Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis januārius, februārius) fengu almennt ekki íslenska beygingu fyrr en á 18. og 19. öld en beygðust samkvæmt latneskum beygingarreglum. Að íslensk beyging var þó eitthvað notuð fyrr má sjá í hendingu úr kvæði í bók Þórðar Þorlákssonar Enchiridion þad er Handbookarkorn, Hafande jnne ad halda Calendarium, Edur Rijm aa Islendsku sem gefin var út á Hólum 1671. Þar stendur: ,,Februarinn Frost þo giøre“.


Sum gömlu mánaðaheitin lifa enn í munni manna, einkum nöfnin á vetrarmánuðunum. Loftmynd af Íslandi um vetur, tekin úr gervitungli NASA árið 2002.

Þótt latnesku mánaðaheitin hafi lengi þekkst á Íslandi fór almenningur ekki að nota þau fyrr en seint á 18. öld og elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru flest frá því snemma á 19. öld. Sum gömlu mánaðaheitin lifðu þó enn í munni manna og gera reyndar enn, einkum nöfnin á vetrarmánuðunum. Flestir vita að bóndadagur er fyrsti dagur þorra, þorramatur er á boðstólum í matarbúðum og enn fara menn á þorrablót. Talað er um að þreyja þurfi þreyja þurfi þorrann og góuna, erfiðustu vetrarmánuðina, og eins vita menn að konudagur er fyrsti dagur góu. Góðan fróðleik má fá um mánaða- og dagaheiti í bók Árna Björnssonar Saga daganna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.2.2009

Spyrjandi

Ágústa Mikaelsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2009, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50863.

Guðrún Kvaran. (2009, 5. febrúar). Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50863

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2009. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50863>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna notum við ekki lengur gömlu íslensku nöfninn á mánuðunum og hvenær var því hætt?
Ástæða þess að Íslendingar hættu að nota gömlu mánaðaheitin er sennilega fyrst og fremst hagkvæmni. Evrópuþjóðir sem landsmenn voru helst í samskiptum við notuðu gömlu rómversku mánaðaheitin, og þegar í upphafi 16. aldar var farið að gefa út almanök í Þýskalandi og Danmörku. Latneskættuðu mánaðaheitin (til dæmis januārius, februārius) fengu almennt ekki íslenska beygingu fyrr en á 18. og 19. öld en beygðust samkvæmt latneskum beygingarreglum. Að íslensk beyging var þó eitthvað notuð fyrr má sjá í hendingu úr kvæði í bók Þórðar Þorlákssonar Enchiridion þad er Handbookarkorn, Hafande jnne ad halda Calendarium, Edur Rijm aa Islendsku sem gefin var út á Hólum 1671. Þar stendur: ,,Februarinn Frost þo giøre“.


Sum gömlu mánaðaheitin lifa enn í munni manna, einkum nöfnin á vetrarmánuðunum. Loftmynd af Íslandi um vetur, tekin úr gervitungli NASA árið 2002.

Þótt latnesku mánaðaheitin hafi lengi þekkst á Íslandi fór almenningur ekki að nota þau fyrr en seint á 18. öld og elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru flest frá því snemma á 19. öld. Sum gömlu mánaðaheitin lifðu þó enn í munni manna og gera reyndar enn, einkum nöfnin á vetrarmánuðunum. Flestir vita að bóndadagur er fyrsti dagur þorra, þorramatur er á boðstólum í matarbúðum og enn fara menn á þorrablót. Talað er um að þreyja þurfi þreyja þurfi þorrann og góuna, erfiðustu vetrarmánuðina, og eins vita menn að konudagur er fyrsti dagur góu. Góðan fróðleik má fá um mánaða- og dagaheiti í bók Árna Björnssonar Saga daganna.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd: