Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að eitthvað kosti kúk og kanil virðist ekki gamalt í málinu. Það hefur ekki komist inn í orðabækur eða orðtakasöfn en virðist mjög algengt á Netinu. Ekki er það heldur að finna í Slangurorðabókinni á Netinu. Merkingin er ‛lítið sem ekki neitt’. Ef eitthvað kostar kúk og kanil er það hræódýrt. Aftur á móti er eldra að segja að eitthvað kosti skít og kanil í sömu merkingu. Það er án efa myndað eftir danska orðasambandinu skidt og kanel sem notað er um eitthvað sem bæði getur verið jákvætt og neikvætt.

Ein kanilstöng er hræódýr og kostar þá einfaldlega kúk og kanil.

Algengt er að segja að eitthvað kosti skít (og ekki neitt) og er það komið úr dönsku, samanber skid og ingenting. Orðið skítur er algengt í föstum samböndum og skítur og kúkur standa saman í orðasamböndunum það er lítill (enginn) munur á skít og kúk ‛báðir eru jafn slæmir’ og skítur á priki og kúkur á krók ‛lítil peningaupphæð sem varla munar um’.

Orðasambandið að fara í kúk og köku er notað um að verða miður sín yfir einhverju. Sambandið kúkur og kanill er myndað á sama hátt, það er með stuðlum, k-k, til áherslu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.11.2011

Síðast uppfært

24.4.2024

Spyrjandi

Sigrún Ósk Arnardóttir, Bryndís Björk Ásmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 22. nóvember 2011, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60731.

Guðrún Kvaran. (2011, 22. nóvember). Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60731

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 22. nóv. 2011. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60731>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?
Orðasambandið að eitthvað kosti kúk og kanil virðist ekki gamalt í málinu. Það hefur ekki komist inn í orðabækur eða orðtakasöfn en virðist mjög algengt á Netinu. Ekki er það heldur að finna í Slangurorðabókinni á Netinu. Merkingin er ‛lítið sem ekki neitt’. Ef eitthvað kostar kúk og kanil er það hræódýrt. Aftur á móti er eldra að segja að eitthvað kosti skít og kanil í sömu merkingu. Það er án efa myndað eftir danska orðasambandinu skidt og kanel sem notað er um eitthvað sem bæði getur verið jákvætt og neikvætt.

Ein kanilstöng er hræódýr og kostar þá einfaldlega kúk og kanil.

Algengt er að segja að eitthvað kosti skít (og ekki neitt) og er það komið úr dönsku, samanber skid og ingenting. Orðið skítur er algengt í föstum samböndum og skítur og kúkur standa saman í orðasamböndunum það er lítill (enginn) munur á skít og kúk ‛báðir eru jafn slæmir’ og skítur á priki og kúkur á krók ‛lítil peningaupphæð sem varla munar um’.

Orðasambandið að fara í kúk og köku er notað um að verða miður sín yfir einhverju. Sambandið kúkur og kanill er myndað á sama hátt, það er með stuðlum, k-k, til áherslu.

Mynd:...