Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?

Guðrún Kvaran

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað?

Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í grafgötur um eitthvað sem merkja annars vegar að 'velkjast ekki í vafa um eitthvað' og hins vegar að 'leyna einhverju ekki, láta afstöðu sína skýrt í ljós'.

Grafgötur. Jón G. Friðjónsson telur líkinguna sótta til þess að vegfarendur sjást varla ef þeir fara um niðurgrafna stíga, þeir fara leynt.

Þau þekkjast þegar á 18. öld samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Jón G. Friðjónsson telur líkinguna sótta til þess að vegfarendur sjást varla ef þeir fara um niðurgrafna stíga, þeir fara leynt (Mergur málsins 2006:266). Hann vísar í Íslenskt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar frá 1991 (177) sem taldi að með orðasambandinu væri átt við leit í djúpum stígum, grafgötum. Bein merking væri því að 'leggja ekki í erfiða leit'.

Heimildir:
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenskt orðtakasafn. 3. útgáfa. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.1.2016

Spyrjandi

Ólafur Egilsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70736.

Guðrún Kvaran. (2016, 20. janúar). Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70736

Guðrún Kvaran. „Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70736>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Við hvaða götur er átt við þegar menn fara ekki í grafgötur um eitthvað?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvað eru grafgötur og hvað merkir orðasambandið að fara (ekki) í grafgötur með eitthvað?

Orðið grafgötur er fleirtöluorð og merkir 'djúpar, niðurgrafnar götur, niðurgrafnir stígar'. Það er notað í orðasamböndunum fara ekki í grafgötur um eitthvað eða ganga ekki í grafgötur um eitthvað sem merkja annars vegar að 'velkjast ekki í vafa um eitthvað' og hins vegar að 'leyna einhverju ekki, láta afstöðu sína skýrt í ljós'.

Grafgötur. Jón G. Friðjónsson telur líkinguna sótta til þess að vegfarendur sjást varla ef þeir fara um niðurgrafna stíga, þeir fara leynt.

Þau þekkjast þegar á 18. öld samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Jón G. Friðjónsson telur líkinguna sótta til þess að vegfarendur sjást varla ef þeir fara um niðurgrafna stíga, þeir fara leynt (Mergur málsins 2006:266). Hann vísar í Íslenskt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar frá 1991 (177) sem taldi að með orðasambandinu væri átt við leit í djúpum stígum, grafgötum. Bein merking væri því að 'leggja ekki í erfiða leit'.

Heimildir:
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenskt orðtakasafn. 3. útgáfa. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.

Mynd: