Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða rök eru fyrir því að Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi heiti því nafni en beri ekki lengur nafnið Gunnólfsfell?

Í Landnámabók er heiti fjallsins Gunnólfsfell, það er sem sé kennt beint við Gunnólf sjálfan. Í sama riti er víkin kölluð Gunnólfsvík.

Mynd sem sýnir eyðibýlin Sóleyjarvelli og Gunnólfsvík. Gunnólfsvíkurfjall sést efst til hægri.

Á einhverjum tímapunkti hefur það gerst að menn fara að kenna svo fjallið við víkina fremur en beint við Gunnólf. Í Sýslu- og sóknalýsingum Bókmenntafélagsins frá 19. öld kemur aðeins fyrir heitið Gunnólfsvíkurfjall. Í örnefnaskrá Gunnólfsvíkur stendur: „Víkin heitir Gunnólfsvík. En fjallið upp af bænum heitir Gunnólfsvíkurfjall nú orðið, en var áður fyrr nefnt Gunnólfsfell.“

Gunnólfsvíkurfjall, séð til vesturs. Á einhverjum tímapunkti hefur það gerst að menn fara að kenna fjallið við víkina fremur en beint við Gunnólf. Þessi breyting er ekki óalgeng meðal örnefna.

Þessi breyting er ekki óalgeng meðal örnefna. Svipað og jafnvel heldur ýktara dæmi er Bakkárholtsá í Ölfusi. Þar hefur áin á einhverjum tímapunkti heitið Bakká og bærinn á holtinu nefndur Bakkárholt. Síðan gerist það einhvern tíma að farið er að nefna ána eftir bænum og þannig breytist Bakká í Bakkárholtsá.

Myndir:

Útgáfudagur

9.6.2015

Spyrjandi

Oddur Skúlason

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

fyrrverandi verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaða rök eru fyrir því að Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi heiti því nafni en beri ekki lengur nafnið Gunnólfsfell?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2015. Sótt 16. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=70196.

Hallgrímur J. Ámundason. (2015, 9. júní). Hvaða rök eru fyrir því að Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi heiti því nafni en beri ekki lengur nafnið Gunnólfsfell? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70196

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvaða rök eru fyrir því að Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi heiti því nafni en beri ekki lengur nafnið Gunnólfsfell?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2015. Vefsíða. 16. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70196>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Isabel Barrio

1983

Isabel Barrio er dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að grasbítum og áhrifum þeirra á vistkerfin sem þau búa í.