Grundvöllur félagsráðgjafar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti. Félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað.Allt frá lokum 19. aldar hafa félagsráðgjafar unnið að því að byggja upp og miðla nýrri þekkingu og stuðla að félagslegum breytingum og nýsköpun. Kjarninn í starfi félagsráðgjafa er að vinna með einstaklingum, hópum, fjölskyldum og samfélögum sem eru að takast á við vanda eða vilja breyta stöðu sinni. Þeir vinna með fólki frá vöggu til grafar og beita fjölbreyttum gagnreyndum aðferðum.
![](/../myndir/felagsradgjof_020318.png)
Félagsráðgjafar starfa meðal annars í félagsþjónustu, við barnavernd, á sjúkrahúsum, heilsugæslu, skólum, í réttarkerfi og með félaga- og sjálfboðaliðasamtökum.
- Siðareglur félagsráðgjafa - Embætti landlæknis. (Sótt 6.03.2018).