Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvar liggur hundurinn grafinn?

Ritstjórn Vísindavefsins

Til þess að svara þessari brýnu spurningu réð Vísindavefurinn í snarhasti nokkra velþekkta fornleifafræðinga. Þeir unnu áður við bílastæðgerð á Alþingi en þóttu með eindæmum seinvirkir og fóru alveg í hundana.

Fornleifafræðingarnir hófu leitina með ýtarlegri heimildarannsókn. Með ógurlegum hundakúnstum lásu þeir sakamálasöguna Grafarþögn og einnig nokkur óbirt verk eftir sama höfund, nefnilega Grafarbakka, Grafgötur Grafskrift, Grafkyrr og Graflax. Í síðastnefnda verkinu var farið í saumana á því hvar laxinn er grafinn, en það mun vera á veitingahúsinu Dill sem er í Norræna húsinu. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að höfundurinn hefur ekki hundsvit á hvar besti vinur mannsins er grafinn.


Leiðtogi fornleifafræðinganna var hundóánægður á vettvangi.

Næst var haldið í vettvangsrannsókn. Hjá borgaryfirvöldum fékkst leyfi til að grafa á Laugarnesi í ægifögrum skrautgarði vel þekkts kvikmyndaleikstjóra. Þar komust fornleifafræðingarnir í feitt og fundu forna gröf Jörundar hundadagakonungs. Gröfin er líklega til marks um mikla dýrkun landsmanna á hundum fyrr á tíð, en því miður fundust engar líkamsleifar hunda í gröfinni.

Nú voru góð ráð dýr en með því að beita hundalógík og mikilli kunnáttu í örnefnafræði töldu fornleifafræðingarnir að best væri að hefja uppgröft á bæjarstæðinu Hundavaði. Til þess fengu þeir evrópska samstarfsstyrki en þar sem styrkirnir voru greiddur út í íslenskum krónum hljóðuðu þeir aðeins upp hundraðkall. Sú upphæð dugir ekki einu sinni til þess að finna rauða hunda á Landspítalanum!

Spurningunni verður því ekki svarað fyrr en meira fé fæst til verksins. Í bráðabirgðaskýrslu fornleifafræðinganna sem skrifuð er með miklum og snjöllum fyrirvörum kemur eingöngu þetta fram:
Hundurinn gæti legið grafinn þar sem hnífurinn stendur í kúnni, eða þar sem köttur er kominn í ból bjarnar. Einnig er ráðlegt að leita alls staðar þar sem góður biti fer í hundskjaft og þar sem hægt er að kaupa köttinn í sekknum eða þar sem fiskur liggur undir steini. Eins gæti verið að hundurinn sé grafinn þar sem menn lepja dauðann úr skel án þess að hafa öðrum hnöppum að hneppa!

Mynd:


Við minnum lesendur á að þetta er föstudagssvar og allt sem hér kemur fram er tryggt með fullri ríkisábyrgð.

Útgáfudagur

4.9.2009

Spyrjandi

Albert Teitsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar liggur hundurinn grafinn?“ Vísindavefurinn, 4. september 2009. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=18970.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2009, 4. september). Hvar liggur hundurinn grafinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=18970

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar liggur hundurinn grafinn?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2009. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=18970>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar liggur hundurinn grafinn?
Til þess að svara þessari brýnu spurningu réð Vísindavefurinn í snarhasti nokkra velþekkta fornleifafræðinga. Þeir unnu áður við bílastæðgerð á Alþingi en þóttu með eindæmum seinvirkir og fóru alveg í hundana.

Fornleifafræðingarnir hófu leitina með ýtarlegri heimildarannsókn. Með ógurlegum hundakúnstum lásu þeir sakamálasöguna Grafarþögn og einnig nokkur óbirt verk eftir sama höfund, nefnilega Grafarbakka, Grafgötur Grafskrift, Grafkyrr og Graflax. Í síðastnefnda verkinu var farið í saumana á því hvar laxinn er grafinn, en það mun vera á veitingahúsinu Dill sem er í Norræna húsinu. Rannsóknin leiddi hins vegar í ljós að höfundurinn hefur ekki hundsvit á hvar besti vinur mannsins er grafinn.


Leiðtogi fornleifafræðinganna var hundóánægður á vettvangi.

Næst var haldið í vettvangsrannsókn. Hjá borgaryfirvöldum fékkst leyfi til að grafa á Laugarnesi í ægifögrum skrautgarði vel þekkts kvikmyndaleikstjóra. Þar komust fornleifafræðingarnir í feitt og fundu forna gröf Jörundar hundadagakonungs. Gröfin er líklega til marks um mikla dýrkun landsmanna á hundum fyrr á tíð, en því miður fundust engar líkamsleifar hunda í gröfinni.

Nú voru góð ráð dýr en með því að beita hundalógík og mikilli kunnáttu í örnefnafræði töldu fornleifafræðingarnir að best væri að hefja uppgröft á bæjarstæðinu Hundavaði. Til þess fengu þeir evrópska samstarfsstyrki en þar sem styrkirnir voru greiddur út í íslenskum krónum hljóðuðu þeir aðeins upp hundraðkall. Sú upphæð dugir ekki einu sinni til þess að finna rauða hunda á Landspítalanum!

Spurningunni verður því ekki svarað fyrr en meira fé fæst til verksins. Í bráðabirgðaskýrslu fornleifafræðinganna sem skrifuð er með miklum og snjöllum fyrirvörum kemur eingöngu þetta fram:
Hundurinn gæti legið grafinn þar sem hnífurinn stendur í kúnni, eða þar sem köttur er kominn í ból bjarnar. Einnig er ráðlegt að leita alls staðar þar sem góður biti fer í hundskjaft og þar sem hægt er að kaupa köttinn í sekknum eða þar sem fiskur liggur undir steini. Eins gæti verið að hundurinn sé grafinn þar sem menn lepja dauðann úr skel án þess að hafa öðrum hnöppum að hneppa!

Mynd:


Við minnum lesendur á að þetta er föstudagssvar og allt sem hér kemur fram er tryggt með fullri ríkisábyrgð....