
Ekki er vitað með vissu hvert þessi sögn um hár- og naglavöxt eftir dauðann á rætur sínar að rekja en líklega hafa menn veitt þessari sjónhverfingu athygli í aldir eða árþúsundir. Það hefur þó sjálfsagt ýtt undir og gert söguna lífseigari að hún hefur ratað bæði í bækur og kvikmyndir. Til dæmis minnist Paul Bäumer, sögumaðurinn í bók Erich Maria Remarque Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum (Im Westen nichts Neues, 1929) á það hvernig neglur vinar hans hafa haldið áfram að vaxa eftir dauðann. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað eru neglur? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur.
- Af hverju vex hárið? eftir EMB.
- Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? eftir Gunnlaug Geirsson.
- Hergel, Lise-Lotte. 2007. Gyldendals store lægebok. Gyldendal.
- eMedicine: Hair Anatomy.
- New Scientist: Life aftur death.
- Wikipedia: All Quiet on the Western Front.
- Mynd: Kill Nail Fungus