Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danakonungur staðfesti 1882. Kosningarétturinn var háður ýmsum skilyrðum, konur þurftu að vera eldri en 25 ára, ekkjur eða ógiftar og standa fyrir búi eða eiga með sig sjálfar. Kosningaréttinum fylgdi ekki kjörgengi, það er réttur til að bjóða sig fram í kosningum, þann rétt öðluðust þessar konur ekki fyrr en 1902. Giftar konur fengu ekki kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga fyrr en 1907.

Vilhelmína Lever séð með augum listamanns Kristins G. Jóhannssonar.

Áður en þessi lög tóku gildi árið 1882 höfðu þó að minnsta kosti þrjár konur kosið til sveitarstjórnar. Fyrst kvenna til þess var Vilhelmína Lever (1802-1879) sem tók þátt í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri 31. mars 1863 og aftur 3. janúar 1866. Vilhelmína mun hafa verið um margt merkileg kona. Á vef Héraðsskjalasafnsins á Akureyri er að finna stutta samantekt um hana, meðal annars þessi eftirmæli:
Kona þessi var einkar vel gáfuð og í mörgu tilliti fágæt afbragskona, framkvæmdar- og starfssöm, veglynd og fús til hjálpar og velgjörðarmóðir margra fátækra og munaðarlausra ... Hún var einhver hin framkvæmdasamasta og duglegasta kona sinnar tíðar og hafði gott hjarta.

Á sama vef er eftirfarandi sagt um kosningaþátttöku hennar:
Akureyrarbær öðlaðist kaupstaðarréttindi 1862 og skv. nýrri reglugerð var kosið til bæjarstjórnar 31. mars 1863. Skv. reglugerðinni höfðu kosningarétt allir fullmyndugir menn („alle fuldmyndige Mænd“), sem ekki voru hjú, höfðu verið búfastir í bænum síðasta árið og borguðu a.m.k. 2 ríkisdali í bæjargjöld. Vilhelmína féll undir öll þessi ákvæði og er efst á blaði á fyrstu síðu í kjörbókinni. Aftur kaus hún svo til bæjarstjórnar 3. jan. 1866. Í danska textanum átti orðið „Mænd“ örugglega að þýða karlmenn en vegna þess að í íslenska textanum stóð „menn“ en ekki „karlar“ fékk Vilhelmína að kjósa.

Hinar konurnar tvær sem vitað er um að kusu áður en lög um kosningarétt kvenna til sveitarstjórnar tóku gildi voru vestur í Önundarfirði. Þarna var um að ræða tvær ekkjur, Steinunni Jónsdóttur (1820-1878) á Hesti og Ingibjörgu Pálsdóttur (1829-?) á Kirkjubóli í Bjarnardal sem greiddu atkvæði þegar var kosið í hreppsnefnd Mosvallahrepps 10. ágúst 1874, en kosningarétt í hreppnum hafði „hver búandi maður“.

Andrea Guðmundsdóttir saumakona klædd skautbúningi. Með henni eru stúlkur sem lærðu hjá henni fatasaum og fínni hannyrðir á Ísafirði árið 1902. Myndin er úr safni Björns Pálssonar, ljósmyndara á Ísafirði.

Fyrst íslenskra kvenna til að nýta kosningarétt sinn til sveitarstjórna eftir að lögin 1882 tóku gildi var Andrea Friðrika Guðmundsdóttir (1845–1911), saumakona á Ísafirði. Hún mætti á kjörstað á Ísafirði 2. janúar 1884 og kaus í bæjarstjórnarkosningum.

Fyrst reykvískra kvenna til þess að mæta á kjörstað og nýta rétt sinn var Kristín Bjarnadóttir (1812-1891) en hún tók þátt í bæjarstjórnarkosningum 3. janúar 1888. Þá voru átta konur á kjörskrá en hún sú eina sem nýtti atkvæðisrétt sinn.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.6.2015

Spyrjandi

Sigríður Birta Skarphéðinsdóttir, Sylvía Rán Ólafsdóttir, Helena Reykjalín Jónsdóttir

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2015. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70259.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2015, 19. júní). Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70259

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2015. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?
Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danakonungur staðfesti 1882. Kosningarétturinn var háður ýmsum skilyrðum, konur þurftu að vera eldri en 25 ára, ekkjur eða ógiftar og standa fyrir búi eða eiga með sig sjálfar. Kosningaréttinum fylgdi ekki kjörgengi, það er réttur til að bjóða sig fram í kosningum, þann rétt öðluðust þessar konur ekki fyrr en 1902. Giftar konur fengu ekki kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga fyrr en 1907.

Vilhelmína Lever séð með augum listamanns Kristins G. Jóhannssonar.

Áður en þessi lög tóku gildi árið 1882 höfðu þó að minnsta kosti þrjár konur kosið til sveitarstjórnar. Fyrst kvenna til þess var Vilhelmína Lever (1802-1879) sem tók þátt í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri 31. mars 1863 og aftur 3. janúar 1866. Vilhelmína mun hafa verið um margt merkileg kona. Á vef Héraðsskjalasafnsins á Akureyri er að finna stutta samantekt um hana, meðal annars þessi eftirmæli:
Kona þessi var einkar vel gáfuð og í mörgu tilliti fágæt afbragskona, framkvæmdar- og starfssöm, veglynd og fús til hjálpar og velgjörðarmóðir margra fátækra og munaðarlausra ... Hún var einhver hin framkvæmdasamasta og duglegasta kona sinnar tíðar og hafði gott hjarta.

Á sama vef er eftirfarandi sagt um kosningaþátttöku hennar:
Akureyrarbær öðlaðist kaupstaðarréttindi 1862 og skv. nýrri reglugerð var kosið til bæjarstjórnar 31. mars 1863. Skv. reglugerðinni höfðu kosningarétt allir fullmyndugir menn („alle fuldmyndige Mænd“), sem ekki voru hjú, höfðu verið búfastir í bænum síðasta árið og borguðu a.m.k. 2 ríkisdali í bæjargjöld. Vilhelmína féll undir öll þessi ákvæði og er efst á blaði á fyrstu síðu í kjörbókinni. Aftur kaus hún svo til bæjarstjórnar 3. jan. 1866. Í danska textanum átti orðið „Mænd“ örugglega að þýða karlmenn en vegna þess að í íslenska textanum stóð „menn“ en ekki „karlar“ fékk Vilhelmína að kjósa.

Hinar konurnar tvær sem vitað er um að kusu áður en lög um kosningarétt kvenna til sveitarstjórnar tóku gildi voru vestur í Önundarfirði. Þarna var um að ræða tvær ekkjur, Steinunni Jónsdóttur (1820-1878) á Hesti og Ingibjörgu Pálsdóttur (1829-?) á Kirkjubóli í Bjarnardal sem greiddu atkvæði þegar var kosið í hreppsnefnd Mosvallahrepps 10. ágúst 1874, en kosningarétt í hreppnum hafði „hver búandi maður“.

Andrea Guðmundsdóttir saumakona klædd skautbúningi. Með henni eru stúlkur sem lærðu hjá henni fatasaum og fínni hannyrðir á Ísafirði árið 1902. Myndin er úr safni Björns Pálssonar, ljósmyndara á Ísafirði.

Fyrst íslenskra kvenna til að nýta kosningarétt sinn til sveitarstjórna eftir að lögin 1882 tóku gildi var Andrea Friðrika Guðmundsdóttir (1845–1911), saumakona á Ísafirði. Hún mætti á kjörstað á Ísafirði 2. janúar 1884 og kaus í bæjarstjórnarkosningum.

Fyrst reykvískra kvenna til þess að mæta á kjörstað og nýta rétt sinn var Kristín Bjarnadóttir (1812-1891) en hún tók þátt í bæjarstjórnarkosningum 3. janúar 1888. Þá voru átta konur á kjörskrá en hún sú eina sem nýtti atkvæðisrétt sinn.

Heimildir og mynd:

...