Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að þverra ‛minnka, skerðast’. Ásgeir telur þó að til greina komi að tengja það lýsingarorðinu þurr og bendir á vísubrotið „Þurr skyldi þorri“ en framhald þess er: „þeysöm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora.“ Orðið þekkist í færeysku sem torri og í nýnorsku sem torre.

Í hugum margra er þorrinn nátengdur ákveðnum mat.

Í Fornaldarsögum Norðurlanda er kafli með yfirskriftinni „Hversu Noregr byggðist“ (II:75). Þar segir frá manni nokkrum er Fornjótur hér. Hann átti þrjá syni og hét einn þeirra Kári. Sonur hans var Snær konungur og börn Snæs voru Þorri, Fönn, Drífa og Mjöll. Þorri átti þrjú börn, tvo syni sem hétu Nór og Gór, og dótturina Gói. Um Þorra er sagt að hann hafi verið ágætur konungur. „Hann blótuðu Kænir til þess er snjóva gerði ok væri skíðfæri gott. Þat er ár þeira. Þat blót skyldi vera at miðjum vetri, ok var þar þaðan af kallaðr Þorra mánaðr.“ Í öðrum kafla í sama riti er kafli með yfirskriftinni „Fundinn Noregr“ (II:88). Þar segir að Þorri hafi verið blótmaður. „Hann hafði blót á hverju ári at miðjum vetri; þat kölluðu þeir Þorrablót. Af því tók mánaðrinn heiti.“ Ljóst er af þessu að þorrablót voru þekkt til forna. Um þau á síðari öldum eru elstar heimildir frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Þau þorri og góa (áður Gói) voru gerð að hjónum í síðari alda heimildum en börn þeirra voru einmánuður og harpa (Jón Árnason II:551). Húsbændur áttu að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu þeir að gera með því að fara fyrstir á fætur fyrsta dag í þorra. Þeir áttu að fara út á skyrtunni einni og vera bæði berlæraðir og berfættir en fara í aðra buxnaskálmina og láta hina lafa eða draga hana á eftir sér. Þeir áttu að ljúka upp bænum, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn til húsa. Þorra var síðan fagnað með því að bjóða til veislu.

Fyrsti dagur í þorra er kallaður bóndadagur og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat.

Þorrinn og góan þóttu erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem oft var farið að ganga á matarbirgðirnar. Í söfnum Orðabókar Háskólans má finna þessi orðatiltæki:
 • Hægt er að þeyja þorrann og góuna.
 • Hægt er að þreyja þorrann og góuna og þá ber kýrin.

Velkunnur er þessi vísupartur:

Við skulum þreyja

þorrann og hana góu

og fram á miðjan einmánuð

þá ber hún Grána.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

 • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
 • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning.
 • Fornaldarsögur Norðurlanda. Guðni Jónsson bjó til prentunar. II. bindi, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
 • Mynd: Íslendingafélagið í Björgvin. Sótt 10.2.2011.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.2.2011

Spyrjandi

Þórir Magnússon

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2011, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58509.

Guðrún Kvaran. (2011, 10. febrúar). Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58509

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2011. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58509>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?
Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að þverra ‛minnka, skerðast’. Ásgeir telur þó að til greina komi að tengja það lýsingarorðinu þurr og bendir á vísubrotið „Þurr skyldi þorri“ en framhald þess er: „þeysöm góa, votur einmánuður, þá mun vel vora.“ Orðið þekkist í færeysku sem torri og í nýnorsku sem torre.

Í hugum margra er þorrinn nátengdur ákveðnum mat.

Í Fornaldarsögum Norðurlanda er kafli með yfirskriftinni „Hversu Noregr byggðist“ (II:75). Þar segir frá manni nokkrum er Fornjótur hér. Hann átti þrjá syni og hét einn þeirra Kári. Sonur hans var Snær konungur og börn Snæs voru Þorri, Fönn, Drífa og Mjöll. Þorri átti þrjú börn, tvo syni sem hétu Nór og Gór, og dótturina Gói. Um Þorra er sagt að hann hafi verið ágætur konungur. „Hann blótuðu Kænir til þess er snjóva gerði ok væri skíðfæri gott. Þat er ár þeira. Þat blót skyldi vera at miðjum vetri, ok var þar þaðan af kallaðr Þorra mánaðr.“ Í öðrum kafla í sama riti er kafli með yfirskriftinni „Fundinn Noregr“ (II:88). Þar segir að Þorri hafi verið blótmaður. „Hann hafði blót á hverju ári at miðjum vetri; þat kölluðu þeir Þorrablót. Af því tók mánaðrinn heiti.“ Ljóst er af þessu að þorrablót voru þekkt til forna. Um þau á síðari öldum eru elstar heimildir frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Þau þorri og góa (áður Gói) voru gerð að hjónum í síðari alda heimildum en börn þeirra voru einmánuður og harpa (Jón Árnason II:551). Húsbændur áttu að „fagna þorra“ eða „bjóða þorra í garð“. Það áttu þeir að gera með því að fara fyrstir á fætur fyrsta dag í þorra. Þeir áttu að fara út á skyrtunni einni og vera bæði berlæraðir og berfættir en fara í aðra buxnaskálmina og láta hina lafa eða draga hana á eftir sér. Þeir áttu að ljúka upp bænum, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn til húsa. Þorra var síðan fagnað með því að bjóða til veislu.

Fyrsti dagur í þorra er kallaður bóndadagur og þekkist það nafn frá því á miðri 19. öld. Þann dag á húsmóðir að gera vel við bónda sinn í mat.

Þorrinn og góan þóttu erfiðastir vetrarmánaðanna þar sem oft var farið að ganga á matarbirgðirnar. Í söfnum Orðabókar Háskólans má finna þessi orðatiltæki:
 • Hægt er að þeyja þorrann og góuna.
 • Hægt er að þreyja þorrann og góuna og þá ber kýrin.

Velkunnur er þessi vísupartur:

Við skulum þreyja

þorrann og hana góu

og fram á miðjan einmánuð

þá ber hún Grána.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

 • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.
 • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans.
 • Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning.
 • Fornaldarsögur Norðurlanda. Guðni Jónsson bjó til prentunar. II. bindi, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
 • Mynd: Íslendingafélagið í Björgvin. Sótt 10.2.2011.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill um orð vikunnar á vef Stofnunar Árna Magnússonar og birt hér með góðfúslegu leyfi.

...