Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Tröll eru þjóðsagnapersónur eru ekki til í veruleikanum í venjulegum skilningi. Við munum ekki sérstaklega eftir því að fjallað sé um aldur þeirra, enda kannski erfitt þar sem tröllin fæðast fjarri mannabyggðum og mennirnir vita þess vegna lítið um hversu gömul þau eru.
Hugtökin jötunn, tröll og risi eru nátengd. Tröllin koma fyrir í íslenskum þjóðsögum, jötnarnir eru í norrænni goðafræði og risarnir finnast yfirleitt í evrópskum ævintýrum. Stundum eru skilin á milli þessara vera þó óljós.
Tröll á mynd eftir John Bauer.
Í sögum segir oft af því þegar menn komast í tæri við tröllin, til dæmis í Grettis sögu. Þar dvelur Grettir lengi í helli með Hallmundi og dóttur hans sem var gild vexti og sköruleg (57. kafli). Þau eru bæði tröll. Þegar þarna er komið sögu er Grettir útilegumaður og þess vegna eðlilegt að hann komist í kynni við tröllin sem eru fjarri mannabyggðum. Grettir spyr tröllin ekkert um aldur þeirra.
Hægt er að lesa meira um tröll í á Vísindavefnum í svari Ólínu Þorvarðardóttur við spurningunni Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Um Gretti og Grettis sögu er síðan hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi? Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
JGÞ. „Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7085.
JGÞ. (2008, 22. febrúar). Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7085
JGÞ. „Hvað var elsta tröllið gamalt þegar það dó?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7085>.