Sólin Sólin Rís 04:19 • sest 22:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 08:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:38 • Síðdegis: 21:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:36 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?

Stjörnufræðivefurinn

Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026, en ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík.

Almyrkvinn stendur lengst yfir í 2 mínútur og 47 sekúndur. Almyrkvaslóðin er um 480 km á breidd og liggur að mestu yfir hafi.

Þetta er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Síðan 1954 hefur tunglið mest náð að hylja 77% af sólinni (árin 1986, 1979 og 1971). Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94% sólar.

Hámark deildarmyrkva 20. mars 2015.

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Sólmyrkvar geta því eingöngu orðið þegar tungl er nýtt. Við almyrkva hylur tunglið skífu sólar í heild sinni en við deildar- eða hringmyrkva er aðeins hluti sólar hulinn.

Sólmyrkvar geta verið þrenns konar: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hringmyrkvar. Við almyrkva hylur tunglið sólina alla en við deildarmyrkva hylur tunglið sólina að hluta til. Við hringmyrkva fer tunglið allt fyrir sólina en er of langt í burtu frá Jörðinni til að myrkva hana alveg. Frá Íslandi séð er sólmyrkvinn 20. mars 2015 mjög verulegur deildarmyrkvi.

Almyrkvar á sólu eru tímabundin tilviljun frá náttúrunnar hendi. Frá Jörðu séð eru tunglið og sólin ámóta stór á himninum (um hálf gráða). Ástæðan er sú að sólin er um 400 sinnum stærri en tunglið að þvermáli en 400 sinnum lengra í burtu frá Jörðinni en tunglið.

Ferill almyrkvans 20. mars 2015 liggur að mestu yfir haf en einnig í gegnum Færeyjar og Svalbarða. Annars staðar í Evrópu og á Grænlandi sést deildarmyrkvi en á fáum stöðum jafn verulegur eins og á Íslandi.

Ferill almyrkvans 20. mars 2015 liggur í gegnum Færeyjar og Svalbarða og á Norðurpólinn. Utan þessarar mjóu slóðar sést deildarmyrkvi og á fáum stöðum jafn verulegur og á Íslandi.

Sólmyrkvinn stendur yfir um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8:38, nær hámarki kl. 9:37 og lýkur kl. 10:39 föstudagsmorguninn 20. mars. Á öðrum stöðum á landinu getur munað einni til tveimur mínútum til eða frá vegna snúnings Jarðar, snúnings tunglsins og staðsetningu frá almyrkvaslóðinni.

Til að fylgjast með myrkvanum er nauðsynlegt að nota viðeigandi hlífðarbúnað, svo sem sólmyrkvagleraugu eða sólarsíur. Sólin er lágt á lofti föstudagsmorguninn 20. mars svo gæta þarf þess að hvorki fjöll né byggingar skyggi á hana þegar myrkvinn stendur yfir.

Þegar myrkvinn er í hámarki rökkvar lítillega (mest á Austurlandi) og er þá mögulegt að koma auga á reikistjörnuna Venus austan við sólina (vinstra megin sólar).

Ýtarlegar er fjallað um sólmyrkva í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?

Myndir:
  • Mynd af deildarmyrkva: Stjörnufræðivefurinn. Höfundar myndar: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson. (Sótt 18. 3. 2015).
  • Mynd af ferli sólmyrkva Stjörnufræðivefurinn. Höfundur myndar: Hermann Hafsteinsson. (Sótt 18. 3. 2015).


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um sólmyrkvann 20. mars 2015 á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þá umfjöllun í heild sinni.

Útgáfudagur

19.3.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2015. Sótt 27. júlí 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=69634.

Stjörnufræðivefurinn. (2015, 19. mars). Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69634

Stjörnufræðivefurinn. „Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2015. Vefsíða. 27. júl. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69634>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um sólmyrkvann 20. mars 2015?
Sólmyrkvinn 20. mars 2015 er almyrkvi. Ferill almyrkvans liggur aðeins um 70 km austur af suðausturhluta Íslands. Í Færeyjum og á Svalbarða sést almyrkvi en á Íslandi sést verulegur deildarmyrkvi. Í Reykjavík hylur tunglið 97,5% sólar en 99,4% á Austurlandi. Þetta er seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026, en ferill þess sólmyrkva liggur í gegnum Reykjavík.

Almyrkvinn stendur lengst yfir í 2 mínútur og 47 sekúndur. Almyrkvaslóðin er um 480 km á breidd og liggur að mestu yfir hafi.

Þetta er mesti myrkvi sem sést hefur frá Íslandi frá almyrkvanum 30. júní 1954. Síðan 1954 hefur tunglið mest náð að hylja 77% af sólinni (árin 1986, 1979 og 1971). Við hringmyrkvann 2003 huldi tunglið mest 94% sólar.

Hámark deildarmyrkva 20. mars 2015.

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar og myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Sólmyrkvar geta því eingöngu orðið þegar tungl er nýtt. Við almyrkva hylur tunglið skífu sólar í heild sinni en við deildar- eða hringmyrkva er aðeins hluti sólar hulinn.

Sólmyrkvar geta verið þrenns konar: Almyrkvar, deildarmyrkvar og hringmyrkvar. Við almyrkva hylur tunglið sólina alla en við deildarmyrkva hylur tunglið sólina að hluta til. Við hringmyrkva fer tunglið allt fyrir sólina en er of langt í burtu frá Jörðinni til að myrkva hana alveg. Frá Íslandi séð er sólmyrkvinn 20. mars 2015 mjög verulegur deildarmyrkvi.

Almyrkvar á sólu eru tímabundin tilviljun frá náttúrunnar hendi. Frá Jörðu séð eru tunglið og sólin ámóta stór á himninum (um hálf gráða). Ástæðan er sú að sólin er um 400 sinnum stærri en tunglið að þvermáli en 400 sinnum lengra í burtu frá Jörðinni en tunglið.

Ferill almyrkvans 20. mars 2015 liggur að mestu yfir haf en einnig í gegnum Færeyjar og Svalbarða. Annars staðar í Evrópu og á Grænlandi sést deildarmyrkvi en á fáum stöðum jafn verulegur eins og á Íslandi.

Ferill almyrkvans 20. mars 2015 liggur í gegnum Færeyjar og Svalbarða og á Norðurpólinn. Utan þessarar mjóu slóðar sést deildarmyrkvi og á fáum stöðum jafn verulegur og á Íslandi.

Sólmyrkvinn stendur yfir um tvær klukkustundir. Í Reykjavík hefst hann kl. 8:38, nær hámarki kl. 9:37 og lýkur kl. 10:39 föstudagsmorguninn 20. mars. Á öðrum stöðum á landinu getur munað einni til tveimur mínútum til eða frá vegna snúnings Jarðar, snúnings tunglsins og staðsetningu frá almyrkvaslóðinni.

Til að fylgjast með myrkvanum er nauðsynlegt að nota viðeigandi hlífðarbúnað, svo sem sólmyrkvagleraugu eða sólarsíur. Sólin er lágt á lofti föstudagsmorguninn 20. mars svo gæta þarf þess að hvorki fjöll né byggingar skyggi á hana þegar myrkvinn stendur yfir.

Þegar myrkvinn er í hámarki rökkvar lítillega (mest á Austurlandi) og er þá mögulegt að koma auga á reikistjörnuna Venus austan við sólina (vinstra megin sólar).

Ýtarlegar er fjallað um sólmyrkva í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?

Myndir:
  • Mynd af deildarmyrkva: Stjörnufræðivefurinn. Höfundar myndar: Gunnlaugur Björnsson/Hermann Hafsteinsson. (Sótt 18. 3. 2015).
  • Mynd af ferli sólmyrkva Stjörnufræðivefurinn. Höfundur myndar: Hermann Hafsteinsson. (Sótt 18. 3. 2015).


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um sólmyrkvann 20. mars 2015 á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þá umfjöllun í heild sinni.

...