir að lifa góðu lífi á sjónvarpsmarkaði næsta áratuginn að minnsta kosti, eða þar til ný tækni leysir þau bæði af hólmi, til dæmis OLED tæknin sem nú er að ryðja sér til rúms. Þessi tækni sameinar að vissu leyti kosti TFT-LCD skjáa og plasmaskjáa og gæti gert framleiðendum kleift að bjóða hágæða skjái á þykkt við pappaspjald og jafnvel sveigjanlega skjái sem hægt er að rúlla upp.

Heimildir:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hver er munurinn á plasma og LCD og hvað þýðir LCD?
  • Hvernig virka kristalla- og plasmaskjáir?
  • Hvað er inni í LCD og plasma skjám?

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

12.11.2007

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Magnús Snær Árnason
Hafsteinn Haraldsson
Ómar Freyr Sigurbjörnsson
Guðjón Valsson
Sigurður Hólm

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason og Kristján Leósson. „Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2007, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6897.

Sævar Helgi Bragason og Kristján Leósson. (2007, 12. nóvember). Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6897

Sævar Helgi Bragason og Kristján Leósson. „Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2007. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6897>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru LCD- og plasmasjónvörp?
Þau sjónvörp sem algengust eru á markaðnum í dag eru svokölluð LCD- og plasmasjónvörp og hafa þau að miklu leyst af hólmi gömlu myndlampatækin.

Munurinn á LCD- og plasmaskjám er fólginn í tækninni sem notuð er til að framkalla mynd á skjáinn. Báðir skjáirnir eru svokallaðir flatskjáir sem eru oft innan við 10 cm á þykkt og þá má hengja upp á vegg enda eru þeir oft nefndir veggsjónvörp. Gömlu myndlampatækin eru miklu þyngri, orkufrekari og plássmeiri heldur en flatskjáir. Annað sem greinir myndlampatækin frá plasma- og LCD-sjónvörpum er að með þeim fyrstnefndu er aðeins hægt að ná takmarkaðri stærð á myndfleti.

LCD-skjár er stytting á ensku orðunum 'liquid crystal display' en það er vökvakristalsskjár. Í hverjum myndpunkti LCD-skjás er lausn vökvakennds kristals milli tveggja skautunarsía sem hleypa aðeins gegnum sig ljósi með ákveðna skautunarstefnu. Skautun ljóss sem fer í gegnum vökvakristalinn snýst þannig að það sleppi í gegnum báðar skautunarsíurnar. Ef spenna er hins vegar sett yfir kristalinn minnkar snúningur skautunarinnar og minna ljós kemst í gegnum síurnar. Hefðbundnar litsíur eru notaðar til að gefa myndpunkta með rauðum, grænum eða bláum lit. Í sumum LCD-skjám eru notaðir þunnir smárar til að koma í veg fyrir að ljós sleppi í gegnum punkta sem eiga að vera svartir. Skjáir af þessu tagi kallast svartir TFT LCD-skjáir.

LCD-skjáir komu fram snemma á 8. áratug síðustu aldar og voru notaðir í vasareikna, úr og fleira. Fyrstu LCD-sjónvörpin voru sett á markað í lok 9. áratugarins af japanska raftækjarisanum Sharp en það var örþunnur 14 tommu skjár. Í dag eru næstum öll sjónvörp sem eru minni en 40 tommur af LCD-gerð. Algengasta sjónvarpsstærðin sem er 32 tommur, er eingöngu fáanleg sem LCD-skjár.



Þótt flatskjáir séu þunnir í samanburði við myndlampatæki verða sjónvarpstæki framtíðarinnar líklega enn þynnri, jafnvel á þykkt við pappaspjald.

Plasmaskjáir samanstanda af aragrúa örsmárra hólfa sem fyllt eru með blöndu af eðallofttegundunum neon og xenon. Rafspennan milli tveggja rafskauta í einstöku hólfi myndar rafgas (e. plasma) sem sendir frá sér útfjólublátt ljós sem aftur fær fosfórhúð á innanverðum skjánum til að framkalla sýnilegt ljós. Þessi aðferð gefur einstaklega bjarta og skarpa mynd, miklu betri en í gömlu myndlampatækjunum.

Plasmatæknin var fundin upp af vísindamönnum við Illinoisháskóla í Bandaríkjunum árið 1964 en fyrstu plasmaskjáirnir litu dagsins ljós á áttunda áratugnum. Fyrstu plasmasjónvörpin komu ekki á almennan markað fyrr en árið 1997 þegar japanska raftækjafyrirtækið Pioneer hóf fyrst fyrirtækja framleiðslu á plasmasjónvörpum til heimilisnota.

Plasmasjónvörp eru venjulega ekki framleidd undir 42 tommum og aldrei undir 37 tommum. Vönduð plasmasjónvörp á stærðarbilinu 42-50 tommur sýna nánast hnökralausa mynd. Hvort fólk ætti að fá sér LCD- eða plasmasjónvarp er mikið til háð stærðinni sem verið er að leita eftir. Sé ætlunin að fá sér 32 tommu sjónvarpstæki er ekki um neitt annað að ræða en LCD-tæki. Sé ætlunin að fá sér stórt sjónvarpstæki, yfir 40 tommur, eru vönduð plasmasjónvörp í flestum tilvikum betri kostur. Í þessum stærðarflokki eru myndgæðin oftar en ekki betri í góðum plasmasjónvörpum en í sambærilegum stórum LCD-tækjum, burtséð frá upplausn. Sérfræðingar tímarita sem fjalla um sjónvörp eru flestir sammála um þetta. Hámarks orkuþörf plasmaskjáa er reyndar meiri en LCD-skjáa en meðalorkuþörfin er væntanlega svipuð þar sem eingöngu upplýstir punktar í plasmasjónvarpi draga straum en í LCD-skjá er hvítur lampi bakvið skjáinn sem lýsir þó myndin á skjánum sé að mestu svört.

Í framtíðinni getum við líklega rúllað upp sjónvarpsskjánum og stungið honum í vasann.

LCD-tæknin mun ekki leysa plasmasjónvörp af hólmi í bráð. Plasmasjónvörp eru ekki á undanhaldi og verða bara betri með árunum, alveg eins og LCD-sjónvörp verða betri með tímanum. Bæði LCD- og plasmasjónvörp eiga eftir að lifa góðu lífi á sjónvarpsmarkaði næsta áratuginn að minnsta kosti, eða þar til ný tækni leysir þau bæði af hólmi, til dæmis OLED tæknin sem nú er að ryðja sér til rúms. Þessi tækni sameinar að vissu leyti kosti TFT-LCD skjáa og plasmaskjáa og gæti gert framleiðendum kleift að bjóða hágæða skjái á þykkt við pappaspjald og jafnvel sveigjanlega skjái sem hægt er að rúlla upp.

Heimildir:


Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hver er munurinn á plasma og LCD og hvað þýðir LCD?
  • Hvernig virka kristalla- og plasmaskjáir?
  • Hvað er inni í LCD og plasma skjám?
...