Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?

Gylfi Magnússon

FTSE stendur fyrir Financial Times Stock Exchange. FTSE er einnig nafn á fyrirtæki í eigu Financial Times og kauphallarinnar í London sem meðal annars reiknar út allmargar hlutabréfavísitölur. Sú þekktasta af þeim er svokölluð FTSE 100 vísitala sem á að endurspegla verð á 100 verðmætustu hlutafélögunum sem skráð eru í kauphöllina í London. Hún hefur verið reiknuð út frá árinu 1984. Þegar rætt er um FTSE-vísitöluna er yfirleitt átt við FTSE 100 vísitöluna.


Kauphöllin í London.

FTSE 100 vísitalan endurspeglar nokkuð vel verð stórra breskra hlutafélaga. Markaðsvirði hlutafélaganna sem stuðst er við þegar vísitalan er reiknuð út er um fjórir fimmtu af markaðsvirði allra hlutafélaga sem skráð eru í kauphöllinni í London.

FTSE 100 vísitalan er talsvert mikið notuð í viðskiptum, meðal annars eru til margir hlutabréfasjóðir sem reyna að herma eftir vísitölunni. Af öðrum þekktum evrópskum hlutabréfavísitölum má nefna hina þýsku DAX og CAC 40, sem er frönsk. Hérlendis er einkum horft til úrvalsvísitölunnar, sem svo er kölluð, en hún heitir nú formlega OMX Iceland 15.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

17.12.2007

Spyrjandi

Baldur Kolbeinn Halldórsson, f. 1993

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2007. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6964.

Gylfi Magnússon. (2007, 17. desember). Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6964

Gylfi Magnússon. „Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2007. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6964>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?
FTSE stendur fyrir Financial Times Stock Exchange. FTSE er einnig nafn á fyrirtæki í eigu Financial Times og kauphallarinnar í London sem meðal annars reiknar út allmargar hlutabréfavísitölur. Sú þekktasta af þeim er svokölluð FTSE 100 vísitala sem á að endurspegla verð á 100 verðmætustu hlutafélögunum sem skráð eru í kauphöllina í London. Hún hefur verið reiknuð út frá árinu 1984. Þegar rætt er um FTSE-vísitöluna er yfirleitt átt við FTSE 100 vísitöluna.


Kauphöllin í London.

FTSE 100 vísitalan endurspeglar nokkuð vel verð stórra breskra hlutafélaga. Markaðsvirði hlutafélaganna sem stuðst er við þegar vísitalan er reiknuð út er um fjórir fimmtu af markaðsvirði allra hlutafélaga sem skráð eru í kauphöllinni í London.

FTSE 100 vísitalan er talsvert mikið notuð í viðskiptum, meðal annars eru til margir hlutabréfasjóðir sem reyna að herma eftir vísitölunni. Af öðrum þekktum evrópskum hlutabréfavísitölum má nefna hina þýsku DAX og CAC 40, sem er frönsk. Hérlendis er einkum horft til úrvalsvísitölunnar, sem svo er kölluð, en hún heitir nú formlega OMX Iceland 15.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...