Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað er að vera 'heill á húfi'?

Guðrún Kvaran

Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitirnar heilir á húfi“ eða ,,Hún komst heim heil á húfi eftir nokkra hrakninga“. Þetta orðasamband virðist lítið notað fyrr en á 20. öld.Það voru ekki margir sem sluppu heilir á húfi frá skipinu Titanic.

Annað orðasamband sömu merkingar er að vera heill á hófi en um það á Orðabók Háskólans dæmi allt aftur á 16. öld. Líkingin er talin runnin frá hesti sem hefur óskaddaða hófa eftir langferð eða svaðilför.

Halldór Halldórsson (Íslensk orðtök, 1968:280) taldi síðarnefnda sambandið upprunalegra en að vera heill á húfi og að húfur hafi komist inn í stað hófur fyrir áhrif frá samböndunum eitthvað er í húfi ‘eitthvað skiptir (einhvern) miklu, eitthvað er í hættu’ og eiga mikið í húfi ‘eiga mikið í hættu’. Jón G. Friðjónsson bendir á dæmi í Fornaldarsögum Norðurlanda um að vera heill á húfi og bendir það til þess að sú mynd sé því í raun eldri en hin (Mergur málsins, 2006:379). Samkvæmt því vísar orðtakið til þess að menn bjargist úr sjávarháska.

Mynd: Fortunecity.com

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.12.2007

Spyrjandi

Rúnar Guðjónsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera 'heill á húfi'?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2007. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6956.

Guðrún Kvaran. (2007, 12. desember). Hvað er að vera 'heill á húfi'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6956

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera 'heill á húfi'?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2007. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6956>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera 'heill á húfi'?
Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitirnar heilir á húfi“ eða ,,Hún komst heim heil á húfi eftir nokkra hrakninga“. Þetta orðasamband virðist lítið notað fyrr en á 20. öld.Það voru ekki margir sem sluppu heilir á húfi frá skipinu Titanic.

Annað orðasamband sömu merkingar er að vera heill á hófi en um það á Orðabók Háskólans dæmi allt aftur á 16. öld. Líkingin er talin runnin frá hesti sem hefur óskaddaða hófa eftir langferð eða svaðilför.

Halldór Halldórsson (Íslensk orðtök, 1968:280) taldi síðarnefnda sambandið upprunalegra en að vera heill á húfi og að húfur hafi komist inn í stað hófur fyrir áhrif frá samböndunum eitthvað er í húfi ‘eitthvað skiptir (einhvern) miklu, eitthvað er í hættu’ og eiga mikið í húfi ‘eiga mikið í hættu’. Jón G. Friðjónsson bendir á dæmi í Fornaldarsögum Norðurlanda um að vera heill á húfi og bendir það til þess að sú mynd sé því í raun eldri en hin (Mergur málsins, 2006:379). Samkvæmt því vísar orðtakið til þess að menn bjargist úr sjávarháska.

Mynd: Fortunecity.com...