Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins.


Þegar breytingum á tölu er lýst í stærðfræði og prósentureikningi er alltaf miðað við upphaflegu töluna. Ef vara kostar venjulega 1000 krónur og er auglýst með 20% afslætti eigum við von á að afslátturinn nemi 20% af upphaflega verðinu og sé 200 krónur, þannig að varan kosti 800 krónur með afslættinum. Ef vara sem kostar 100 krónur í júní hækkar 1. júlí um 30% kostar hún 130 krónur í júlí. Við segjum þá fullum fetum og ágreiningslaust að hún kosti 30 hundraðshlutum meira en hún kostaði áður. Eins virðist ekki verulegur ágreiningur um það að talan 40 sé þriðjungi stærri en 30.



Nú hefði mátt hugsa sér að orðasambandið „helmingi meira“, sem á sér ekki hliðstæður í erlendum málum eftir því sem okkur er kunnugt, væri notað á sama hátt og hér var lýst. Hugsum okkur þá tvær vörur, gróft brauð og fínt brauð. Ef grófa brauðið kostar 20 krónur og það fína er helmingi dýrara en það grófa mundu sömu reikningar og áðan vera svona: Viðbótin er helmingur af því upphaflega, það er 10 krónur svo að fínt brauð kostar 30 krónur.

Í íslensku hefur þó tíðkast að nota orðin „helmingi meira en“ í annarri merkingu. Ef fínt brauð er sagt vera helmingi dýrara en gróft brauð er samkvæmt þessari hefð átt við að verð grófa brauðsins sé helmingur af verði fína brauðsins. Ef grófa brauðið kostar 20 krónur kostar það fína því 40 krónur eftir þessari reglu.

Þessi hefðbundna merking orðasambandsins „helmingi meira en“ virðist hins vegar vera á undanhaldi um þessar mundir og gamla og nýja merkingin ruglast saman. Þar sem tilgangur tungumálsins er öðru fremur sá að tjá hugsun okkar er slíkur ruglingur óheppilegur, ekki síður fyrir það að mörgum reynist nógu erfitt að ná tökum á annarri hvorri merkingunni. Ruglingurinn verður þá meðal annars til þess að menn veigra sér við að taka svona til orða og leita annarra leiða til að orða hugsun sína. Jafnframt bendir þó flest til þess að nýja merkingin, sem er í samræmi við hliðstætt orðalag í almennum hlutfallareikningi að öðru leyti, muni verða ofan á innan tíðar.

Þeir sem vilja ekki taka svo til orða að 40 sé helmingi meira en 20 grípa oft til þess í staðinn að segja að 40 sé tvöfalt meira en 20. Þar sem orðið 'tvöfalt' felur í sér vísun til margföldunar virðist sem þetta geti staðist og þurfi ekki að valda ruglingi. Hið sama gildir um orðalag eins og tvisvar sinnum meira. Ef einhverjum dytti hins vegar í hug að segja að eitthvað væri „tvöföldu meira en 20“ þá væri eðlilegast að skilja það svo að átt væri við töluna 60.

Engin vandræði af þessu tagi virðast hafa komið upp kringum orðasambandið „helmingi minna en“. Þannig eru vonandi allir sammála um að 10 sé helmingi minna en 20 og 20 sé þriðjungi minna en 30.

Ekki eru sýnileg erlend áhrif á þær málbreytingar sem hér um ræðir, heldur virðist íslenskan vera að breytast í þessu efni samkvæmt lögmálum eðlilegrar málþróunar.


Mynd: HB

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.7.2000

Spyrjandi

Guðmundur Páll Kjartansson, f. 1988

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða tala er helmingi stærri en 20?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=699.

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 28. júlí). Hvaða tala er helmingi stærri en 20? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=699

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvaða tala er helmingi stærri en 20?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=699>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tala er helmingi stærri en 20?
Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins.


Þegar breytingum á tölu er lýst í stærðfræði og prósentureikningi er alltaf miðað við upphaflegu töluna. Ef vara kostar venjulega 1000 krónur og er auglýst með 20% afslætti eigum við von á að afslátturinn nemi 20% af upphaflega verðinu og sé 200 krónur, þannig að varan kosti 800 krónur með afslættinum. Ef vara sem kostar 100 krónur í júní hækkar 1. júlí um 30% kostar hún 130 krónur í júlí. Við segjum þá fullum fetum og ágreiningslaust að hún kosti 30 hundraðshlutum meira en hún kostaði áður. Eins virðist ekki verulegur ágreiningur um það að talan 40 sé þriðjungi stærri en 30.



Nú hefði mátt hugsa sér að orðasambandið „helmingi meira“, sem á sér ekki hliðstæður í erlendum málum eftir því sem okkur er kunnugt, væri notað á sama hátt og hér var lýst. Hugsum okkur þá tvær vörur, gróft brauð og fínt brauð. Ef grófa brauðið kostar 20 krónur og það fína er helmingi dýrara en það grófa mundu sömu reikningar og áðan vera svona: Viðbótin er helmingur af því upphaflega, það er 10 krónur svo að fínt brauð kostar 30 krónur.

Í íslensku hefur þó tíðkast að nota orðin „helmingi meira en“ í annarri merkingu. Ef fínt brauð er sagt vera helmingi dýrara en gróft brauð er samkvæmt þessari hefð átt við að verð grófa brauðsins sé helmingur af verði fína brauðsins. Ef grófa brauðið kostar 20 krónur kostar það fína því 40 krónur eftir þessari reglu.

Þessi hefðbundna merking orðasambandsins „helmingi meira en“ virðist hins vegar vera á undanhaldi um þessar mundir og gamla og nýja merkingin ruglast saman. Þar sem tilgangur tungumálsins er öðru fremur sá að tjá hugsun okkar er slíkur ruglingur óheppilegur, ekki síður fyrir það að mörgum reynist nógu erfitt að ná tökum á annarri hvorri merkingunni. Ruglingurinn verður þá meðal annars til þess að menn veigra sér við að taka svona til orða og leita annarra leiða til að orða hugsun sína. Jafnframt bendir þó flest til þess að nýja merkingin, sem er í samræmi við hliðstætt orðalag í almennum hlutfallareikningi að öðru leyti, muni verða ofan á innan tíðar.

Þeir sem vilja ekki taka svo til orða að 40 sé helmingi meira en 20 grípa oft til þess í staðinn að segja að 40 sé tvöfalt meira en 20. Þar sem orðið 'tvöfalt' felur í sér vísun til margföldunar virðist sem þetta geti staðist og þurfi ekki að valda ruglingi. Hið sama gildir um orðalag eins og tvisvar sinnum meira. Ef einhverjum dytti hins vegar í hug að segja að eitthvað væri „tvöföldu meira en 20“ þá væri eðlilegast að skilja það svo að átt væri við töluna 60.

Engin vandræði af þessu tagi virðast hafa komið upp kringum orðasambandið „helmingi minna en“. Þannig eru vonandi allir sammála um að 10 sé helmingi minna en 20 og 20 sé þriðjungi minna en 30.

Ekki eru sýnileg erlend áhrif á þær málbreytingar sem hér um ræðir, heldur virðist íslenskan vera að breytast í þessu efni samkvæmt lögmálum eðlilegrar málþróunar.


Mynd: HB...