Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?

Guðrún Kvaran

Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ urðu til fyrir kristin áhrif þegar syndsamlegt þótti að ákalla heiðin goð. Síðar, þegar kristni hafði náð varanlegri festu, þótti sambærilega ósiðsamlegt að ákalla ill öfl í neðra og heiðin goð áður. Þannig urðu til blótsyrðin andskotans, djöfulsins, fjandans og helvítis.

Bölv og ragn hefur lengstum þótt miður góður vani og því hefur með tímanum orðið til fjöldinn allur af feluorðum eða svokölluðum nóa-orðum, bæði nafnorðum og lýsingarorðum. Þá er reynt að milda ákallið til fjandans og helvítis með því að segja til dæmis ansans eða ansvítans (í stað andskotans), árans, bévítans (af fyrsta staf í orðinu bölvaður, bé-, og –vítans eins og í ansvítans), déskotans (sambland af djöfll og andskoti, myndað á sama hátt og bévítans), skollans, assvítans og mörg fleiri.

Meðal feluorðanna eru nokkur sem ekki verða rakin beint til fjandans og ára hans. Þar má nefna horngrýtis af horngrýti ‘eggjagrjót’ (sem vísar hugsanlega til bústaðarins í neðra en er ekki sams konar ákall og til dæmis fjandans), rækals og rækallans af rækall sem aftur er samandregin mynd af rægikarl ‘rógberi’, skrambans af skrambi sem í nágrannamálum merkir ‘magur maður eða hross’, óhræsis af óhræsi ‘ódámur, ódráttur’, ólukkans af ólukka ‘óhamingja’ og ótætis af ótæti ‘þrjótur, úrþvætti’.



"Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvalsétandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík!" gæti Kolbeinn kafteinn í Tinnabókunum verið að segja en hann er þekktur fyrir að taka sterkt til orða án þess að raunverulega blóta. Önnur vinsæl aðferð til að blóta í teiknimyndasögum er að nota tákn í stað orða.

Upphrópanir eins og Drottinn minn, Drottinn minn dýri, Jesús, Jesús minn, Jesús Pétur, jedúddamía, jeremía, hjálpi mér allir heilagir, hamingjan góða og margar fleiri teljast ekki til blótsyrða en eru sumar notaðar til að tjá undrun, aðrar vandlætingu, enn aðrar eru notaðar gælandi.

Orðin sem hér hafa verið nefnd eru aðeins nokkur dæmi um íslenskar blótvenjur en þau benda til að gamall og gróinn vani sé hérlendis að leita í kristindóminn umfram annað.

Dálítið ber á að menn grípi til blótsyrða í talmáli sem tíðast í ensku. Þar má nefna sjitt sem í Íslenskri orðabók (2002:1292) er sagt lýsa óánægju eða vanþóknun og er merkt með tveimur spurningarmerkjum en þau vísa til þess að um sé að ræða ,,framandorð sem vafi leikur á hvort talist getur íslenskt, sletta“ (2002:xiii). Á sama hátt er merkt orðið fokking sem tekið er beint úr ensku og í orðabókinni er sagt notað í merkingunni ‘leiðinda, djöfulsins’. Þess má svo að lokum geta að þessi blótsyrði og þá sérstaklega fokking eru að öllu jöfnu ekki eins gróf á íslensku eins og þegar þau eru notuð í enskumælandi löndum.

Mynd: Exclamations - How to Exclaim


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Íslensk tunga er ágætlega rík af bölvi, blóti og upphrópunum, en nær alltaf hafa þessi orð trúarlega tilvísun: "andskotands", "helvítis", "djöfulsins", "guð minn góður", "jesús!" svo nefnd séu nokkur þau allra algengustu.

Hvaða orð á íslensk tunga fyrir okkur sem viljum bölva og blóta og hrópa upp yfir okkur án þess að grípa til trúarlegra orða? Enskumælandi þjóðir nota t.d. hvað helst ó-trúartengd orð eins og "fuck" og "shit" og "damn" (sem þó er svona á mörkum trúarlegrar orðræðu).

Einhvern tíma var grínast með það í áramótaskaupi að íslendingar gætu notað "hægðir" í staðinn fyrir "shit". En á Vísindavefurinn betri svör handa orðljótum og upphrópandi trúleysingja?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.12.2007

Spyrjandi

Ásgeir Ingvarsson, Sæbjörg Freyja Gísladóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2007. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6967.

Guðrún Kvaran. (2007, 18. desember). Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6967

Guðrún Kvaran. „Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2007. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6967>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?
Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ urðu til fyrir kristin áhrif þegar syndsamlegt þótti að ákalla heiðin goð. Síðar, þegar kristni hafði náð varanlegri festu, þótti sambærilega ósiðsamlegt að ákalla ill öfl í neðra og heiðin goð áður. Þannig urðu til blótsyrðin andskotans, djöfulsins, fjandans og helvítis.

Bölv og ragn hefur lengstum þótt miður góður vani og því hefur með tímanum orðið til fjöldinn allur af feluorðum eða svokölluðum nóa-orðum, bæði nafnorðum og lýsingarorðum. Þá er reynt að milda ákallið til fjandans og helvítis með því að segja til dæmis ansans eða ansvítans (í stað andskotans), árans, bévítans (af fyrsta staf í orðinu bölvaður, bé-, og –vítans eins og í ansvítans), déskotans (sambland af djöfll og andskoti, myndað á sama hátt og bévítans), skollans, assvítans og mörg fleiri.

Meðal feluorðanna eru nokkur sem ekki verða rakin beint til fjandans og ára hans. Þar má nefna horngrýtis af horngrýti ‘eggjagrjót’ (sem vísar hugsanlega til bústaðarins í neðra en er ekki sams konar ákall og til dæmis fjandans), rækals og rækallans af rækall sem aftur er samandregin mynd af rægikarl ‘rógberi’, skrambans af skrambi sem í nágrannamálum merkir ‘magur maður eða hross’, óhræsis af óhræsi ‘ódámur, ódráttur’, ólukkans af ólukka ‘óhamingja’ og ótætis af ótæti ‘þrjótur, úrþvætti’.



"Fari það í þúsund trilljón tryllta, tarfóða, tólgsadda, tannhvalsétandi, termítabitna túnfiska í Trékyllisvík!" gæti Kolbeinn kafteinn í Tinnabókunum verið að segja en hann er þekktur fyrir að taka sterkt til orða án þess að raunverulega blóta. Önnur vinsæl aðferð til að blóta í teiknimyndasögum er að nota tákn í stað orða.

Upphrópanir eins og Drottinn minn, Drottinn minn dýri, Jesús, Jesús minn, Jesús Pétur, jedúddamía, jeremía, hjálpi mér allir heilagir, hamingjan góða og margar fleiri teljast ekki til blótsyrða en eru sumar notaðar til að tjá undrun, aðrar vandlætingu, enn aðrar eru notaðar gælandi.

Orðin sem hér hafa verið nefnd eru aðeins nokkur dæmi um íslenskar blótvenjur en þau benda til að gamall og gróinn vani sé hérlendis að leita í kristindóminn umfram annað.

Dálítið ber á að menn grípi til blótsyrða í talmáli sem tíðast í ensku. Þar má nefna sjitt sem í Íslenskri orðabók (2002:1292) er sagt lýsa óánægju eða vanþóknun og er merkt með tveimur spurningarmerkjum en þau vísa til þess að um sé að ræða ,,framandorð sem vafi leikur á hvort talist getur íslenskt, sletta“ (2002:xiii). Á sama hátt er merkt orðið fokking sem tekið er beint úr ensku og í orðabókinni er sagt notað í merkingunni ‘leiðinda, djöfulsins’. Þess má svo að lokum geta að þessi blótsyrði og þá sérstaklega fokking eru að öllu jöfnu ekki eins gróf á íslensku eins og þegar þau eru notuð í enskumælandi löndum.

Mynd: Exclamations - How to Exclaim


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Íslensk tunga er ágætlega rík af bölvi, blóti og upphrópunum, en nær alltaf hafa þessi orð trúarlega tilvísun: "andskotands", "helvítis", "djöfulsins", "guð minn góður", "jesús!" svo nefnd séu nokkur þau allra algengustu.

Hvaða orð á íslensk tunga fyrir okkur sem viljum bölva og blóta og hrópa upp yfir okkur án þess að grípa til trúarlegra orða? Enskumælandi þjóðir nota t.d. hvað helst ó-trúartengd orð eins og "fuck" og "shit" og "damn" (sem þó er svona á mörkum trúarlegrar orðræðu).

Einhvern tíma var grínast með það í áramótaskaupi að íslendingar gætu notað "hægðir" í staðinn fyrir "shit". En á Vísindavefurinn betri svör handa orðljótum og upphrópandi trúleysingja?
...