Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi:

 1. gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí
 2. eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní
 3. sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí
 4. miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst
 5. tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. september
 6. kornskurðarmánuður/haustmánuður u.þ.b. 12. september – 11. október
 7. górmánuður u.þ.b. 12. október – 11. nóvember
 8. ýlir/frermánuður u.þ.b. 12. nóvember – 11. desember
 9. jólmánuður/mörsugur/hrútmánuður u.þ.b. 12. desember – 11. janúar
 10. þorri u.þ.b. 12. janúar – 11. febrúar
 11. gói u.þ.b. 12. febrúar – 11. mars
 12. einmánuður u.þ.b. 12. mars – 11. apríl

Nákvæm dagsetning er mismunandi eftir árum.

Síðar þróuðust þessi nöfn í það sem við heyrum nú oftast talað um sem hin gömlu mánaðanöfn. Þau eru þessi:

 1. þorri hefst föstudag í 13. viku vetrar (19. – 26. janúar)
 2. góa hefst sunnudag í 18. viku vetrar (18. – 25. febrúar)
 3. einmánuður hefst þriðjudag í 22. viku vetrar (20. – 26. mars)
 4. harpa hefst sumardaginn fyrsta, fimmtudag í 1. viku sumars (19. – 25. apríl)
 5. skerpla hefst laugardag í 5. viku sumars (19. – 25. maí)
 6. sólmánuður hefst mánudag í 9. viku sumars (18. – 24. júní)
 7. heyannir hefjast á sunnudegi 23. – 30. júlí
 8. tvímánuður hefst þriðjudag í 18. viku sumars (22. – 29. ágúst)
 9. haustmánuður hefst fimmtudag í 23. viku sumars (20. – 26. september)
 10. gormánuður hefst fyrsta vetrardag, laugardag í 1. viku vetrar (21. – 28. október)
 11. ýlir hefst mánudag í 5. viku vetrar (20. – 27. nóvember)
 12. mörsugur hefst miðvikudag í 9. viku vetrar (20. – 27. desember)

Heimildir:

Árni Björnsson, 1993. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning.

Almanak Háskóla Íslands fyrir árið 2000.

Vefsetur Almanaks Háskóla Íslands

Á þessari síðu um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands má finna upplýsingar um aðferðir til að reikna út hvenær hver mánuður byrjar.

Útgáfudagur

14.11.2000

Spyrjandi

Hrafn S. Melsteð

Höfundar

Terry Gunnell

prófessor í þjóðfræði við HÍ

Tilvísun

Terry Gunnell og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2000. Sótt 12. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=1132.

Terry Gunnell og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 14. nóvember). Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1132

Terry Gunnell og Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2000. Vefsíða. 12. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1132>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín Norðdahl

1956

Kristín Norðdahl er dósent í náttúrufræðimenntun við deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði HÍ. Rannsóknir hennar beinast m.a. að hugmyndum leikskólabarna um náttúruna og hvernig má bregðast við þeim í skólastarfi.