Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðaði svona:
Hver er uppruni orðsins "della", sbr. "kúadella"? Fyrirspurnin vaknar úr rannsókn á uppruna enska fyrirbærisins "dilly cart", sem í nokkrum héruðum Englands sem tilheyrðu Danalögum á miðöldum* var nafnið á ökutækinu sem notað var við tæmingu salerna, líka í þorpinu sem ég ólst upp í. "Dilly" var að vísu notað hér áður fyrr sem heiti hestvagna af ýmsu tagi, en það er víða útskýrt sem stytting af orðinu "diligence", almenningsfaratæki fyrri alda. Er hægt að finna tengsl milli orðanna "della" og "dilly" vegna úrgangsins sem þau tengjast bæði?

* Það eru fleiri orð af norrænum uppruna notuð á þessu svæði sem eru nánast óþekkt í öðrum landshlutum.

Orðið della ‘væta, blaut föt; klessa, sletta’ þekkist í íslensku máli frá 19. öld, til dæmis í samsetta orðinu kúadella ‘kúaskítur’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 110) er upphafleg merking orðstofnsins ‘eitthvað dinglandi, dýjandi eða lint’ og bleytumerkingin er þaðan runnin. Ekki virðast því vera tengsl við enska orðið dilly sem spurt var um. Í enskri orðsifjabók Walter W. Skeat er sagt að dilly sé slangurorð ættað úr frönsku frá carrosse de diligence ‘póstvagn’.

Kúadella eða kúaskítur.

Heimildir og mynd:


Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.9.2022

Spyrjandi

Noel

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?“ Vísindavefurinn, 2. september 2022. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=83716.

Guðrún Kvaran. (2022, 2. september). Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=83716

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2022. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=83716>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins della, samanber kúadella?
Upprunalega spurningin var í löngu máli og hljóðaði svona:

Hver er uppruni orðsins "della", sbr. "kúadella"? Fyrirspurnin vaknar úr rannsókn á uppruna enska fyrirbærisins "dilly cart", sem í nokkrum héruðum Englands sem tilheyrðu Danalögum á miðöldum* var nafnið á ökutækinu sem notað var við tæmingu salerna, líka í þorpinu sem ég ólst upp í. "Dilly" var að vísu notað hér áður fyrr sem heiti hestvagna af ýmsu tagi, en það er víða útskýrt sem stytting af orðinu "diligence", almenningsfaratæki fyrri alda. Er hægt að finna tengsl milli orðanna "della" og "dilly" vegna úrgangsins sem þau tengjast bæði?

* Það eru fleiri orð af norrænum uppruna notuð á þessu svæði sem eru nánast óþekkt í öðrum landshlutum.

Orðið della ‘væta, blaut föt; klessa, sletta’ þekkist í íslensku máli frá 19. öld, til dæmis í samsetta orðinu kúadella ‘kúaskítur’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 110) er upphafleg merking orðstofnsins ‘eitthvað dinglandi, dýjandi eða lint’ og bleytumerkingin er þaðan runnin. Ekki virðast því vera tengsl við enska orðið dilly sem spurt var um. Í enskri orðsifjabók Walter W. Skeat er sagt að dilly sé slangurorð ættað úr frönsku frá carrosse de diligence ‘póstvagn’.

Kúadella eða kúaskítur.

Heimildir og mynd:


...