Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?

Nanna Katrín Hannesdóttir

Spurningin í heild sinni hljóðar svona:

Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað.

Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám.

Breytingar urðu á virkni Heklu í kjölfar stórs goss fyrir um 3000 árum, en fram að landnámi Íslands á níundu öld einkenndist virknin af minni gosum en áður. Alls eru þekkt um 30 gjóskulög frá þessu tímabili sem skipta má niður í þrjú gosskeið. Elsta gosskeiðið einkennist af súrri til ísúrri kviku og tvílitum gjóskulögum, næsta af ísúrri kviku og minni einlitum dökkum gjóskulögum, en það yngsta af basaltkviku og dökkum lögum. Basísku lögin eiga líklegast upptök á Heklusprungureininni þar sem virkni hófst að nýju. Í einu síðasta gosinu fyrir landnám runnu Sölvahraun og Taglgígahraun og varð Valagjá líklegast til í sprengigosi á svipuðum tíma.

Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám.

Heimild::

  • Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson, Páll Einarsson. "Hekla". Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 189-209. Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, 2013.

Mynd:

Útgáfudagur

31.5.2019

Spyrjandi

Finnur Kristinsson

Tilvísun

Nanna Katrín Hannesdóttir. „Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2019, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70084.

Nanna Katrín Hannesdóttir. (2019, 31. maí). Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70084

Nanna Katrín Hannesdóttir. „Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2019. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70084>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?
Spurningin í heild sinni hljóðar svona:

Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað.

Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám.

Breytingar urðu á virkni Heklu í kjölfar stórs goss fyrir um 3000 árum, en fram að landnámi Íslands á níundu öld einkenndist virknin af minni gosum en áður. Alls eru þekkt um 30 gjóskulög frá þessu tímabili sem skipta má niður í þrjú gosskeið. Elsta gosskeiðið einkennist af súrri til ísúrri kviku og tvílitum gjóskulögum, næsta af ísúrri kviku og minni einlitum dökkum gjóskulögum, en það yngsta af basaltkviku og dökkum lögum. Basísku lögin eiga líklegast upptök á Heklusprungureininni þar sem virkni hófst að nýju. Í einu síðasta gosinu fyrir landnám runnu Sölvahraun og Taglgígahraun og varð Valagjá líklegast til í sprengigosi á svipuðum tíma.

Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám.

Heimild::

  • Guðrún Larsen, Guðrún Sverrisdóttir, Haukur Jóhannesson, Árni Hjartarson, Páll Einarsson. "Hekla". Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 189-209. Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan, 2013.

Mynd:...