Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hversvegna heitir þumalputti þessu nafni?

Orðið þumalputti er samsett úr orðunum þumall og putti. Þumall merkti upphaflega ‚digur fingur‘ enda er þumallinn yfirleitt digrasti fingur á mannshöndinni. Þumall er einnig nafn á fingurhólfi á vettlingi, því sem ætlað er þumlinum. Þegar í fornu máli er þessi fingur nefndur þumalfingur en ekki þumalputti.

Þumall merkti upphaflega ‚digur fingur‘. Orðið putti um fingur er 20. aldar orð.

Orðið putti um fingur er 20. aldar orð, aðeins eldra er puti, sem notað er einnig um smávaxinn mann og drenghnokka. Putti er notað um alla fingurna, einkum í máli barna, en ekki um þumalfingurinn einan. T.d. „Mér er kalt á puttunum.“

Mynd:

Útgáfudagur

25.9.2015

Spyrjandi

Snæbjörn Oddsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hversvegna heitir þumalputti þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 25. september 2015. Sótt 20. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=70214.

Guðrún Kvaran. (2015, 25. september). Hversvegna heitir þumalputti þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70214

Guðrún Kvaran. „Hversvegna heitir þumalputti þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2015. Vefsíða. 20. maí. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70214>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Rut Franzdóttir

1976

Sigríður Rut Franzdóttir stundar rannsóknir á sviði sameindalíffræði, taugalíffræði og þroskunarfræði. Rannsóknaverkefni hennar snúast m.a. um að skilgreina hlutverk ákveðinna gena í taugakerfi flugna og manna.