Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?

Guðrún Kvaran

Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun.



Þessi mynd er tekin á konukvöldi í Bandaríkjunum árið 1941.

Ekki eru allar konur í kvenfélagi og því vantaði hlutlausara orð um það er konur hittast án karla. Orðið konukvöld fór því allt í einu að heyrast og sjást. Það virðist ekki gamalt í málinu og á Orðabókin elst dæmi frá sjöunda áratug síðustu aldar, en ekki hafði það ratað inn í Íslenska orðabók 2002. Önnur orð þekki ég ekki.

Orðið kona er hlutlaust um kvenmann og getur átt við bæði unga konu og eldri konu og hefur það sennilega ýtt undir almenna notkun orðsins konukvöld. Frú er líklegast of merkingarhlaðið til að geta öðlast vinsældir sem fyrri liður kvennafunda. Nokkur hlutlaus orð eru til dæmis fljóð, snót, sprund og svanni, þótt þau hafi mest verið notuð í skáldskap. Ekkert er að því að taka þau upp og nota um fundi eða boð fyrir konur og velja síðari liðinn eftir því sem við á hverju sinni og eðli fundarins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Smithsonian Institution

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.2.2008

Spyrjandi

Erla Halldórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2008. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7057.

Guðrún Kvaran. (2008, 8. febrúar). Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7057

Guðrún Kvaran. „Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2008. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7057>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið bent mér á annað orð yfir konukvöld?
Fundir kvenfélaga voru og eru algengir um allt land og eru þeir annaðhvort kallaðir kvenfélagsfundur eða kvenfélagssamkoma. Þegar heldri konur voru nefndar dömur þekktist að tala um dömuboð, dömumót og dömusamkomu. Þegar orðið dama þótti ekki lengur viðeigandi um konur féllu hin orðin sjálfkrafa úr notkun.



Þessi mynd er tekin á konukvöldi í Bandaríkjunum árið 1941.

Ekki eru allar konur í kvenfélagi og því vantaði hlutlausara orð um það er konur hittast án karla. Orðið konukvöld fór því allt í einu að heyrast og sjást. Það virðist ekki gamalt í málinu og á Orðabókin elst dæmi frá sjöunda áratug síðustu aldar, en ekki hafði það ratað inn í Íslenska orðabók 2002. Önnur orð þekki ég ekki.

Orðið kona er hlutlaust um kvenmann og getur átt við bæði unga konu og eldri konu og hefur það sennilega ýtt undir almenna notkun orðsins konukvöld. Frú er líklegast of merkingarhlaðið til að geta öðlast vinsældir sem fyrri liður kvennafunda. Nokkur hlutlaus orð eru til dæmis fljóð, snót, sprund og svanni, þótt þau hafi mest verið notuð í skáldskap. Ekkert er að því að taka þau upp og nota um fundi eða boð fyrir konur og velja síðari liðinn eftir því sem við á hverju sinni og eðli fundarins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Smithsonian Institution

...