Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?

Eins og fram kemur í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju virkaði Hubblessjónaukinn ekki almennilega í byrjun? uppgötvaðist skekkja í spegli Hubble eftir að hann var prófaður í geimnum. Í ljós kom að safnspegillinn hafði verið slípaður á rangan hátt svo skeikaði 10 nanómetrum. Þetta olli svonefndri kúluvillu. Ljósið endurvarpaðist ekki allt í einn og sama brennipunktinn, heldur dreifðist í stóran þokukenndan hjúp í kringum brennipunktinn.

Þessi skekkja var vitanlega grafalvarlegt mál en leiddi þó eitthvað gott af sér að lokum. Þótt sjónaukinn nýttist stjörnufræðingnum ekki til fulls í byrjun dóu þeir ekki ráðalausir. Í Geimsjónaukastofnuninni í Baltimore var hafist handa við að þróa hugbúnað til að vinna myndirnar og gera þær skýrar og skarpar. Gallinn í speglinum gerði stjörnufræðingana að sérfræðingum í myndgreiningu, sem þeir hefðu annars ekki þurft að vera.

Skimað eftir brjóstakrabbameini með myndgreiningartækni sem þróuð var vegna galla í Hubblessjónaukanum. Vinstra megin sést brjóstamynd fyrir myndgreiningu og hægra megin eftir myndgreiningu.

Vísindamenn sáu að það að finna stjörnur á óskýrum myndum Hubblessjónaukans líktist að mörgu leyti því að finna hnúta í brjóstum kvenna á röntgenmyndum snemma, áður en meinið næði að dreifa sér. Læknar við Lombardi-krabbameinsmiðstöð Georgetown-háskóla í Washington heimsóttu stjarneðlisfræðingana í Geimsjónaukamiðstöðinni og sáu að myndgreiningartæknin kæmi að góðum notum í brjóstamyndatökum. Læknarnir nýttu sér tæknina og í dag eru þúsundir kvenna á lífi vegna myndgreiningartækni sem fundin var upp vegna hönnunargalla í Hubble-geimsjónaukanum.


Þetta svar er hluti af grein um Hubble-geimsjónaukann á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Myndirnar er sóttar á sama vef. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér greinina í heild sinni.

Útgáfudagur

28.4.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

nemi í stjarneðlisfræði

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2015. Sótt 29. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=70001.

Sævar Helgi Bragason. (2015, 28. apríl). Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70001

Sævar Helgi Bragason. „Nýttist Hubblessjónaukinn til annars en að taka myndir af geimnum?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2015. Vefsíða. 29. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70001>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sverrir Jakobsson

1970

Sverrir Jakobsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars rannsakað heimsmynd Íslendinga á miðöldum og pólitíska sögu 12. og 13. aldar. Sverrir hefur verið virkur í ýmsum fjölfaglegum og fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum og stjórnaði fjölfaglegu verkefni um sögu Breiðfirðinga.