Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?

Jón Már Halldórsson

Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar.

Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt slíkt var sæsporðdrekinn Jaekelopterus rhenaniae en hann var uppi var fyrir 390 milljón árum. Skrokklengd hans var um 2,5 metrar. Einnig má nefna þúsundfætluna Arthropleura sem uppi var á kolatímabilinu fyrir um 300 milljón árum. Hún gat orðið um 2,4 metrar á lengd. Líklega þætti okkur ekki gaman að mæta slíkum dýrum.

Steingervingasagan sýnir okkur að fyrr á tímum voru til mun stærri liðdýr en nú þekkjast. Hér má sjá stærð nokkurra þeirra í hlutfalli við stærð meðalmanns. a) sæsporðdreki (Jaekelopterus rhenaniae), b) þríbroti (Isotelus rex), c) drekafluga (Meganeura monyi), d) þúsundfætla (Arthropleura armata).

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.6.2015

Spyrjandi

Helena Ýr Helgadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2015. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70290.

Jón Már Halldórsson. (2015, 23. júní). Hvert er stærsta þekkta liðdýrið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70290

Jón Már Halldórsson. „Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2015. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70290>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er stærsta þekkta liðdýrið?
Við höfum áður skrifað um stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar, en það er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi) sem finnst á grunnsævi umhverfis Japanseyjar.

Á fyrri skeiðum jarðstögunnar voru hins vegar til mun stærri liðdýr en þau sem lifa í dag. Það sýnir steingervingasagan okkur. Eitt slíkt var sæsporðdrekinn Jaekelopterus rhenaniae en hann var uppi var fyrir 390 milljón árum. Skrokklengd hans var um 2,5 metrar. Einnig má nefna þúsundfætluna Arthropleura sem uppi var á kolatímabilinu fyrir um 300 milljón árum. Hún gat orðið um 2,4 metrar á lengd. Líklega þætti okkur ekki gaman að mæta slíkum dýrum.

Steingervingasagan sýnir okkur að fyrr á tímum voru til mun stærri liðdýr en nú þekkjast. Hér má sjá stærð nokkurra þeirra í hlutfalli við stærð meðalmanns. a) sæsporðdreki (Jaekelopterus rhenaniae), b) þríbroti (Isotelus rex), c) drekafluga (Meganeura monyi), d) þúsundfætla (Arthropleura armata).

Mynd:

...