Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir orðið jafndægur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haustjafndægur, haustjafndægri, jafndægur á hausti eða jafndægri á hausti eru á bilinu 21.-24. september.



Náttúran skartar sínu fegursta á haustin.

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Vorið nær því frá því í mars og fram að fimmtudegi í 7. viku sumars sem er á bilinu frá 31. maí til 6. júní. Ýmis dæmi um jafndægur er að finna í ritmálssafni Orðabókarinnar. Eitt þeirra er úr ritinu Veðurfræði eftir Jón Eyþórsson (bls. 13):

Um vetrarsólhvörf á norðurhveli veit norðurskautið undan sól, en suðurhvelið að. Hálfu ári síðar er þetta öfugt, þá höfum vér miðsumar. Mitt á milli er jafndægur á vor og haust.

Orðið jafndægur er til í skyldum málum. Í dönsku er til dæmis talað um jævndøgn. Í latínu var talað um aeqvinoctium af aeqvus 'jafn' og -noctium sem leitt er af nox 'nótt'. Í hinu forna Rómaríki var því miðað við nóttina en hér í norðri við daginn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Ritmálsskrá OH
  • Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Jón Eyþórsson. Veðurfræði. Reykjavík 1955.
  • Mynd: About.com: Forestry. Ljósmyndari: Steve Nix. Sótt 25. 9. 2009.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.9.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið jafndægur?“ Vísindavefurinn, 28. september 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53774.

Guðrún Kvaran. (2009, 28. september). Hvað merkir orðið jafndægur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53774

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið jafndægur?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53774>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið jafndægur?
Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar, sem í fornu máli hét jafndægrishringur, og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vorjafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tímabilinu frá 19.-21. mars en haustjafndægur, haustjafndægri, jafndægur á hausti eða jafndægri á hausti eru á bilinu 21.-24. september.



Náttúran skartar sínu fegursta á haustin.

Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir um vorið að það sé frá jafndægri til fardaga en þá taki við sumar til jafndægris á hausti. Vorið nær því frá því í mars og fram að fimmtudegi í 7. viku sumars sem er á bilinu frá 31. maí til 6. júní. Ýmis dæmi um jafndægur er að finna í ritmálssafni Orðabókarinnar. Eitt þeirra er úr ritinu Veðurfræði eftir Jón Eyþórsson (bls. 13):

Um vetrarsólhvörf á norðurhveli veit norðurskautið undan sól, en suðurhvelið að. Hálfu ári síðar er þetta öfugt, þá höfum vér miðsumar. Mitt á milli er jafndægur á vor og haust.

Orðið jafndægur er til í skyldum málum. Í dönsku er til dæmis talað um jævndøgn. Í latínu var talað um aeqvinoctium af aeqvus 'jafn' og -noctium sem leitt er af nox 'nótt'. Í hinu forna Rómaríki var því miðað við nóttina en hér í norðri við daginn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Ritmálsskrá OH
  • Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Jón Eyþórsson. Veðurfræði. Reykjavík 1955.
  • Mynd: About.com: Forestry. Ljósmyndari: Steve Nix. Sótt 25. 9. 2009.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar....