Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið?

Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 18. öld og vafasamt að tengja þau hetti í merkingunni 'sítt höfuðfat, hetta, hattur'. Hann telur að höttur sé hér hugsanlega ummyndun úr *hottr, samanber nýnorsku hott, hutt 'þúfa, hnjótur, grashnotti', jósku hot 'jarðvegshnjótur, þúfa' og færeysku høttur 'þúfa' (1989:414).

Sumir telja að höttur merki 'fjallstindur' eða 'himinn, loft'. Á myndinni sést Búlandstindur í Djúpavogshreppi.

Jón G. Friðjónsson hallast að því að höttur merki hér 'fjallstindur' og vísar þar í Halldór Halldórsson 1991. Sjálfum finnst Jóni önnur skýring trúlegri, það er að höttur merki himinn, loft' og styðst þar við vangaveltur Helga Hálfdanarsonar sem Ásgeir féllst ekki á. Oft er það þannig að uppruni er umdeildur þegar heimildir eru fáar.

(* merkir að orðmyndin er endurgerð, kemur ekki fyrir).

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin og endurskoðuð.
  • Helgi Hálfdanarson. 1985. Skynsamleg orð og skætingur. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

Útgáfudagur

22.6.2015

Spyrjandi

Haraldur Árnason

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'? “ Vísindavefurinn, 22. júní 2015. Sótt 20. ágúst 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=69869.

Guðrún Kvaran. (2015, 22. júní). Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69869

Guðrún Kvaran. „Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'? “ Vísindavefurinn. 22. jún. 2015. Vefsíða. 20. ágú. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69869>.

Chicago | APA | MLA

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kobbi kviðrista

Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Árið 1888 myrti hann að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun því að morðin voru aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll morðin með því að skera fórnarlömbin á háls.