Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?

Árni Björnsson

Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt.

Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólki þótti frásögnin í þjóðsögunum hinsvegar svo spaugileg að menn hafa viljað trúa henni. Orðrétt segir þar:
Þess vegna var það skylda bænda 'að fagna þorra' eða 'bjóða honum í garð' með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa.
Vera má að einhverjir hafi gert það að gamni sínu á síðustu öld að apa þennan leikaraskap eftir hinni skálduðu frásögn en um það eru ekki heldur neinar tiltækar heimildir.Sumir húsbændur hafa tekið frásögnina í Þjóðsögum Jóns Árnasonar hátíðlegar en aðrir.

Bak við þessa kyndugu frásögn kunna samt að leynast eldgömul munnmæli. Athæfið minnir talsvert á gufuböð sem Finnar stunda enn í dag þar sem menn hlaupa annað veifið út í snjó til að kæla sig. Gufubað þekktist víða annarstaðar á miðöldum og einnig á Íslandi meðan menn höfðu nægan eldivið. Líkur benda til að fólk hafi víða fagnað Þorra í heimahúsum þótt það væri strangt til tekið óheimilt af trúarlegum ástæðum. Þá er vel líklegt að menn hafi kneyfað öl í baðstofu og hlaupið út fáklæddir öðru hverju til að fá sér frískt loft. Einn hringur kringum bæjarhúsin hlaut að teljast sæmilegur sprettur. Mörg hundruð ár voru hins vegar liðin frá því þetta tíðkaðist og þar til spaugarinn sendi Jóni Árnasyni frásögnina, og margt getur skolast til á skemmri tíma.

Mögulegt er þó að fleiri rætur liggi að baki þessum skrítnu munnmælum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Ný útg. I-VI. Rvk. 1954-1961. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust. II, 550-551.
  • Árni Björnsson. Þorrablót. Rvk. 2008, 18, 26-29.

Höfundur

Árni Björnsson

dr. phil. í menningarsögu

Útgáfudagur

17.1.2008

Spyrjandi

Jónína Halldórdóttir

Tilvísun

Árni Björnsson. „Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2008. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7012.

Árni Björnsson. (2008, 17. janúar). Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7012

Árni Björnsson. „Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2008. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7012>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort eiga menn að klæða sig í eina buxnaskálm og hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt eða hlaupa á brókinni í kringum húsið á bóndadag?
Um þetta fyrirbæri er aðeins til ein einasta heimild ef heimild skyldi kalla. Einhver gamansamur náungi virðist hafa fært Jóni Árnasyni (1819-1888) þjóðsagnasafnara þennan spuna um miðja 19. öld og hann látið sig hafa það að prenta hann eins og fleira skoplegt.

Engin önnur dæmi hafa fundist um þennan sið. Fólki þótti frásögnin í þjóðsögunum hinsvegar svo spaugileg að menn hafa viljað trúa henni. Orðrétt segir þar:
Þess vegna var það skylda bænda 'að fagna þorra' eða 'bjóða honum í garð' með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa.
Vera má að einhverjir hafi gert það að gamni sínu á síðustu öld að apa þennan leikaraskap eftir hinni skálduðu frásögn en um það eru ekki heldur neinar tiltækar heimildir.Sumir húsbændur hafa tekið frásögnina í Þjóðsögum Jóns Árnasonar hátíðlegar en aðrir.

Bak við þessa kyndugu frásögn kunna samt að leynast eldgömul munnmæli. Athæfið minnir talsvert á gufuböð sem Finnar stunda enn í dag þar sem menn hlaupa annað veifið út í snjó til að kæla sig. Gufubað þekktist víða annarstaðar á miðöldum og einnig á Íslandi meðan menn höfðu nægan eldivið. Líkur benda til að fólk hafi víða fagnað Þorra í heimahúsum þótt það væri strangt til tekið óheimilt af trúarlegum ástæðum. Þá er vel líklegt að menn hafi kneyfað öl í baðstofu og hlaupið út fáklæddir öðru hverju til að fá sér frískt loft. Einn hringur kringum bæjarhúsin hlaut að teljast sæmilegur sprettur. Mörg hundruð ár voru hins vegar liðin frá því þetta tíðkaðist og þar til spaugarinn sendi Jóni Árnasyni frásögnina, og margt getur skolast til á skemmri tíma.

Mögulegt er þó að fleiri rætur liggi að baki þessum skrítnu munnmælum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Ný útg. I-VI. Rvk. 1954-1961. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust. II, 550-551.
  • Árni Björnsson. Þorrablót. Rvk. 2008, 18, 26-29.
...