Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?

Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir, Sverrir Arnar Ragnarsson og Ívar Daði Þorvaldsson

Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframleiðslu C. verum kemur frá Srí Lanka, sem er eyja í Indlandshafi, en engin önnur tegund kanils finnst þar. Þar að auki er C. verum ræktað til útflutnings á eyjunni Madagaskar og Seychelles-eyjum. Hann má einnig finna á Suður-Indlandi, nálægt Srí Lanka, í Búrma, Suður-Ameríku og Vestur-Indíum.

Lauf trés af ættkvíslinni Cinnamomum.

Aðrar tegundir kanils eru gjarnan kallaðar cassia til aðgreiningar. Af þeim koma tveir þriðju hlutar heimsframleiðslu frá Indónesíu. Í Kína er einnig framleitt töluvert magn, en minna á Indlandi og í Víetnam. Þessar tegundir gefa rúmlega 70% af heimsframleiðslu á kanil, þannig eru einungis tæplega 30% sem teljast til hins sanna kanils.

Sögu kanils má rekja aftur til Egyptalands en þangað var hann fyrst fluttur fyrir um 4.000 árum eða um 2.000 f.Kr. Vafalaust hefur hann þó verið notaður sem krydd fyrir þann tíma þar sem hann finnst í náttúrunni. Kanill var þó ekki einungis notaður sem krydd. Hann var til að mynda notaður í ýmsum trúarlegum tilgangi, til dæmis sem gjöf til guða, enda var hann um tíma verðmætari en gull. Enn fremur var hann notaður sem rotvarnarefni fyrir kjöt og til galdra.

Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjá. Hann er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts.

Þrátt fyrir vinsældir kanils, allt frá 2.000 f.Kr., tókst kaupmönnum að halda uppruna hans leyndum fram á 16. öld. Þannig náðu þeir að varðveita einokun sína á kanil. Með því að búa til sögur um erfiðleika sína í að nálgast afurðina, gátu þeir einnig réttlætt hátt verð hans.

Í lok 15. aldar taldi Kristófer Kólumbus (1451-1506) sig hafa fundið kanil í nýja heiminum en svo var ekki. Árið 1505 fundu Portúgalar kanilinn á eynni Seylon, sem nú heitir Srí Lanka. Um 1800 var kanill ekki jafnverðmætur og hann hafði verið, þar sem hann var nú ræktaður í öðrum heimshlutum, auk þess sem aðrar tegundir kanils, cassia, voru orðnar vinsælar.

Nú á tímum er kanill notaður til að krydda ýmsan mat og er auk þess afar vinsæll í bakstur.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.7.2015

Spyrjandi

Önundur Björnsson

Tilvísun

Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir, Sverrir Arnar Ragnarsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2015, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21525.

Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir, Sverrir Arnar Ragnarsson og Ívar Daði Þorvaldsson. (2015, 2. júlí). Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21525

Elínborg Una Einarsdóttir, Heiða Norðkvist Halldórsdóttir, Sverrir Arnar Ragnarsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2015. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21525>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er kanill upprunalega og hvar finnst hann í náttúrunni?
Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjáa. Trén eru af ættkvíslinni Cinnamomum í Lauraceae-ættinni. Kanill er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts. Sumir telja að Cinnamomum verum (studum kallaður C. zeylanicium) sé hinn eini sanni kanill (e. true cinnamon). Um 80-90% af heimsframleiðslu C. verum kemur frá Srí Lanka, sem er eyja í Indlandshafi, en engin önnur tegund kanils finnst þar. Þar að auki er C. verum ræktað til útflutnings á eyjunni Madagaskar og Seychelles-eyjum. Hann má einnig finna á Suður-Indlandi, nálægt Srí Lanka, í Búrma, Suður-Ameríku og Vestur-Indíum.

Lauf trés af ættkvíslinni Cinnamomum.

Aðrar tegundir kanils eru gjarnan kallaðar cassia til aðgreiningar. Af þeim koma tveir þriðju hlutar heimsframleiðslu frá Indónesíu. Í Kína er einnig framleitt töluvert magn, en minna á Indlandi og í Víetnam. Þessar tegundir gefa rúmlega 70% af heimsframleiðslu á kanil, þannig eru einungis tæplega 30% sem teljast til hins sanna kanils.

Sögu kanils má rekja aftur til Egyptalands en þangað var hann fyrst fluttur fyrir um 4.000 árum eða um 2.000 f.Kr. Vafalaust hefur hann þó verið notaður sem krydd fyrir þann tíma þar sem hann finnst í náttúrunni. Kanill var þó ekki einungis notaður sem krydd. Hann var til að mynda notaður í ýmsum trúarlegum tilgangi, til dæmis sem gjöf til guða, enda var hann um tíma verðmætari en gull. Enn fremur var hann notaður sem rotvarnarefni fyrir kjöt og til galdra.

Kanill er krydd sem unnið er úr berki margra tegunda sígrænna trjá. Hann er bæði notaður í formi kanilstanga og dufts.

Þrátt fyrir vinsældir kanils, allt frá 2.000 f.Kr., tókst kaupmönnum að halda uppruna hans leyndum fram á 16. öld. Þannig náðu þeir að varðveita einokun sína á kanil. Með því að búa til sögur um erfiðleika sína í að nálgast afurðina, gátu þeir einnig réttlætt hátt verð hans.

Í lok 15. aldar taldi Kristófer Kólumbus (1451-1506) sig hafa fundið kanil í nýja heiminum en svo var ekki. Árið 1505 fundu Portúgalar kanilinn á eynni Seylon, sem nú heitir Srí Lanka. Um 1800 var kanill ekki jafnverðmætur og hann hafði verið, þar sem hann var nú ræktaður í öðrum heimshlutum, auk þess sem aðrar tegundir kanils, cassia, voru orðnar vinsælar.

Nú á tímum er kanill notaður til að krydda ýmsan mat og er auk þess afar vinsæll í bakstur.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...