Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er prósaljóð?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem einnig nefnast ljóðlínur, samanber hvernig ljóð eru sett upp í bókum. Prósi er að sama skapi texti sem ekki styðst við braglínur heldur rennur 'beint áfram', eins og upprunaleg merking orðsins gefur til kynna.

Í fornöld og á miðöldum þótti prósi lítt hæfa til þess að semja skáldskap. Það breyttist smám saman og voru forverar rómantísku stefnunnar í Frakklandi einna fyrstir til að andæfa því viðhorfi að ljóðrænn skáldskapur þyrfti að vera á bundnu máli. Á rómantíska tímabilinu færðist það í vöxt að evrópsk skáld semdu ljóðrænan texta sem ekki var á bundnu máli. Þar má til að mynda nefna verkið Hymnen an die Nacht (1800) eftir þýska skáldið Novalis (1772-1801), en það inniheldur bæði bundinn skáldskap og ljóðrænan prósa.

Eitt þekktasta verk franska ljóðskáldsins Charles Baudelaire (1821-1867) er safn 50 prósaljóða sem fyrst kom út árið 1869.

Fyrstu nútímaprósaljóðin eru yfirleitt eignuð franska ljóðskáldinu Aloysius Bertrand (1807-1841) en að honum látnum kom út safn prósaljóða árið 1842 sem bar titilinn Gaspard de la Nuit. Það vakti í fyrstu litla athygli en hafði veruleg áhrif á franska ljóðskáldið Charles Baudelaire (1821-1867) sem samdi í kjölfarið eitt sitt þekktasta verk (fr. Petits poèmes en prose) safn 50 prósaljóða sem fyrst kom út árið 1869. Vettvangur prósaljóða Baudelaire er París nútímans en hjá Bertrand var aðallega horft til miðalda. Einn kunnasti forvígismaður nútímaprósaljóða er síðan franska ljóðskáldið Arthur Rimbaud (1854-1891) sem talinn er hafa gert prósaljóð að sérstakri listgrein í verkunum Une saison en enfern (1873, Árstíð í víti) og Les Illuminations (1886, Uppljómanir).

Helstu frumkvöðlar prósaljóða á íslensku eru Sigurður Nordal með ljóðsögunni Hel sem kom út 1919 og Jón Thoroddsen yngri (1898-1924) sem gaf út bók með prósaljóðum árið 1922 sem kallaðist Flugur. Á íslensku var hugtakið prósaljóð fyrst notað á sjötta áratug 20. aldar.

Mynd:

Upprunalega spurning Sigurðar Helga var: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Henni er svarað með sérstöku svari hér.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.10.2023

Spyrjandi

Sigurður Helgi Árnason

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er prósaljóð?“ Vísindavefurinn, 26. október 2023, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85511.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 26. október). Hvað er prósaljóð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85511

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er prósaljóð?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2023. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85511>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er prósaljóð?
Prósaljóð er ljóð í lausu máli. Hugtakið prósi kemur úr latínu, prorsa oratio og merkir bókstaflega 'ræða sem heldur beint áfram'. Andstæða prósa er bundið mál en með því er átt við texta sem fylgir bragreglum að meira eða minna leyti. Í prentuðum texta er einfalt að greina bundið mál. Það þekkist á braglínum sem einnig nefnast ljóðlínur, samanber hvernig ljóð eru sett upp í bókum. Prósi er að sama skapi texti sem ekki styðst við braglínur heldur rennur 'beint áfram', eins og upprunaleg merking orðsins gefur til kynna.

Í fornöld og á miðöldum þótti prósi lítt hæfa til þess að semja skáldskap. Það breyttist smám saman og voru forverar rómantísku stefnunnar í Frakklandi einna fyrstir til að andæfa því viðhorfi að ljóðrænn skáldskapur þyrfti að vera á bundnu máli. Á rómantíska tímabilinu færðist það í vöxt að evrópsk skáld semdu ljóðrænan texta sem ekki var á bundnu máli. Þar má til að mynda nefna verkið Hymnen an die Nacht (1800) eftir þýska skáldið Novalis (1772-1801), en það inniheldur bæði bundinn skáldskap og ljóðrænan prósa.

Eitt þekktasta verk franska ljóðskáldsins Charles Baudelaire (1821-1867) er safn 50 prósaljóða sem fyrst kom út árið 1869.

Fyrstu nútímaprósaljóðin eru yfirleitt eignuð franska ljóðskáldinu Aloysius Bertrand (1807-1841) en að honum látnum kom út safn prósaljóða árið 1842 sem bar titilinn Gaspard de la Nuit. Það vakti í fyrstu litla athygli en hafði veruleg áhrif á franska ljóðskáldið Charles Baudelaire (1821-1867) sem samdi í kjölfarið eitt sitt þekktasta verk (fr. Petits poèmes en prose) safn 50 prósaljóða sem fyrst kom út árið 1869. Vettvangur prósaljóða Baudelaire er París nútímans en hjá Bertrand var aðallega horft til miðalda. Einn kunnasti forvígismaður nútímaprósaljóða er síðan franska ljóðskáldið Arthur Rimbaud (1854-1891) sem talinn er hafa gert prósaljóð að sérstakri listgrein í verkunum Une saison en enfern (1873, Árstíð í víti) og Les Illuminations (1886, Uppljómanir).

Helstu frumkvöðlar prósaljóða á íslensku eru Sigurður Nordal með ljóðsögunni Hel sem kom út 1919 og Jón Thoroddsen yngri (1898-1924) sem gaf út bók með prósaljóðum árið 1922 sem kallaðist Flugur. Á íslensku var hugtakið prósaljóð fyrst notað á sjötta áratug 20. aldar.

Mynd:

Upprunalega spurning Sigurðar Helga var: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Henni er svarað með sérstöku svari hér....