Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvað gerir félagsráðgjafi?

Guðný Björk Eydal og Hervör Alma Árnadóttir

Félagsráðgjöf er heilbrigðisstétt og félagsráðgjafar sækja því um starfsleyfi til Landlæknisembættisins. Til þess að geta sótt um starfsleyfi þarf að ljúka fimm ára námi, sem felur í sér þriggja ára nám til BA-prófs auk tveggja ára MA-náms til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Nemendur sem ljúka sambærilegu starfsréttindanámi í útlöndum geta einnig sótt um starfsleyfi hérlendis.

Í siðareglum félagsráðgjafa segir:
Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað.

Allt frá lokum 19. aldar hafa félagsráðgjafar unnið að því að byggja upp og miðla nýrri þekkingu og stuðla að félagslegum breytingum og nýsköpun. Kjarninn í starfi félagsráðgjafa er að vinna með einstaklingum, hópum, fjölskyldum og samfélögum sem eru að takast á við vanda eða vilja breyta stöðu sinni. Þeir vinna með fólki frá vöggu til grafar og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum.

Félagsráðgjafar starfa meðal annars í félagsþjónustu, við barnavernd, á sjúkrahúsum, heilsugæslu, skólum, í réttarkerfi og með félaga- og sjálfboðaliðasamtökum.

Starfsvettvangur félagsráðgjafa er afar fjölbreyttur. Þeir starfa í félagsþjónustu, við barnavernd, á sjúkrahúsum, heilsugæslu, skólum, í réttarkerfi og með félaga- og sjálfboðaliðasamtökum. Þeir starfa einnig innan fyrirtækja, í stjórnsýslu og reka eigin meðferðarstofur og fyrirtæki. Þá vinna félagsráðgjafar einnig að rannsóknum og sinna ýmiss konar fræðslu- og forvarnarstarfi.

Árlega stunda 400-500 nemendur nám í félagráðgjöf við Háskóla Íslands. Námið er afar fjölbreytt og krefjandi. Í BA-náminu læra nemendur um kenningar, siðareglur, starfsaðferðir félagsráðgjafa og fá þjálfun í aðferðafræði félagsvísinda til dæmis í námskeiðum um áfengis- og vímuefnamál, félagsmálastefnur, ofbeldi í fjölskyldum auk námskeiða um réttindi og löggjöf. Nemendur öðlast innsýn í félagsleg vandamál og afleiðingar þeirra og færni í tilteknum vinnuaðferðum. Flestir sem stunda BA-nám stefna á MA-nám til starfsréttinda en BA-námið er einnig góður undirbúningur fyrir annað framhaldsnám og störf við velferðarþjónustu og með fólki.

Í MA-námi til starfsréttinda læra nemendur aðferðir við að vinna með ólíkum hópum samfélagsins með því að sækja námskeið um viðtalstækni, vinnu með börnum og unglingum, hópvinnu og fjölskylduvinnu. Stór hluti námsins felst í starfsþjálfun sem fer fram á stofnunum utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Jafnframt fá nemendur þjálfun í rannsóknaraðferðum og vinna MA-ritgerð byggða á eigin rannsókn.

Heimild:

Mynd:

Svar við þessari spurningu birtist fyrst 28.8.2015 en nýtt svar var skrifað af Guðnýju Björk Eydal og Hervöru Ölmu Árnadóttur í janúar 2018.

Höfundar

Guðný Björk Eydal

prófessor við félgasráðgjafadeild HÍ

Hervör Alma Árnadóttir

lektor við félagsráðgjafadeild HÍ

Útgáfudagur

8.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðný Björk Eydal og Hervör Alma Árnadóttir. „Hvað gerir félagsráðgjafi?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2018. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70396.

Guðný Björk Eydal og Hervör Alma Árnadóttir. (2018, 8. mars). Hvað gerir félagsráðgjafi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70396

Guðný Björk Eydal og Hervör Alma Árnadóttir. „Hvað gerir félagsráðgjafi?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2018. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70396>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir félagsráðgjafi?
Félagsráðgjöf er heilbrigðisstétt og félagsráðgjafar sækja því um starfsleyfi til Landlæknisembættisins. Til þess að geta sótt um starfsleyfi þarf að ljúka fimm ára námi, sem felur í sér þriggja ára nám til BA-prófs auk tveggja ára MA-náms til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Nemendur sem ljúka sambærilegu starfsréttindanámi í útlöndum geta einnig sótt um starfsleyfi hérlendis.

Í siðareglum félagsráðgjafa segir:
Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað.

Allt frá lokum 19. aldar hafa félagsráðgjafar unnið að því að byggja upp og miðla nýrri þekkingu og stuðla að félagslegum breytingum og nýsköpun. Kjarninn í starfi félagsráðgjafa er að vinna með einstaklingum, hópum, fjölskyldum og samfélögum sem eru að takast á við vanda eða vilja breyta stöðu sinni. Þeir vinna með fólki frá vöggu til grafar og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum.

Félagsráðgjafar starfa meðal annars í félagsþjónustu, við barnavernd, á sjúkrahúsum, heilsugæslu, skólum, í réttarkerfi og með félaga- og sjálfboðaliðasamtökum.

Starfsvettvangur félagsráðgjafa er afar fjölbreyttur. Þeir starfa í félagsþjónustu, við barnavernd, á sjúkrahúsum, heilsugæslu, skólum, í réttarkerfi og með félaga- og sjálfboðaliðasamtökum. Þeir starfa einnig innan fyrirtækja, í stjórnsýslu og reka eigin meðferðarstofur og fyrirtæki. Þá vinna félagsráðgjafar einnig að rannsóknum og sinna ýmiss konar fræðslu- og forvarnarstarfi.

Árlega stunda 400-500 nemendur nám í félagráðgjöf við Háskóla Íslands. Námið er afar fjölbreytt og krefjandi. Í BA-náminu læra nemendur um kenningar, siðareglur, starfsaðferðir félagsráðgjafa og fá þjálfun í aðferðafræði félagsvísinda til dæmis í námskeiðum um áfengis- og vímuefnamál, félagsmálastefnur, ofbeldi í fjölskyldum auk námskeiða um réttindi og löggjöf. Nemendur öðlast innsýn í félagsleg vandamál og afleiðingar þeirra og færni í tilteknum vinnuaðferðum. Flestir sem stunda BA-nám stefna á MA-nám til starfsréttinda en BA-námið er einnig góður undirbúningur fyrir annað framhaldsnám og störf við velferðarþjónustu og með fólki.

Í MA-námi til starfsréttinda læra nemendur aðferðir við að vinna með ólíkum hópum samfélagsins með því að sækja námskeið um viðtalstækni, vinnu með börnum og unglingum, hópvinnu og fjölskylduvinnu. Stór hluti námsins felst í starfsþjálfun sem fer fram á stofnunum utan Háskóla Íslands undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Jafnframt fá nemendur þjálfun í rannsóknaraðferðum og vinna MA-ritgerð byggða á eigin rannsókn.

Heimild:

Mynd:

Svar við þessari spurningu birtist fyrst 28.8.2015 en nýtt svar var skrifað af Guðnýju Björk Eydal og Hervöru Ölmu Árnadóttur í janúar 2018.

...