Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?

Guðrún Kvaran

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Orðið fokdýrt hvaðan hefur það upprunann sinn er það fokdýrt eins og fljúgandi hátt verð eða fokk dýrt?

Hvorugkynsorðið fok merkir ‘það að fjúka, það sem fýkur’ og er skylt sögnunum að fjúka og feykja. En fok- getur einnig verið áhersluforskeyti lýsingarorða og hefur verið notað lengi í málinu, að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Það gefur lýsingarorðinu merkinguna ‘mjög ...’. Sem dæmi mætti nefna fokdýr, fokreiður, fokillur, fokvondur. Engar líkur eru á að notkunin eigi rætur að rekja til ensku.

Fokdý tískuföt. Fok- getur verið áhersluforskeyti lýsingarorða. Engar líkur eru á að notkunin eigi rætur að rekja til ensku. Fok er því ekki dregið af fokk.

Heimild og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.11.2022

Spyrjandi

Kormákur Kristjánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?“ Vísindavefurinn, 18. nóvember 2022. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=82972.

Guðrún Kvaran. (2022, 18. nóvember). Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=82972

Guðrún Kvaran. „Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?“ Vísindavefurinn. 18. nóv. 2022. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=82972>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti fok- í fokdýrt tengst orðinu fokk?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Orðið fokdýrt hvaðan hefur það upprunann sinn er það fokdýrt eins og fljúgandi hátt verð eða fokk dýrt?

Hvorugkynsorðið fok merkir ‘það að fjúka, það sem fýkur’ og er skylt sögnunum að fjúka og feykja. En fok- getur einnig verið áhersluforskeyti lýsingarorða og hefur verið notað lengi í málinu, að minnsta kosti frá síðari hluta 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Það gefur lýsingarorðinu merkinguna ‘mjög ...’. Sem dæmi mætti nefna fokdýr, fokreiður, fokillur, fokvondur. Engar líkur eru á að notkunin eigi rætur að rekja til ensku.

Fokdý tískuföt. Fok- getur verið áhersluforskeyti lýsingarorða. Engar líkur eru á að notkunin eigi rætur að rekja til ensku. Fok er því ekki dregið af fokk.

Heimild og mynd:

...