Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okkar vex að meðaltali 0,44 mm á dag en við missum um 100 hár á hverjum sólarhring.

Sú trú að hár og neglur vaxi áfram eftir dauðann er lífseig en ekki rétt. Það sem gerist er að eftir dauðann þornar líkaminn og skreppur saman. Við það færist húðin og aðrir vefir frá nöglum og hári. Neglur virðast þannig hafa lengst og hárið síkkað. En þetta er eingöngu sjónhverfing en ekki raunverulegur vöxtur enda þarfnast öll líkamsstarfsemi, þar með talinn vöxtur nagla og hárs, orku og súrefnis sem ekki er til staðar eftir að við deyjum.Andstætt því sem margir halda vaxa neglur ekki eftir dauðann.

Ekki er vitað með vissu hvert þessi sögn um hár- og naglavöxt eftir dauðann á rætur sínar að rekja en líklega hafa menn veitt þessari sjónhverfingu athygli í aldir eða árþúsundir. Það hefur þó sjálfsagt ýtt undir og gert söguna lífseigari að hún hefur ratað bæði í bækur og kvikmyndir. Til dæmis minnist Paul Bäumer, sögumaðurinn í bók Erich Maria Remarque Tíðindalaust á Vesturvígstöðvunum (Im Westen nichts Neues, 1929) á það hvernig neglur vinar hans hafa haldið áfram að vaxa eftir dauðann.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

14.12.2007

Spyrjandi

Davíð Sigurður Sigurðsson
Jóna Sigurðardóttir
Kristín Kristjánsdóttir

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2007. Sótt 18. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=6961.

Dagur Snær Sævarsson. (2007, 14. desember). Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6961

Dagur Snær Sævarsson. „Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2007. Vefsíða. 18. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6961>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Heiðrún Pétursdóttir

1984

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Ásta hefur unnið að aðferðaþróun til að mæla eitruð efnaform arsens auk þess að rannsaka flókin efnasambönd arsens á borð við arsenlípíð.