Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?

Þorsteinn J. Halldórsson

Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að störfum og leik eða að ökumanni og flugmanni.

Með því að láta geisla leysibendils fara gegnum linsu, til dæmis aðra linsuna í venjulegum gleraugum, er auðvelt að víkka geislann út og láta hann falla á hrjúfan flöt, til dæmis á vegg í herbergi. Sést þá kornótt mynstur á veggnum. Þetta mynstur myndast í auga skoðandans vegna þess að einstakar öldur, sem endurkastast frá ýmsum stöðum í blettinum á hrjúfum veggnum, þurfa að fara mismunandi langa leiðir, áður en þær sameinast á nethimnu augans. Hér eru það ölduvíxl (e. interference) þeirra allra sem orsaka mynstrið. Með þessari tilraun er fengin einföld staðfesting á því að ljós hefur öldueiginleika.

Kornótt mynstur sést ef leysigeisli er sendur í gegnum linsu gleraugna og ljósið látið falla á vegg.

Ef mjög dauft leysiljós bendilsins í myrkvuðu herbergi er hins vegar látið falla á viðbragðssnöggan ljósnema og merki hans leitt til hátalara, þá heyrist brak í hátalaranum svipað suði í útvarpstæki eða tíðum smellum í geigerteljara. Þetta er þá staðfesting á því, að ljós er samtímis straumur af ljóseindum.

Ítarefni:

Mynd:
  • Laser Speckle and related Phenomena, Ed. J.C. Dainty, Springer-Verlag, 1984. Myndin er löguð til af ritstjórn Vísindavefsins.

Höfundur

Þorsteinn J. Halldórsson

eðlisfræðingur, starfaði m.a. við rannsóknir og þróun á leysum hjá EADS og Daimler

Útgáfudagur

3.3.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þorsteinn J. Halldórsson. „Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2015, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69190.

Þorsteinn J. Halldórsson. (2015, 3. mars). Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69190

Þorsteinn J. Halldórsson. „Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2015. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69190>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið kennt okkur að gera tilraun sem sýnir að ljós er bæði öldur og agnir?
Leysibendlar með rauðum eða grænum geisla eru þeir leysar sem flestir kannast við. Afl geislanna er minna en eitt milliwatt og það er hættulaust augum viðstaddra í fyrirlestrasal. Geislinn getur þó valdið langvarandi glýju í augum þeirra sem fyrir honum verða. Þess vegna er stórhættulegt að beina honum að fólki að störfum og leik eða að ökumanni og flugmanni.

Með því að láta geisla leysibendils fara gegnum linsu, til dæmis aðra linsuna í venjulegum gleraugum, er auðvelt að víkka geislann út og láta hann falla á hrjúfan flöt, til dæmis á vegg í herbergi. Sést þá kornótt mynstur á veggnum. Þetta mynstur myndast í auga skoðandans vegna þess að einstakar öldur, sem endurkastast frá ýmsum stöðum í blettinum á hrjúfum veggnum, þurfa að fara mismunandi langa leiðir, áður en þær sameinast á nethimnu augans. Hér eru það ölduvíxl (e. interference) þeirra allra sem orsaka mynstrið. Með þessari tilraun er fengin einföld staðfesting á því að ljós hefur öldueiginleika.

Kornótt mynstur sést ef leysigeisli er sendur í gegnum linsu gleraugna og ljósið látið falla á vegg.

Ef mjög dauft leysiljós bendilsins í myrkvuðu herbergi er hins vegar látið falla á viðbragðssnöggan ljósnema og merki hans leitt til hátalara, þá heyrist brak í hátalaranum svipað suði í útvarpstæki eða tíðum smellum í geigerteljara. Þetta er þá staðfesting á því, að ljós er samtímis straumur af ljóseindum.

Ítarefni:

Mynd:
  • Laser Speckle and related Phenomena, Ed. J.C. Dainty, Springer-Verlag, 1984. Myndin er löguð til af ritstjórn Vísindavefsins.

...