Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Nóbelsverðlaunahafinn J.M. Coetzee í Hátíðarsal HÍ

Fyrirlestur miðvikudaginn 12. september kl. 16:00

Fyrirlesturinn byggir á nýútkominni bók Coetzee, Diary of a bad year. Bókin fjallar um roskinn ástralskan rithöfund sem fær það verkefni að skrifa grein í bók sem ber heitið Strong opinions. Það verður til þess að hann fer að velta vöngum yfir uppruna ríkisins, sambandi þess við borgarana og hvernig þegnar í nútímalýðræðisríki eiga að bregðast við skertum mannréttindum í herferðinni gegn hryðjuverkum, herferð sem jafnvel felur í sér pyntingar.

Bækur Coetzee fjalla yfirleitt á beinan eða óbeinan hátt um hræringar í Suður-Afrísku samfélagi. Bókin Disgrace varpar til dæmis ljósi á nýlendustefnuna og áhrif hennar í nútímanum, en að mati Coetzee hefur hún síður en svo liðið undir lok þrátt fyrir sjálfstæði Suður-Afríku. Þar að auki var hann ötull andófsmaður aðskilnaðaðarstefnunnar á áttunda og níunda áratugnum. Á íslensku hafa komið út bækurnar Vansæmd og Barndómur hjá bókaútgáfunni Bjarti í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar. Coetzee fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2003, hann hefur fengið Booker-verðlaunin tvisvar, auk fjölda annarra verðlauna og viðurkenninga.

Coetzee er ávallt lýst sem einstaklega hlédrægum manni og hann kemur afar sjaldan fram opinberlega. Hann ku búa yfir miklum sjálfsaga og vinnuþreki, neytir ekki áfengis né reykir eða borðar kjöt, hjólar langar vegalengdir til að halda sér í formi og situr við skriftir alla daga vikunnar. Kunningjar hans segja ekki óvenjulegt að hann mæli ekki orð fram af vörum í matarboðum og öðrum samkomum.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Útgáfudagur

4.10.2007

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Nóbelsverðlaunahafinn J.M. Coetzee í Hátíðarsal HÍ.“ Vísindavefurinn, 4. október 2007. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=70755.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 4. október). Nóbelsverðlaunahafinn J.M. Coetzee í Hátíðarsal HÍ. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70755

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Nóbelsverðlaunahafinn J.M. Coetzee í Hátíðarsal HÍ.“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2007. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70755>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.