Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Þessari spurningu er strangt til tekið ómögulegt að svara. Um leið og henni er svarað er sú forsenda sem spurningin hvílir á, að spurningunni sé ekki svarað, orðin ósönn. Skoðum þetta nánar:

Hugsum okkur að einhver varpi fram spurningu sem við skulum kalla S. S gæti til dæmis verið „Hvert er skónúmer Bretlandsdrottningar?“. Spyrjandinn fær svo ekkert svar og spyr þá viðmælanda sinn „Hvers vegna svararðu ekki spurningu minni frá því í gær?“ eða „Hvers vegna svararðu ekki spurningunni S? Þessa framhaldsspurningu spyrjandans köllum við T. Viðmælandinn getur svo svarað eftir því sem við á, til dæmis með „Vegna þess að ég veit ekki svarið við henni“ eða „Vegna þess að ég nenni ekki að svara henni.“ Svar viðmælandans er ekki svar við S heldur svar við T. T felur í sér þá forsendu að S sé ekki svarað og sú forsenda heldur enn þar sem viðmælandinn hefur ekki svarað S.


"Ætlar þú að bursta skó Bretlandsdrottningar?" Í þessu svari er meðal annars fjallað um það þegar einhver varpar fram spurningunni: "Hvert er skónúmer Bretlandsdrottningar?"

Flækjum nú aðeins hlutina með því að láta S fela í sér ósanna forsendu. S er til dæmis spurningin „Hvers vegna eru fílar minni en býflugur?“. Þarna er í raun verið að spyrja hvers vegna eitthvað sem er ósatt sé satt. Til að svara slíkum spurningum þarf að gefa svar sem heldur tryggð við hina ósönnu forsendu og er þá líka ósatt, til dæmis „Fílar eru minni en býflugur vegna þess að þeir eru svo feimnir.“ Viljum við halda okkur við sannleikann í svörum okkar vandast málið. Við getum þá ekki svarað S beint, heldur verðum að gefa óbeint svar sem felur í sér leiðréttingu á hinni ósönnu forsendu, til dæmis „Fílar eru ekki minni en býflugur.“ Þetta er í rauninni ekki svar við S og spyrjandinn getur spurt „Af hverju svarið þið ekki S?“. Við getum þá svarað með „Vegna þess að S felur í sér ósanna forsendu og við viljum halda okkur við sannleikann.“

Spurningin „Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?“ er frábrugðin öðrum spurningum sem hvíla á ósönnum forsendum að því leyti að það er ekki heldur hægt að svara henni beint með því að segja ósatt. Þegar spurt er „Hvers vegnar eru fílar minni en býflugur?“ er hægt að spila með og svara spurningunni beint með því að gefa ósatt svar. En þegar spurt er „Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?“ er einfaldlega ómögulegt að taka þátt í leiknum. Ef við svörum „Við svörum ekki þessari spurningu vegna þess að við viljum það ekki“ erum við með þeirri athöfn okkar að svara að afneita forsendunni sem gengið er út frá bæði í spurningunni og svarinu.

Því er aðeins tvennt til ráða og hvorugt felur í sér beint svar við spurningunni. Annars vegar má leyfa spyrjandanum að hafa rétt fyrir sér með forsendu sinni um að spurningunni sé ekki svarað. Það er gert með þögninni, það er með því að gefa ekkert svar. Hinn kosturinn er að gefa óbeint svar með leiðréttingu, eins og til dæmis „Við svörum spurningunni víst!“

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

19.2.2008

Spyrjandi

Birgir Th. Ágústsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2008. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7076.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2008, 19. febrúar). Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7076

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2008. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7076>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?
Þessari spurningu er strangt til tekið ómögulegt að svara. Um leið og henni er svarað er sú forsenda sem spurningin hvílir á, að spurningunni sé ekki svarað, orðin ósönn. Skoðum þetta nánar:

Hugsum okkur að einhver varpi fram spurningu sem við skulum kalla S. S gæti til dæmis verið „Hvert er skónúmer Bretlandsdrottningar?“. Spyrjandinn fær svo ekkert svar og spyr þá viðmælanda sinn „Hvers vegna svararðu ekki spurningu minni frá því í gær?“ eða „Hvers vegna svararðu ekki spurningunni S? Þessa framhaldsspurningu spyrjandans köllum við T. Viðmælandinn getur svo svarað eftir því sem við á, til dæmis með „Vegna þess að ég veit ekki svarið við henni“ eða „Vegna þess að ég nenni ekki að svara henni.“ Svar viðmælandans er ekki svar við S heldur svar við T. T felur í sér þá forsendu að S sé ekki svarað og sú forsenda heldur enn þar sem viðmælandinn hefur ekki svarað S.


"Ætlar þú að bursta skó Bretlandsdrottningar?" Í þessu svari er meðal annars fjallað um það þegar einhver varpar fram spurningunni: "Hvert er skónúmer Bretlandsdrottningar?"

Flækjum nú aðeins hlutina með því að láta S fela í sér ósanna forsendu. S er til dæmis spurningin „Hvers vegna eru fílar minni en býflugur?“. Þarna er í raun verið að spyrja hvers vegna eitthvað sem er ósatt sé satt. Til að svara slíkum spurningum þarf að gefa svar sem heldur tryggð við hina ósönnu forsendu og er þá líka ósatt, til dæmis „Fílar eru minni en býflugur vegna þess að þeir eru svo feimnir.“ Viljum við halda okkur við sannleikann í svörum okkar vandast málið. Við getum þá ekki svarað S beint, heldur verðum að gefa óbeint svar sem felur í sér leiðréttingu á hinni ósönnu forsendu, til dæmis „Fílar eru ekki minni en býflugur.“ Þetta er í rauninni ekki svar við S og spyrjandinn getur spurt „Af hverju svarið þið ekki S?“. Við getum þá svarað með „Vegna þess að S felur í sér ósanna forsendu og við viljum halda okkur við sannleikann.“

Spurningin „Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?“ er frábrugðin öðrum spurningum sem hvíla á ósönnum forsendum að því leyti að það er ekki heldur hægt að svara henni beint með því að segja ósatt. Þegar spurt er „Hvers vegnar eru fílar minni en býflugur?“ er hægt að spila með og svara spurningunni beint með því að gefa ósatt svar. En þegar spurt er „Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?“ er einfaldlega ómögulegt að taka þátt í leiknum. Ef við svörum „Við svörum ekki þessari spurningu vegna þess að við viljum það ekki“ erum við með þeirri athöfn okkar að svara að afneita forsendunni sem gengið er út frá bæði í spurningunni og svarinu.

Því er aðeins tvennt til ráða og hvorugt felur í sér beint svar við spurningunni. Annars vegar má leyfa spyrjandanum að hafa rétt fyrir sér með forsendu sinni um að spurningunni sé ekki svarað. Það er gert með þögninni, það er með því að gefa ekkert svar. Hinn kosturinn er að gefa óbeint svar með leiðréttingu, eins og til dæmis „Við svörum spurningunni víst!“

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...