Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Sögnin að kúka þekkist í málinu frá 17. öld í merkingunni ‘ganga örna sinna, skíta’. Af henni er leitt nafnorðið kúkur ‘manna- eða dýrasaur, drit’ sem dæmi eru um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 18. aldar. Sögnin að kukka ‘drita, skíta’ og nafnorðið kukkur ‘saur’ eru af sömu rót og eru oftast tengd barnamáli.

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið kúkur frá fyrri hluta 18. aldar.

Í færeysku er til sögnin kukka ‘drita’ og nafnorðið kukkur ‘þurr saur’, í nýnorsku er sögnin kukka notuð um að kúka (einkum um börn) og í hjaltlensku kuk(k) ‘þurr saur’. Þetta gæti bent til að orðin séu af vesturnorrænum uppruna.

Í Íslenskri orðsifjabók giskar Ásgeir Blöndal Magnússon á að sögnin kúka sé ef til vill nafnleidd af orðum sem merktu ‘(skíta)köggull eða sparð’ eða þess háttar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.6.2024

Spyrjandi

Hjálmar Freyr Agnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2024, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86427.

Guðrún Kvaran. (2024, 21. júní). Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86427

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2024. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86427>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðið kúkur inn í íslenskt mál?
Sögnin að kúka þekkist í málinu frá 17. öld í merkingunni ‘ganga örna sinna, skíta’. Af henni er leitt nafnorðið kúkur ‘manna- eða dýrasaur, drit’ sem dæmi eru um í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá fyrri hluta 18. aldar. Sögnin að kukka ‘drita, skíta’ og nafnorðið kukkur ‘saur’ eru af sömu rót og eru oftast tengd barnamáli.

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið kúkur frá fyrri hluta 18. aldar.

Í færeysku er til sögnin kukka ‘drita’ og nafnorðið kukkur ‘þurr saur’, í nýnorsku er sögnin kukka notuð um að kúka (einkum um börn) og í hjaltlensku kuk(k) ‘þurr saur’. Þetta gæti bent til að orðin séu af vesturnorrænum uppruna.

Í Íslenskri orðsifjabók giskar Ásgeir Blöndal Magnússon á að sögnin kúka sé ef til vill nafnleidd af orðum sem merktu ‘(skíta)köggull eða sparð’ eða þess háttar.

Heimildir og mynd:

...