Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?

Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að lýsa þar sem málhafar eru fáir og málin í hættu að deyja út.

Nefnd hefur verið talan 4000 um tungumál heimsins en sjálfsagt eru þau mun fleiri ef taldar eru með ýmsar mjög sjálfstæðar mállýskur. Á eyjaklösum Papúa Nýju-Gíneu einum eru talin 800–1000 mál og hafa mörg þeirra lítið eða ekkert verið rannsökuð. Sama gildir um ýmis önnur mál í afskekktum héruðum í öllum heimsálfum nema ef til vill Evrópu.

Í Papúa Nýju-Gíneu (rauða svæðið) eru talin 800-1000 mál.

Tungumál eru afar misjafnlega upp byggð og þess vegna erfið samanburðar. Indóevrópsk mál eru til dæmis beygingamál, sum með nokkuð flóknu beygingakerfi, kínverskar mállýskur eiga það sameiginlegt að vera tónamál með mjög skipulegri atkvæðabyggingu, eskimó-aleút mál eru límingamál þar sem viðskeyti eru notuð til að byggja upp orð og heilar setningar eða setningahluta. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um mismunandi gerðir tungumála en þau sýna þó að þau geta verið illsambærileg.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

29.1.2008

Spyrjandi

Halldóra Birta Viðarsdóttir, f. 1992

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2008. Sótt 19. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7035.

Guðrún Kvaran. (2008, 29. janúar). Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7035

Guðrún Kvaran. „Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2008. Vefsíða. 19. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7035>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín Loftsdóttir

1968

Kristín Loftsdóttir er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa snúið að fjölþættum viðfangsefnum svo sem fordómum, arfleifð nýlendutímans í samtímanum, hvítleika-hugmyndum, aðstæðum vegabréfslausra farandverkamanna og tengslum kreppu og þjóðernislegra sjálfsmynda svo eitthvað sé nefnt.