Sólin Sólin Rís 09:18 • sest 17:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:19 • Sest 05:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:22 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 22:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:18 • sest 17:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:19 • Sest 05:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:22 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 22:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða degi hefst skammdegi og hvenær lýkur því?

Guðrún Kvaran

Fjölmargar spurningar um skammdegi hafa borist til Vísindavefsins og er þeim svarað hér. Svona hljóðuðu upprunalegu spurningarnar:

Er skammdegi skilgreint með einhverri nákvæmni, þ.e. frá einhverri tiltekinni dagsetningu til annarrar eða miðað við sólarhæð eða eitthvað annað? Er einhver ákveðin dagsetning í almanakinu sem segir til um hvenær skammdegið hefst og hvenær því lýkur? Á hvaða mánaðardegi hefst skammdegið og á hvaða degi lýkur því? Hvaða dag hættir skammdegið eða hvaða dag byrjar að vera bjart lengur en myrkur í sólarhringnum?

Skammdegi hefst ekki á sérstökum degi heldur er talið ná frá síðari hluta nóvembermánaðar og fram yfir miðjan janúar, það er þegar sólargangur er stystur og þar til dagana tekur að lengja. Vetrarsólstöður eru 21. til 22. desember en þá er stysti dagur ársins.

Á sama hátt er orðið langdegi notað um það þegar dagarnir eru langir eins og um hásumarið, birtan helst lengi. Sumarsólstöður eru 21. til 22. júní en þá er lengsti dagur ársins.

Jafndægri er notað þegar sólin er beint yfir miðbaug og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Jafndægri á vori er á bilinu 19. til 21. mars en jafndægri á hausti 21. til 24. sepember.

Yfirlitsmynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

3.11.2025

Spyrjandi

G. Þorkell Guðbrandsson, Sveinbjörn Egilson, Haraldur Sigmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Á hvaða degi hefst skammdegi og hvenær lýkur því?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2025, sótt 3. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=82744.

Guðrún Kvaran. (2025, 3. nóvember). Á hvaða degi hefst skammdegi og hvenær lýkur því? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82744

Guðrún Kvaran. „Á hvaða degi hefst skammdegi og hvenær lýkur því?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2025. Vefsíða. 3. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82744>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða degi hefst skammdegi og hvenær lýkur því?
Fjölmargar spurningar um skammdegi hafa borist til Vísindavefsins og er þeim svarað hér. Svona hljóðuðu upprunalegu spurningarnar:

Er skammdegi skilgreint með einhverri nákvæmni, þ.e. frá einhverri tiltekinni dagsetningu til annarrar eða miðað við sólarhæð eða eitthvað annað? Er einhver ákveðin dagsetning í almanakinu sem segir til um hvenær skammdegið hefst og hvenær því lýkur? Á hvaða mánaðardegi hefst skammdegið og á hvaða degi lýkur því? Hvaða dag hættir skammdegið eða hvaða dag byrjar að vera bjart lengur en myrkur í sólarhringnum?

Skammdegi hefst ekki á sérstökum degi heldur er talið ná frá síðari hluta nóvembermánaðar og fram yfir miðjan janúar, það er þegar sólargangur er stystur og þar til dagana tekur að lengja. Vetrarsólstöður eru 21. til 22. desember en þá er stysti dagur ársins.

Á sama hátt er orðið langdegi notað um það þegar dagarnir eru langir eins og um hásumarið, birtan helst lengi. Sumarsólstöður eru 21. til 22. júní en þá er lengsti dagur ársins.

Jafndægri er notað þegar sólin er beint yfir miðbaug og dagur og nótt eru jafnlöng um alla jörðina. Jafndægri á vori er á bilinu 19. til 21. mars en jafndægri á hausti 21. til 24. sepember.

Yfirlitsmynd:...