Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?

Guðrún Kvaran

Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:
Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuður heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstur í vetri heitir gormánuður, þá er frermánuður, ... (1949:229).

Eina heimildin um nafnið ýlir til forna er í svonefndri Bókarbót frá 12. öld sem varðveitt er í handriti frá um 1220 (Árni Björnsson 1993:17).

Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið skylt orðinu jól en uppruni þess orðs er umdeildur. Í fornensku voru til myndirnar gehhol, gehhal, géol í merkingunni ‘jólahátíð’ og géola ‘jólamánuður’. Í gotnesku, fornu austur-germönsku máli, var fruma-jiuleis heitið á nóvember og jiuleis á desember. Í fornensku var ærra géola nafnið á desember en æfterra géola á janúar það er fyrir og eftir jól (1989:433, 1165).

Mánaðarheitið ýlir er helsta röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember (Árni Björnsson 1993:321).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1949. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.12.2008

Spyrjandi

Jóhann Diego

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=49887.

Guðrún Kvaran. (2008, 11. desember). Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=49887

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=49887>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir forna mánaðarheitið ýlir?
Ýlir er annar mánuður vetrar að íslensku misseratali. Hann tekur því við af gormánuði og hefst á mánudegi í fimmtu viku vetrar á tímabilinu 20. nóvember til 27. nóvember og nær til þess er mörsugur tekur við seint í desember. Sami mánuður er í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu nefndur frermánuður. Þar stendur:

Frá jafndægri er haust, til þess er sól sezt í eykðarstað. Þá er vetr til jafndægris. Þá er vár til fardaga. Þá er sumar til jafndægris. Haustmánuður heitir inn næsti fyrir vetr, fyrstur í vetri heitir gormánuður, þá er frermánuður, ... (1949:229).

Eina heimildin um nafnið ýlir til forna er í svonefndri Bókarbót frá 12. öld sem varðveitt er í handriti frá um 1220 (Árni Björnsson 1993:17).

Ásgeir Blöndal Magnússon telur orðið skylt orðinu jól en uppruni þess orðs er umdeildur. Í fornensku voru til myndirnar gehhol, gehhal, géol í merkingunni ‘jólahátíð’ og géola ‘jólamánuður’. Í gotnesku, fornu austur-germönsku máli, var fruma-jiuleis heitið á nóvember og jiuleis á desember. Í fornensku var ærra géola nafnið á desember en æfterra géola á janúar það er fyrir og eftir jól (1989:433, 1165).

Mánaðarheitið ýlir er helsta röksemd fyrir heiðnu jólahaldi í desember (Árni Björnsson 1993:321).

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Edda Snorra Sturlusonar. 1949. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Íslendingasagnaútgáfan, Reykjavík.

Mynd:...