Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar?

Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt.

Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu máli. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er prósaljóð? eru fyrstu nútímaprósaljóðin frá miðri 19. öld en fyrirrennara þeirra er að finna bæði hjá forverum rómantísku stefnunnar og rómantískum skáldum.

Hugtakið atómljóð eða atómkveðskapur er hins vegar einskorðað við íslenskar bókmenntir. Það kemur fyrst fram í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni árið 1948 og vísar til ákveðins skeiðs í íslenskri bókmenntasögu. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld? er það aðallega notað um skáldskap eftir höfundana Stefán Hörð Grímsson (1919-2002), Hannes Sigfússon (1922-1997), Sigfús Daðason (1928-1996), Einar Braga (1921-2005) og Jón Óskar (1921-1998).

Hugtakið atómljóð er séríslenskt og á sér ekki hliðstæðu í bókmenntasögu annarra þjóða svo vitað sé. Það vísar til módernísks skáldskapar og alþjóðlega hugtakið sem stendur því næst er óbundið ljóð (fr. vers libre, e. free verse).

Íslenska hugtakið atómljóð vísar til módernísks skáldskapar og alþjóðlega hugtakið sem stendur því næst er óbundið ljóð (fr. vers libre, e. free verse). Óbundin ljóð og prósaljóð eru skyld hugtök en helsti munurinn er sá að óbundin ljóð hafa ljóðlínur ólíkt prósaljóðum. Rétt er þó að taka fram að sum atómljóð sem ekki hafa ljóðlínur mætti einnig flokka sem prósaljóð.

Frekara lesefni:
  • Kendra Jean Willson (26.04.2018). Splitting the Atom, í Orð og tunga. (Sótt 18.09.2023).

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.10.2023

Spyrjandi

Sigurður Helgi Árnason

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?“ Vísindavefurinn, 31. október 2023. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69530.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 31. október). Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69530

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2023. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69530>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar?

Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt.

Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu máli. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er prósaljóð? eru fyrstu nútímaprósaljóðin frá miðri 19. öld en fyrirrennara þeirra er að finna bæði hjá forverum rómantísku stefnunnar og rómantískum skáldum.

Hugtakið atómljóð eða atómkveðskapur er hins vegar einskorðað við íslenskar bókmenntir. Það kemur fyrst fram í skáldsögu Halldórs Laxness, Atómstöðinni árið 1948 og vísar til ákveðins skeiðs í íslenskri bókmenntasögu. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er átt við með hugtakinu atómskáld? er það aðallega notað um skáldskap eftir höfundana Stefán Hörð Grímsson (1919-2002), Hannes Sigfússon (1922-1997), Sigfús Daðason (1928-1996), Einar Braga (1921-2005) og Jón Óskar (1921-1998).

Hugtakið atómljóð er séríslenskt og á sér ekki hliðstæðu í bókmenntasögu annarra þjóða svo vitað sé. Það vísar til módernísks skáldskapar og alþjóðlega hugtakið sem stendur því næst er óbundið ljóð (fr. vers libre, e. free verse).

Íslenska hugtakið atómljóð vísar til módernísks skáldskapar og alþjóðlega hugtakið sem stendur því næst er óbundið ljóð (fr. vers libre, e. free verse). Óbundin ljóð og prósaljóð eru skyld hugtök en helsti munurinn er sá að óbundin ljóð hafa ljóðlínur ólíkt prósaljóðum. Rétt er þó að taka fram að sum atómljóð sem ekki hafa ljóðlínur mætti einnig flokka sem prósaljóð.

Frekara lesefni:
  • Kendra Jean Willson (26.04.2018). Splitting the Atom, í Orð og tunga. (Sótt 18.09.2023).

Mynd:...