Sólin Sólin Rís 07:25 • sest 19:11 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:27 • Sest 19:26 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:17 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?

Hallgrímur J. Ámundason

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Væri réttara nafn á Hleiðólfsfjalli/Hlíðólfsfjalli ekki Leiðólfsfjall? Leiðólfur kappi var landnámsmaður og frændi Gunnólfs kroppa sem gaf Gunnólfsfelli sitt nafn. Er ekki líklegt að fjallið hafi upphaflega verið nefnt eftir Leiðólfi?

Minnst er á Leiðólf kappa í Landnámabók. Við hann eru kenndir Leiðólfsstaðir á Síðu og Leiðólfsfell á Síðu. Ekki er getið um tengsl hans við Hleiðólfs-/Hlíðólfsfjall, hvorki í Landnámu, Íslendingasögum né Sturlungu. Það er því alls óvíst að bein tengsl séu milli fjallsins á Langanesi og Leiðólfs á Síðu, þótt menn kynnu að hafa ímyndað sér að svo væri, með réttu eða röngu.

Þótt þessi tengsl væru fyrir hendi, milli Leiðólfs og Hleið-/Hlíðólfsfjalls, væri ekki óhugsandi að nöfn fjallanna tveggja, Leiðólfsfells á Síðu og Hleiðólfs-/Hlíðólfsfjalls á Langanesi, hefðu þróast hvort í sína áttina. Þannig hefðu á endanum geta orðið til tvö mismunandi örnefni þótt þau hefðu upphaflega verið kennd við það sama/þann sama.

Það er alls óvíst að bein tengsl séu milli Hleiðólfs-/Hlíðólfsjalls á Langanesi og Leiðólfs á Síðu, þótt menn kynnu að hafa ímyndað sér að svo væri, með réttu eða röngu. Umrætt fjall sést vinstra megin á myndinni. Til hægri á myndinni er Gunnólfsvíkurfjall.

Sú (óskrifaða) regla gildir hins vegar um rithætti örnefna að ef munur er á fornri mynd örnefnis og nútímamynd þá er yngri myndin valin ef hún hefur sannarlega verið daglegt mál í heimasveitinni. Daglegt mál heimafólks er alltaf grundvöllur örnefna, ekki rithættir í fornum handritum. Nöfn eins og þau varðveitast mann fram af manni, hvort sem sú mynd talin vera úr lagi færð eða ekki, eru yfirleitt viðmið fyrir rithátt og nöfn á opinberum kortum. Örnefnin verða að fylgja þróun málsins rétt eins og aðrir hlutar þess. Þess vegna heitir höfuðborg Íslendinga ekki Reykjarvík eins og í elstu ritum heldur Reykjavík enda hefur sú mynd tíðkast í mörg hundruð ár. Sama um Skálholt og Skálaholt, Staðarstað/Stað á Ölduhrygg og fleiri nöfn.

Myndir:

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

5.6.2015

Spyrjandi

Oddur Skúlason

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2015. Sótt 27. september 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=70195.

Hallgrímur J. Ámundason. (2015, 5. júní). Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70195

Hallgrímur J. Ámundason. „Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2015. Vefsíða. 27. sep. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70195>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti verið að Leiðólfsfjall væri réttara nafn á því sem nefnt er Hleiðólfsfjall eða Hlíðólfsfjall?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Væri réttara nafn á Hleiðólfsfjalli/Hlíðólfsfjalli ekki Leiðólfsfjall? Leiðólfur kappi var landnámsmaður og frændi Gunnólfs kroppa sem gaf Gunnólfsfelli sitt nafn. Er ekki líklegt að fjallið hafi upphaflega verið nefnt eftir Leiðólfi?

Minnst er á Leiðólf kappa í Landnámabók. Við hann eru kenndir Leiðólfsstaðir á Síðu og Leiðólfsfell á Síðu. Ekki er getið um tengsl hans við Hleiðólfs-/Hlíðólfsfjall, hvorki í Landnámu, Íslendingasögum né Sturlungu. Það er því alls óvíst að bein tengsl séu milli fjallsins á Langanesi og Leiðólfs á Síðu, þótt menn kynnu að hafa ímyndað sér að svo væri, með réttu eða röngu.

Þótt þessi tengsl væru fyrir hendi, milli Leiðólfs og Hleið-/Hlíðólfsfjalls, væri ekki óhugsandi að nöfn fjallanna tveggja, Leiðólfsfells á Síðu og Hleiðólfs-/Hlíðólfsfjalls á Langanesi, hefðu þróast hvort í sína áttina. Þannig hefðu á endanum geta orðið til tvö mismunandi örnefni þótt þau hefðu upphaflega verið kennd við það sama/þann sama.

Það er alls óvíst að bein tengsl séu milli Hleiðólfs-/Hlíðólfsjalls á Langanesi og Leiðólfs á Síðu, þótt menn kynnu að hafa ímyndað sér að svo væri, með réttu eða röngu. Umrætt fjall sést vinstra megin á myndinni. Til hægri á myndinni er Gunnólfsvíkurfjall.

Sú (óskrifaða) regla gildir hins vegar um rithætti örnefna að ef munur er á fornri mynd örnefnis og nútímamynd þá er yngri myndin valin ef hún hefur sannarlega verið daglegt mál í heimasveitinni. Daglegt mál heimafólks er alltaf grundvöllur örnefna, ekki rithættir í fornum handritum. Nöfn eins og þau varðveitast mann fram af manni, hvort sem sú mynd talin vera úr lagi færð eða ekki, eru yfirleitt viðmið fyrir rithátt og nöfn á opinberum kortum. Örnefnin verða að fylgja þróun málsins rétt eins og aðrir hlutar þess. Þess vegna heitir höfuðborg Íslendinga ekki Reykjarvík eins og í elstu ritum heldur Reykjavík enda hefur sú mynd tíðkast í mörg hundruð ár. Sama um Skálholt og Skálaholt, Staðarstað/Stað á Ölduhrygg og fleiri nöfn.

Myndir:...