Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):
Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr.
Páll Vídalín lögmaður greinir frá einmánuði í bók sinni um skýringar við fornyrði lögbókar og segir (1849–1854: 576):
Það sýnist mér líkast, að einmánuður heiti svo að því, að hann er þá einn eptir vetrarins, en tvímánuður, af því þá eru tveir eptir af sumrinu.
Tvímánuður var fimmti mánuður sumars (22.–29. ágúst). Páll Vídalín segir enn fremur (577):
Eins get eg að tvímánuður hafi sitt nafn fengið til varnaðar búmönnum, að þá væri tveir einir mánuðir til vetrar, og bæri því nauðsyn til, að gæta sumarútréttínga. Einmánuður þar í mót til huggunar í vetrarstríði bænda, að sumarið færi þá í hönd að einum mánuði liðnum.
Loftmynd af Íslandi um vetur, tekin úr gervitungli NASA árið 2002.

Bent er á pistil um einmánuð á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Er hugsanlegt að Einmánuður í gömlu íslensku tímatali sé upphaflega Eirmánuður, kenndur við gyðjuna Eir, og þá af sama uppruna og Eostur-monath í forngermönsku tímatali?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.4.2011

Spyrjandi

Lilja Karlsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2011, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58565.

Guðrún Kvaran. (2011, 7. apríl). Af hverju kallast einmánuður þessi nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58565

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2011. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58565>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast einmánuður þessi nafni?
Einmánuður er síðasti mánuður vetrar og tekur við af góu. Hann hefst á þriðjudegi á bilinu 20.–26. mars og stendur þar til harpa tekur við á bilinu 19.–25. apríl. Nafnið kemur fyrir þegar í fornum bókmenntum, meðal annars í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu. Þar segir um skiptingu ársins (1949: 239):

Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuðr heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstr í vetri heitir gormánuðr, þá er frermánuðr, þá er hrútmánuðr, þá er þorri, þá gói, þá einmánuðr, þá gaukmánuðr ok sáðtíð, þá eggtíð ok stekktíð, þá er sólmánuðr ok selmánuðr, þá eru heyannir, þá er kornskurðarmánuðr.
Páll Vídalín lögmaður greinir frá einmánuði í bók sinni um skýringar við fornyrði lögbókar og segir (1849–1854: 576):
Það sýnist mér líkast, að einmánuður heiti svo að því, að hann er þá einn eptir vetrarins, en tvímánuður, af því þá eru tveir eptir af sumrinu.
Tvímánuður var fimmti mánuður sumars (22.–29. ágúst). Páll Vídalín segir enn fremur (577):
Eins get eg að tvímánuður hafi sitt nafn fengið til varnaðar búmönnum, að þá væri tveir einir mánuðir til vetrar, og bæri því nauðsyn til, að gæta sumarútréttínga. Einmánuður þar í mót til huggunar í vetrarstríði bænda, að sumarið færi þá í hönd að einum mánuði liðnum.
Loftmynd af Íslandi um vetur, tekin úr gervitungli NASA árið 2002.

Bent er á pistil um einmánuð á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Er hugsanlegt að Einmánuður í gömlu íslensku tímatali sé upphaflega Eirmánuður, kenndur við gyðjuna Eir, og þá af sama uppruna og Eostur-monath í forngermönsku tímatali?
...